Íþróttir

Fréttamynd

Komst með baráttu í gegnum úrtökumót á spáni

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann.

Sport
Fréttamynd

Snorri skoraði tíu mörk

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tíu mörk, þar af sjö úr vítum, fyrir félag sitt, Minden, er það lagði Concordia Delitzsch, 38-26, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Minden er í fjórtánda sæti deildarinnar eftir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Afturelding sigraði í Eyjum

Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga.

Sport
Fréttamynd

Ánægður þrátt fyrir tapið

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagðist stoltur af baráttu sinna manna á Old Trafford í dag, þrátt fyrir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í deildarkeppninni í háa herrans tíð. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr möguleikum Manchester United í baráttunni um meistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Benedikt setti heimsmet

Kraftlyftingamaðurinn Benedikt Magnússon stóð við stóru orðin þegar hann keppti á Evrópumótinu í Finnlandi í dag og setti glæsilegt heimsmet í réttstöðulyftu, með því að lyfta 440 kílóum. Hann átti svo góða tilraun við 455, en hársbreidd vantaði uppá að sú lyfta færi upp.

Sport
Fréttamynd

Manchester United sigraði Chelsea

Chelsea tapaði í fyrsta sinn í fjörutíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sótti Manchester United heim á Old Trafford. Það var Darren Fletcher sem skoraði sigurmark United með laglegum skalla í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Árni Gautur besti markvörðurinn

Árni Gautur Arason hefur verið útnefndur besti markvörðurinn í norska boltanum á yfirstaðinni leiktíð, en hann var í dag sæmdur Kniksen-verðlaununum svokölluðu, þar sem dómarar, leikmenn og þjálfarar velja bestu leikmenn ársins. Árni varð sem kunnugt er meistari með liði sínu Valerenga á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Fletcher kemur United yfir

Darren Fletcher var rétt í þessu að koma Manchester United í 1-0 gegn Chelsea á Old Trafford með laglegu skallamarki eftir um hálftíma leik, sem fer mjög fjörlega af stað.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Everton

Everton krækti í þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni í dag þegar liðið lagði Middlesbrough 1-0 á heimavelli sínum. Það var James Beattie sem skoraði sigurmarkið með skalla í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Eiður á varamannabekknum gegn United

Eiður Smári Guðjohnsen verður á varamannabekk Chelsea þegar liðið tekur á móti Manchester United í stórleik helgarinnar sem er að hefjast núna klukkan 16:00.

Sport
Fréttamynd

Milwaukee lagði Miami

Milwaukee Bucks hefur byrjað vel í NBA deildinni í vetur og í nótt vann liðið þriðja leik sinn í röð þegar það skellti Miami á heimavelli sínum 105-100. Michael Redd og Bobby Simmons skoruðu báðir 23 stig fyrir Milwaukee og T.J. Ford 13 stigum og 11 stoðsendingum. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 21 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Ellefu aðrir leikir voru á dagskrá í nótt.

Sport
Fréttamynd

Manchester United mætir Chelsea í dag

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í enska boltanum í dag þegar Manchester United tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea. Leikur liðanna hefst klukkan 16, en klukkan 14 eigast við Everton og Middlesbrough.

Sport
Fréttamynd

Philadelphia bíður erfitt verkefni

Lið Philadelphia 76ers hefur enn ekki unnið leik í deildarkeppni NBA það sem af er tímabili, en í kvöld sækir liðið Indiana heim í leik sem verður annar tveggja í beinni útsendingu á NBATV. Hinn leikurinn er viðureign LA Clippers og Minnesota Timberwolves.

Sport
Fréttamynd

Shearer fer í aðgerð í Þýskalandi

Eftir að hafa hjálpað liði sínu Newcastle til sigurs á Birmingham í úrvalsdeildinni í dag, fer Alan Shearer til Þýskalands á mánudaginn þar sem hann mun gangast undir aðgerð við kviðsliti. Stephen Carr, félagi hans hjá Newcastle er ný kominn úr svipaðri aðgerð og vona þeir félagar að þeir verði klárir í slaginn fyrir leikinn við Chelsea eftir hálfan mánuð.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á úrtökumótið

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér í dag keppnisrétt á síðasta úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi, en það fer fram á Spáni í næstu viku. Birgir lauk keppni á úrtökumótinu í Katalóníu í dag á pari og keppir ásamt átta öðrum kylfingum um fjögur síðustu sætin á lokamótinu.

