Íþróttir Indiana sigraði LA Clippers Indiana sigraði LA Clippers í nótt 97-75 á heimavelli sínum og færði Clippers fjórða tap sitt í síðustu fimm leikjum sínum. Stephen Jackson var stigahæstur í liði Indiana Pacers með 24 stig, en Elton Brand skoraði 29 stig hjá Clippers. Sport 22.12.2005 13:25 Enn tapar Real Madrid Real Madrid tapaði enn einum leiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gær og þeim fjórða á heimavelli í vetur, þegar liðið lá 2-1 fyrir Racing Santander. Leikmenn Real gengu af velli undir blístri og bauli áhorfenda eins og svo oft áður í vetur, en liðið á litla von um að veita erkifjendum sínum í Barcelona samkeppni um meistaratitlinn ef svo fer sem horfir. Sport 22.12.2005 03:11 Mætast erkifjendurnir í úrslitum á ný? Í gærkvöld var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum enska deildarbikarsins á næsta ári, en Arsenal og Blackburn tryggðu sér bæði sæti í undanúrslitunum með dramatískum hætti í gærkvöld. Ljóst er að stórliðin og erkifjendurnir Manchester United og Arsenal gætu mæst í úrslitum keppninar, því þau sluppu við hvort annað í undanúrslitunum. Sport 22.12.2005 02:51 Haukar fóru létt með HK Haukar báru sigurorð af HK 32-24 í síðasta leik ársins í DHL-deild karla í handknattleik í gærkvöldi, eftir að hafa verið yfir 13-12 í hálfleik. Haukar sitja í öðru sæti deildarinnar ásamt Val, en Fram er í toppsætinu. Deildin hefst ekki að nýju fyrr en í byrjun febrúar, því sem kunnugt er fer Evrópumót landsliða fram í Sviss í janúar. Sport 22.12.2005 02:45 Tottenham kaupir Ron Vlaar frá AZ Alkmaar Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur gengið frá kaupum á hollenska varnarmanninum Ron Vlaar, félaga Grétars Rafns Steinssonar hjá AZ Alkmaar. Vlaar þessi hefur aðeins spilað 11 leiki með AZ það sem af er í vetur, en á að baki tvo landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur að aldri. Kaupverðið er 1,7 milljón punda. Sport 21.12.2005 22:35 Arsenal áfram eftir vítakeppni Arsenal er komið í undanúrslit enska deildarbikarsins eftir að hafa lagt spútniklið Doncaster að velli 5-3 eftir vítakeppni. Almunia markvörður Arsenal tók til sinna ráða í vítakeppninni og varði tvær spyrnur og kom Arsenal áfram. Það eru því Arsenal, Manchester United, Blackburn og Wigan sem eru komin áfram í undanúrslitin, en dregið verður um hvaða lið mætast síðar í kvöld. Sport 21.12.2005 22:29 Gilberto jafnaði á elleftu stundu Brasilíumaðurinn Gilberto tryggði Arsenal vítaspyrnukeppni gegn Doncaster með því að jafna leikinn í 2-2 þegar komið var í uppbótartíma í framlengingu og forðaði þar með liðinu frá skammarlegu tapi, en nú er aðeins vítakeppnin eftir í leiknum, sem sýndur er beint á Sýn Sport 21.12.2005 22:17 Doncaster komið yfir Doncaster var rétt í þessu að ná 2-1 forystu gegn Arsenal undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það var Paul Green sem skoraði mark Doncaster eftir fáránleg varnarmistök Senderos í vörn Arsenal. Sport 21.12.2005 21:59 Framlenging hjá Doncaster og Arsenal Leikur Doncaster og Arsenal er kominn í framlengingu, en Arsenal náði að jafna leikinn á 63. mínútu, þar sem skot liðsins hrökk af varnarmanni og í netið. Paul Dickov skaut Blackburn í undanúrslitin með því að skora sigurmark liðsins gegn Middlesbrough á lokamínútu leiksins. Sport 21.12.2005 21:48 Mark Fish leggur skóna á hilluna Suður-Afríski varnarmaðurinn Mark Fish hjá Charlton hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna aðeins 31 árs gamall vegna þrálátra hnémeiðsla. Fish byrjaði ferilinn í heimalandinu, en fór þaðan til Bandaríkjanna, Ítalíu og endaði svo ferilinn á Englandi. Hann á að baki 62 landsleiki fyrir þjóð sína. Sport 21.12.2005 21:15 Doncaster leiðir í hálfleik gegn Arsenal Kraftaverkalið Doncaster hefur svo sannarlega ekki sagt sitt síðasta í enska deildarbikarnum og liðið hafði yfir 1-0 í hálfleik gegn Arsenal á