Íþróttir

Fréttamynd

Vill Lampard og Henry til Katalóníu

Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona segist óska þess heitt að fá Thierry Henry og Frank Lampard til liðs við sig hjá Barcelona, en báðir leikmenn hafa verið orðaðir nokkuð við spænska stórliðið.

Sport
Fréttamynd

Real ætlar ekki að eltast við Wenger

Emilio Butragueno, varaforseti Real Madrid á Spáni, segir að félagið muni ekki reyna að fá knattspyrnustjórann Arsene Wenger til liðs við sig sem arftaka Wanderley Luxemburgo sem var rekinn á dögunum. Liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Butragueno segir samskipti félagana mjög góð.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta tap Riley með Miami

Miami Heat tapaði í nótt fyrsta leiknum sínum undir stjórn Pat Riley þegar liðið lá 115-107 á útivelli, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 41 stig og gaf 10 stoðsendingar. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 33 stig.

Sport
Fréttamynd

Sao Paulo lagði Liverpool

Brasilíska liðið Sao Paulo sigraði enska liðið Liverpool í úrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan nú rétt í þessu 1-0. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum, en náði ekki að skora og fer því flestum að óvörum tómhent heim frá mótinu.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg stöðvaði Gummersbach

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg stöðvuðu í gærkvöld sigurgöngu Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni, þegar liðið vann sigur 38-28. Sigfús Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg, en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson var með tvö. Þetta var fysta tap Guðjóns og félaga á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Kohler tekur við Duisburg

Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Jurgen Kohler var í dag ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Duisburg, sem er í bullandi fallbaráttu í deildinni. Kohler kemur í stað Norbert Meier sem var rekinn fyrir að skalla leikmann á dögunum. Kohler hefur aldrei þjálfað áður, en er ýmsum hnútum kunnugur í boltanum og varð m.a. heims- og Evrópumeistari með Þjóðverjum í tíunda áratugnum.

Sport
Fréttamynd

Bayern með örugga forystu í jólafríið

Meistarar Bayern Munchen fara með þægilegt forskot inn í jólafríið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eftir góðan 2-1 útisigur á Dortmund í dag. Ali Karimi skoraði fyrsta mark Bayern í dag og Claudio Pizzarro það síðara. Florian Kringe minnkaði muninn fyrir Dortmund undir lokin. Liðin í öðru og þriðja sæti, Hamburg og Bremen eigast við á morgun, en Bayern hefur sjö stiga forystu á toppnum.

Sport
Fréttamynd

Manchester City valtaði yfir Birmingham

Manchester City rúllaði yfir Birmingham 4-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. David Sommeil, Joey Barton, Antoine Sibiersky og Bradley Wright-Phillips skoruðu mörk City, en Jiri Jarosek minnkaði muninn fyrir Birmingham, sem er komið í verulega vond mál í deildinni og mikið má vera ef Steve Bruce, stjóri liðsins, verður við stjórnvölinn mikið lengur.

Sport
Fréttamynd

ÍBV lagði ÍR

Eyjamenn sigruðu heimamenn í ÍR í lokaleik dagsins í DHL-deild karla í handbolta 32-28 en leikurinn fór fram í Austurbergi.

Sport
Fréttamynd

Fram hafði betur í toppslagnum

Framarar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag og lögðu Hauka í toppslag DHL-deildar karla í handbolta, 33-26. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram, þar af 9 úr vítum, en Arnar Pétursson skoraði 6 fyrir Hauka. Haukarnir byrjuðu betur í leiknum, en varnarleikur Fram skóp sigurinn í dag og greinilegt að liðið er til alls líklegt undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.

Sport
Fréttamynd

Manchester City með örugga forystu

Manchester City er að valta yfir lánlaust lið Birmingham á heimavelli sínum í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Staðan í hálfleik er 3-0 fyrir City. David Sommeil kom liðinu yfir eftir aðeins 24 sekúndur, Joey Barton skoraði annað markið úr víti á 14. mínútu og Antoine Sibierski bætti við þriðja markinu á 39. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Enn vinnur Reading

Ívar Ingimarsson og félagar í Reading unnu góðan útisigur á Milwall í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar lék að venju allan leiktímann í vörn Reading, en Brynjar Björn Gunnarsson kom inná sem varamaður í lokin. Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester sem gerði jafntefli við Crew á heimavelli og þá var Hannes Sigurðsson í liði Stoke sem sem vann Luton 3-2.

Sport
Fréttamynd

Grindavík lagði Skallagrím

Grindvíkingar lögðu Skallagrím á heimavelli sínum í Grindavík í dag 92-89. Bandaríkjamaðurinn Jeremiah Johnson var stigahæstur í liði heimamanna með 30 stig, en Jovan Zdravevski skoraði 23 stig fyrir gestina. Þetta var því góður dagur í Grindavík, því fyrr um daginn vann kvennaliðið góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík.

Sport
Fréttamynd

Þrenna frá Michael Owen

Michael Owen skoraði þrennu fyrir Newcastle í dag þegar liðið lagði West Ham á útivelli 4-2 í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer skoraði eitt mark fyrir Newcastle, Marlon Harewood skoraði eitt mark fyrir West Ham, en fyrra mark liðsins var sjálfsmark Nolberto Solano.

Sport
Fréttamynd

Heiðar lagði upp sigurmark Fulham

Heiðar Helguson kom inná í liði Fulham eftir um hálftíma leik í dag og lagði upp síðara mark liðsins í 2-1 sigri á Blackburn. Bolton burstaði Everton á útivelli 4-0, Portsmouth sigraði West Brom 1-0 og Wigan náði loks í sigur þegar liðið skellti lánlausu liði Charlton 3-0 með þrennu frá Henry Camara.

