Sport

HM fer fram alla vikuna í Skautahöllinni í Laugardal

Fólk er hvatt til þess að mæta á völlinn og hvetja íslenska liðið til dáða á HM en Ísland ætlar sér að komast upp í 2. deild.
Fólk er hvatt til þess að mæta á völlinn og hvetja íslenska liðið til dáða á HM en Ísland ætlar sér að komast upp í 2. deild. fréttablaðið/valli

Þó að íshokkí sé tiltölulega ný íþróttagrein á Íslandi, og aðstæðurnar ekki verið upp á marga fiska þar til fyrir skömmu, hefur Íslendingum fleygt fram í íþróttinni enda metnaðarfullt og duglegt fólk sem stendur á bak við starfsemi íþróttarinnar.



Þetta fólk hefur nú ráðist í það stórverkefni að halda HM hér á landi. Ísland leikur í 3. deild en okkar menn féllu á grátlegan hátt úr 2. deild í fyrra á aðeins einu marki. Stefnan er að komast beint aftur upp úr 3. deildinni á heimavelli en mótið var sett í gærkvöldi og íslenska liðið mætti síðan liði Lúxemborg eftir mótssetningu í sínum fyrsta leik

.

Með Íslandi og Lúxemborg í riðli eru Armenía, Tyrkland og Írland en flest þessi lið eru frekar jöfn að getu og er búist við spennandi leikjum í Laugardalnum.

Ísland mætir Írlandi á miðvikudag, Armenum á fimmtudag og loks Tyrkjum á laugardag en allir leikir íslenska liðsins hefjast klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×