Innlendar

Fréttamynd

Haukar taka á móti Val í dag

Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki.

Sport
Fréttamynd

FH og Valur mætast í kvöld

Hinn árlegi leikur meistara meistaranna í fótboltanum fer fram í kvöld. Þá keppa Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Miðaverð verður 1000 kr. fyrir 17. ára og eldri, 300 kr. fyrir 11-16 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri.

Sport
Fréttamynd

Ísland lagði Hvít-Rússa í Minsk

Ísland lagði Hvít-Rússa, 1-2 í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna nú rétt í þessu en leikurinn fór fram í Minsk. Ísland komst yfir á 27. mínútu með marki Katrínar Jónsdóttur eftir hornspyrnu og Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi. Heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar.

Sport
Fréttamynd

Þrjú mörk komin í Minsk

Staðan í leik Íslands og Hvít-Rússa er orðin 1-2 fyrir Ísland í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Minsk. Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi en heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Síðari hálfleikur er nýhafinn. Fyrra mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu íslenska liðsins og hefurKatrín Jónsdóttir verið skráð fyrir því marki.

Sport
Fréttamynd

Ísland komið yfir gegn Hvít-Rússum

Íslenska kvennalandsliðið hefur náð forystu gegn Hvít-Rússum, 0-1 í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn sem hófst kl. 14 fer fram í Minsk. Mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu en ekki hefur fengist staðfest hvort um sjálfsmark var að ræða eða hver fær markið skráð á sig.

Sport
Fréttamynd

Fylkir sló Íslandsmeistarana út

Fylkir komst í úrslit deildabikarkepnni karla í handbolta í gærkvöld þegar liðið sló út Íslandsmeistara Fram. Valur og Haukar þurfa að mætast einu sinni enn til þess að knýja fram úrslit í rimmu liðanna.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur deildarbikarmeistarar

Kvennalið Vals varð í kvöld deildarbikarmeistari í handknattleik þegar liðið lagði ÍBV 26-24 í síðari leik liðanna í úrslitum í Laugardalshöllinni. Útlitið var ekki bjart hjá Val á tíma í leik kvöldsins, því liðið lenti sjö mörkum undir í leiknum áður en það náði að tryggja sér sigurinn. Valur vann einnig fyrri viðureignina í Eyjum og því er liðið vel að titlinum komið.

Sport
Fréttamynd

Blikar með Namibíumann til reynslu

Nýliðar Breiðabliks í Landsbankadeildinni hafa fengið til sín varnarmann til reynslu að nafni Oliver Risser, en hann er namibískur landsliðsmaður og hefur spilað í Þýskalandi undanfarin ár. Risser mun væntanlega verða í liði Blika um helgina þegar liðið mætir KR í æfingaleik. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Valur og Fylkir unnu fyrri leikina

Í kvöld fóru fram fyrri leikirnir í undanúrslitum deildarbikarsins í handbolta. Valsmenn lögðu Hauka á útivelli 28-24 og Fylkir vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Fram á útivelli 35-32.

Sport
Fréttamynd

FH deildarbikarmeistari

Íslandsmeistarar FH urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í knattspyrnu þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í úrslitum í Garðabæ. FH-ingar virtust hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar staðan var 3-0 þeim í vil, en suðurnesjaliðið náði að laga stöðuna í þeim síðari.

Sport
Fréttamynd

FH í góðri stöðu

Íslandsmeistarar FH hafa yfir 3-0 gegn Keflavík þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik deildarbikarsins í knattspyrnu. Mörk FH skoruðu Sigurvin Ólafsson, Freyr Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli gegn Andorra

Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu gerði í kvöld markalaust jafntefli við Andorra á útivelli í fyrri leik þjóðanna í Evrópukeppninni. Síðari leikurinn fer fram hér heima þann 1. júní og sigurvegarinn kemst áfram í milliriðil keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Stærsta ungmennamótið haldið hér

Alþjóðaleikar ungmenna verða haldnir í Reykjavík á næsta ári. Leikarnir eru fjölmennasta alþjóðlega íþróttamótið sem haldið er árlega. Ólympíuleikarnir sem við fáum að halda segir formaður undirbúningsnefndar.

Innlent
Fréttamynd

KFR vann tvöfalt í bikarnum

Í gær var keppt í úrslitum bikarkeppninnar í keilu í karla- og kvennaflokki og var það lið KFR sem stal senunni í báðum flokkum. Lið KFR-Lærlinga sigraði í karlaflokki eftir einvígi sitt við KR-b 3-0, en aðeins tveimur pinnum munaði á liðunum í öðrum leiknum. KR jafnaði met Lærlinga með sigrinum, sem var sá fjórði hjá liðinu í bikarkeppninni. Í kvennaflokki höfðu KFR-Valkyrjur nokkuð sannfærandi sigur á ÍR-TT 3-0, en þetta var þriðji titill liðsins í röð.