Sport
Fréttamynd

Dómarinn kostaði okkur leikinn

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, kenndi dómaranum um tapið fyrir Liverpool í dag og sagði að vítaspyrnudómurinn undir lokin hefði verið þvættingur. Steven Gerrard skoraði úr spyrnunni og í kjölfarið bætti Liverpool við öðru marki og kláraði leikinn.

Sport
Fréttamynd

Lærisveinar Alfreðs áfram

Þýska liðið Magdeburg tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar í handknattleik, þegar liðið lagði Chehovski Moskvu 37-28 á heimavelli sínum. Sigfús Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg, en Arnór Atlason skoraði ekki að þessu sinni.

Sport
Fréttamynd

Sjötti sigur Wigan í röð

Nýliðar Wigan héldu ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag, þegar liðið vann Portsmouth 2-0 á útivelli. Þetta var sjötti sigur Wigan í röð í deildinni og liðið er nú aðeins sex stigum á eftir toppliði Chelsea og situr í öðru sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir, nokkuð sem engan hefði órað fyrir í upphafi leiktíðar.

Sport
Fréttamynd

Hlynur sá um Stjörnuna

Lærisveinar Sigurðar Sveinssonar í Fylki unnu góðan sigur á Stjörnunni í DHL-deild karla í handknattleik í dag 21-19. Markahæstur hjá Fylki var Eymar Kruger með sex mörk, en Patrekur Jóhannesson skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Maður leiksins var þó án efa Hlynur Morhens í marki Fylkis, en hann varði 24 skot í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin

Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik fór með sigur af hólmi

Lið Breiðabliks vann lið Icelandair í úrslitum á Mastersmótinu í Egilshöll í dag, en mótið var kennt við markaskorarann Ian Rush, fyrrum leikmann Liverpool, en lið hans hafnaði í þriðja sæti á mótinu eftir sigur á Víkingi í leiknum um þriðja sætið.

Sport
Fréttamynd

Stórtap hjá Haukum í Danmörku

Karlalið Hauka tapaði stórt fyrir danska liðinu Arhus GF í Meistaradeildinni í handbolta í dag 34-21, eftir að hafa verið undir 17-7 í hálfleik. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í síðasta leik sínum í riðlakeppninni ef þeir ætla sér að komast áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Ívar með sigurmark Reading

Ívar Ingimarsson var hetja Reading í dag þegar liðið sigraði QPR í ensku 1. deildinni. Ívar skoraði sigurmark liðsins á 66. mínútu leiksins og heldur Reading því öðru sæti deildarinnar á eftir Sheffield United.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Arsenal

Arsenal vann auðveldan 3-1sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag og Blackburn lagði Charlton nokkuð óvænt 4-1. Þá vann Fulham sigur á Manchester City 2-1, Newcastle lagði Birmingham 1-0 og West Ham vann West Brom 1-0.

Sport
Fréttamynd

Arsenal 2-0 yfir í hálfleik

Nú er kominn háfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur 2-0 yfir í hálfleik gegn Sunderland. Robin van Persie og Thierry Henry skoruðu mörk Arsenal. Blackburn hefur 2-1 yfir gegn Charlton, Fulham hefur yfir 2-1 gegn Manchester City og jafnt er hjá Newcastle og Birmingham, sem og í leik West Ham og West Brom.

Sport
Fréttamynd

Liverpool vann Aston Villa

Liverpool vann góðan útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta leik dagsins. Liverpool vann 2-0 og það voru þeir Steven Gerrard og Xabi Alonso sem skoruðu mörk liðsins á síðustu mínutunum.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í beinni

Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV stöðinni á Digital Ísland í nótt. Fyrri leikurinn er viðureign Detroit Pistons og Boston Celtics, en síðari leikurinn er rimma Golden State Warriors og Utah Jazz. en þar eru á ferðinni lið sem ekki hafa sést mikið á skjánum hérlendis. Veislan byrjar fljótlega upp úr miðnætti.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík lagði ÍR

Njarðvíkingar sigruðu ÍR 70-65 í baráttuleik í deildarbikarkeppninni í kvöld, en þetta var fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitunum. Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig, en hitti frekar illa í leiknum. Theo Dixon var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig.

Sport
Fréttamynd

Fram lagði Selfoss

Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27.

Sport
Fréttamynd

O´Neal verður frá í 2-4 vikur

Shaquille O´Neal verður frá keppni í tvær til fjórar vikur með Miami Heat, eftir að hafa snúið sig illa á ökkla í leiknum við Indiana síðustu nótt. Þetta staðfestu læknar liðsins í dag. O´Neal hafði byrjað tímabilið nokkuð rólega og var aðeins með 15 stig og 6 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum.

Sport