Sport
Fréttamynd

Wigan leiðir gegn Everton í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í fjórum af leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Wigan hefur 1-0 forystu gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton, en það var Henry Camara sem skoraði mark Wigan.

Sport
Fréttamynd

Rooney og Van Nistelrooy voru frábærir

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með framgöngu leikmanna sinna í sigrinum á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir þá hafa brugðist vel við því að falla úr keppni í Meistaradeildinni. Sérstaklega hrósaði hann samvinnu Rooney og Van Nistelrooy.

Sport
Fréttamynd

Grindavík hafði betur í grannaslagnum

Grindavíkurstúlkur unnu nú áðan góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik 89-83. Grindavík komst upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar með sigrinum, en Keflavík er í þriðja sætinu. Jerica Watson fór á kostum í liði Grindavíkur í dag, skoraði 39 stig og var besti leikmaður vallarins.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur United

Manchester United var ekki í teljandi vandræðum með að leggja Aston Villa á útivelli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. United hafði sigur 2-0 á Villa Park með mörkum frá Ruud Van Nistelrooy og Wayne Rooney. Nú munar sex stigum á United og Chelsea, sem reyndar á leik til góða gegn Arsenal á morgun.

Sport
Fréttamynd

Manchester United yfir gegn Villa

Manchester United hefur yfir í hálfleik 1-0 gegn Aston Villa í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var hollenska markamaskínan Ruud Van Nistelrooy sem skoraði mark United snemma leiks, en gestirnir hafa mikla yfirburði í leiknum á Villa Park.

Sport
Fréttamynd

Íhugar að leggja skóna á hilluna

David Moyes, stjóri Everton, segir að framherjinn Duncan Ferguson sé að íhuga að hætta að leika knattspyrnu því hann sé orðinn langþreyttur á fjölda meiðsla sem hafa þjakað hann lengi.

Sport
Fréttamynd

Detroit valtaði yfir Chicago

Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit Pistons valtaði yfir Chicago Bulls á heimavelli sínum og hefur nú unnið 17 af fyrstu 20 leikjum sínum á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Valur tapaði í Digranesi

Topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta sótti ekki gull í greipar HK í Digranesi í kvöld og tapaði 25-23. KA lagði granna sína í Þór í háspennuleik 26-25. Loks burstaði Stjarnan Selfoss 32-23. Valsmenn halda þó enn efsta sæti deildarinnar, en bæði Fram og Haukar geta skotist framúr Val á morgun. Þessi lið mætast einmitt í deildinni á morgun.

Sport
Fréttamynd

Vona að Chelsea og Barcelona hafi þroskast

Forráðamenn UEFA segjast vona að ekki sjóði uppúr í aðdraganda viðureignar Barcelona og Chelsea í þetta sinn, en mikið fjaðrafok varð í kring um rimmu liðanna í vor sem endaði með leikbönnum og sektum. "Ég ætla að vona að menn hafi lært af mistökum sínum í fyrra og einbeiti sér að því að leysa málin á knattspyrnuvellinum í þetta sinn," sagði William Gaillard hjá UEFA.

Sport
Fréttamynd

Tapaði áfrýjun sinni gegn Chelsea

Framherjinn Adrian Mutu tapaði í dag áfrýjun sinni á hendur fyrrum liði sínu Chelsea á Englandi, en hann var rekinn frá félaginu og samningi hans sagt upp í október á síðasta ári, eftir að Rúmeninn varð uppvís að neyslu kókaíns.

Sport
Fréttamynd

Ronaldinho spáir öðru klassísku einvígi

Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona, sem flestir hallast að því að sé besti knattspyrnumaður í heimi, spáir því að viðureign Chelsea og Barcelona í 16-úrslitum meistaradeildarinnar í ár fari á spjöld sögunnar sem klassísk viðureign, rétt eins og rimma þeirra í fyrra sem var sannarlega ógleymanleg.

Sport
Fréttamynd

Við erum með betri hóp en Chelsea

Jose Reyes hjá Arsenal er ekki smeykur fyrir grannaslaginn við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og þó heil sautján stig skilji liðin að í töflunni, segir hann að Arsenal sé með jafn góðann eða betri hóp en meistararnir.

Sport
Fréttamynd

Vill hafa vetrarfrí í úrvalsdeildinni

Mark Hughes, stjóri Blackburn segir að tími sé til kominn að innleiða vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni og segir að álagið á liðin í deildinni sé fáránlegt í kring um hátíðarnar, þar sem hans menn spila meðal annars fjóra leiki á átta dögum.

Sport
Fréttamynd

Artest sektaður

Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers var í gær sektaður um 10.000 dollara fyrir ummæli sín í Indianapolis Star á dögunum, þar sem hann fór fram á að verða skipt frá liði Indiana og sagði liðið betur komið án sín.

Sport
Fréttamynd

Schumacher byrjar vel

Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher er byrjaður að æfa á fullu eftir stutt frí og í gær náði hann frábærum tíma á æfingum á Jerez brautinni á Spáni. "Mér finnst ég mjög ferskur um þessar mundir og ég er ákaflega einbeittur," sagði Schumacher, sem vill eflaust gleyma síðasta ári sem fyrst og einbeita sér að því að komast á meðal þeirra bestu á ný.

Sport