Sport
Fréttamynd

Jónas Grani í Fram

Jónas Grani Garðarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH, er genginn í raðir 1. deildarliðs Fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðunni fhingar.net í dag. Jónas Grani átti ekki fast sæti í liði Íslandsmeistaranna í fyrra, en hann gekk til liðs við Hafnfirðinga frá Völsungi á Húsavík á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur Valsstúlkna í Eyjum

Valsstúlkur gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í kvöld og lögðu heimamenn í ÍBV 24-21 í fyrri leik liðanna í úrslitum deildarbikarkeppninnar í handknattleik. Síðari leikurinn verður í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið og þar eiga Íslandsmeistararnir mjög erfitt verkefni fyrir höndum ætli þær sér að krækja í deildarbikarinn. Ágústa Edda Björnsdóttir var markahæst hjá Val með 8 mörk.

Sport
Fréttamynd

KR deildarbikarmeistari

A-lið KR varð í gærkvöld Deildarbikarmeistari í keilu, en leikið var í Mjódd. KR-liðið var með 201 meðaltal í úrslitunum og KR-B hafnaði öðru sæti með 199 í meðaltal og er það til marks um þá breidd sem KR hefur í keilunni í dag.

Sport
Fréttamynd

Fram íslandsmeistari

Fram er Íslandsmeistari í handknattleik karla árið 2006 eftir að liðið valtaði yfir Víking/Fjölni í Safamýrinni 35-18. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í karlaflokki síðan árið 1972. Á meðan lögðu Haukar granna sína í FH 32-28 á útivelli og enduðu með jafn mörg stig og Fram í töflunni, en Fram hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur.

Sport
Fréttamynd

Fram í góðum málum

Fram er á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, en liðið hefur yfir 16-9 gegn Víkingi/Fjölni í hálfleik, þar sem Jóhann Einarsson er búinn að skora 5 mörk fyrir Safamýrarliðið. FH-ingar hafa yfir 13-12 gegn grönnum sínum í Haukum og því má segja að útlitið sé gott hjá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Rafnsson kjörinn forseti

Ólafur Rafnsson var í dag kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands á ársþingi ÍSÍ og tekur þar með við embættinu af Ellerti B. Schram. Ólafur hlaut 120 atkvæði í kjörinu en Sigríður Jónsdóttir varaformaður hlaut 113 atkvæði. Ólafur var áður formaður KKÍ.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur úr leik á Ítalíu

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á áskorendamótinu í Tessati á Ítalíu eftir að hann lék annan hringinn á mótinu á tveimur höggum yfir pari líkt og í gær. Hann komst því ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu, en keppir aftur á Ítalíu eftir tvær vikur.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María úr leik á Tenerife

Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á áskorendamótinu sem fram fer á Tenerife á Kanaríeyjum eftir að hún lék á níu höggum yfir pari á öðrum deginum á mótinu í dag og var því alls á sextán höggum yfir pari. Það er því ljóst að Ólöf kemst ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María í vandræðum

Atvinnukylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum á Tenerife á Kanaríeyjum í dag þegar hún lauk keppni á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni í golfi. Ólöf lék þokkalega á fyrstu níu holunum en náði sér alls ekki á strik á þeim síðari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á einu yfir pari

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á áskorendamótinu í Tessali á Ítalíu á einu höggi yfir pari eða 72 höggum í dag. Birgir á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun.

Sport
Fréttamynd

Benedikt tekur við KR

Körfuknattleiksdeild KR gekk í dag frá þriggja ára samningi við Benedikt Guðmundsson sem mun taka við þjálfun karlaliðs félagsins af Herberti Guðmundssyni. Benedikt var áður hjá Fjölni í Grafarvogi, en hann er öllum hnútum kunnugur í vesturbænum.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Stjörnunni og Val

Fyrri leikirnir í undanúrslitum deildarbikars kvenna fóru fram í kvöld. Stjarnan lagði ÍBV í Eyjum 24-20 og Valsstúlkur lögðu Hauka 23-22 í æsispennandi leik í Laugardalshöllinni.

Sport
Fréttamynd

Ivey verður áfram hjá Íslandsmeisturnum

Leikstjórnandinn knái Jeb Ivey mun spila áfram með Njarðvíkingum næsta vetur en hann hefur gengið frá eins árs framlengingu á samningi sínum. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. Ivey hefur um árabil verið einn allra besti leikmaður Iceland Express deildarinnar og eru þetta því góð tíðindi fyrir Íslandsmeistarana.

Sport
Fréttamynd

Grótta verður með karlalið á næsta ári

Handknattleiksdeild Gróttu hefur ákveðið að tefla fram karlaliði á Íslandsmótinu í handbolta á næsta ári og mun senda lið til keppni í 2. deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag. Liðið mun verða byggt upp á leikmönnum 2. flokks félagsins og verður því stýrt af Guðmundi Árna Sigfússyni.

Sport
Fréttamynd

HM fer fram alla vikuna í Skautahöllinni í Laugardal

Þó að íshokkí sé tiltölulega ný íþróttagrein á Íslandi, og aðstæðurnar ekki verið upp á marga fiska þar til fyrir skömmu, hefur Íslendingum fleygt fram í íþróttinni enda metnaðarfullt og duglegt fólk sem stendur á bak við starfsemi íþróttarinnar.

Sport
Fréttamynd

Skussarnir verðlaunaðir

Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun.

Sport