heimavelli sínum. Staðan í leik Middlesbrough og Blackburn er markalaus í hálfleik. Sport 21.12.2005 21:03 Kirilenko meiddur Rússneski framherjinn Andrei Kirilenko hjá Utah Jazz lék spilaði ekki með liði sínu í nótt vegna bakmeiðsla sem hann hlaut í leik gegn Milwaukee í byrjun vikunnar og verður væntanlega ekki með liðinu í næstu leikjum. Lið Utah hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli í vetur sem og í fyrravetur, en meiðslalisti liðsins hefur verið langur síðan í fyrra haust. Sport 21.12.2005 19:46 Samdi við KR í dag Sóknarmaðurinn skæði, Björgólfur Takefusa sem leikið hefur mðe Fylki síðustu tvö tímabil í Landsbankadeildinni, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Björgólfur sagði það alltaf hafa verið draum sinn að spila með Vesturbæjarliðinu og því sé hann afar ánægður að vera kominn í KR. Sport 21.12.2005 19:38 Sendir Real Madrid tóninn Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderlei Luxemburgo sem látinn var taka pokann sinn hjá Real Madrir á dögunum, segir að hann hefði náð frábærum árangri með liðið ef hann hefði aðeins fengið tíma til að sinna starfi sínu. Sport 21.12.2005 19:27 Get ekki fyrirgefið Di Canio Markvörðurinn Shaka Hislop, fyrrum félagi Paolo di Canio hjá West Ham, segist ekki geta fyrirgefið honum fasistakveðjurnar sem hann hefur stundað í leikjum með liði sínu Lazio á Ítalíu undanfarið, en framkoma Ítalans hefur farið mjög fyrir brjóstið á forráðamönnum deildarinnar. Sport 21.12.2005 19:00 Laugardalsvöllur stækkaður Í dag var undirritaður nýr samningur milli KSÍ og menntamálaráðuneytisins um 200 milljón króna styrk sem renna mun í sjóð vegna stækkunar stúku og annara mannvirkja á Laugardalsvelli, en heildarkostnaður mun nema um 1200 milljónum króna. Sport 21.12.2005 18:49 Fer hugsanlega til Nice í janúar Sóknarmaðurinn Florent Sinama-Pongolle gæti verið á leið til franska liðsins Nice í janúar, en félagið er nú í viðræðum við Liverpool um að fá leikmanninn að láni þegar opnar fyrir félagaskiptagluggann eftir áramótin. Pongolle hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool á þessu tímabili, en hann er aðeins 21 árs gamall. Sport 21.12.2005 18:25 Páll Einarsson í Fylki Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, er genginn í raðir Fylkis í Árbænum og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Þá segir á síðunni að félagið hafi einnig náð samningi við Hermann Aðalgeirsson, sem er ungur leikmaður og kemur frá Húsavík. Sport 21.12.2005 18:36 Ekkert að hugsa um að kaupa leikmenn Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann sé mjög sáttur við þá leikmenn sem hann hefur úr að moða í dag og ætlar ekki að kaupa neina leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar, þó hann missi leikmenn í Afríkukeppnina í nokkrar vikur. Sport 21.12.2005 18:17 Super Aguri væntanlega með 2006 Japanska keppnisliðið Super Aguri verður væntanlega ellefta liðið í keppnum næsta árs í Formúlu 1, eftir að samþykki fékkst frá öllum tíu liðunum í mótinu fyrir þáttöku nýja liðsins. Liðið mun keppa með vélar frá Honda, en það á nú aðeins eftir að hljóta samþykki FIA til að verða með á næsta ári, en hingað til hefur ekki gengið nógu vel að ganga frá fjárhagshliðinni á málinu enda ekkert ódýrt í Formúlu 1. Sport 21.12.2005 17:30 Doncaster - Arsenal í beinni á Sýn Tveir leikir eru á dagskrá í enska deildarbikarnum í kvöld. Doncaster tekur á móti Arsenal og verður sá leikur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:30 og þá mætast úrvalsdeildarliðin Middlesbrough og Blackburn, en sá leikur hefst klukkan 20. Sport 21.12.2005 17:22 Puerta dæmdur í átta ára bann Argentíski tennisleikarinn Mariano Puerta hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi eftir opna franska meistaramótið á árinu. Í blóði hans fundust ólögleg örvandi efni, en þetta var í annað sinn á tveimur árum sem hann fellur á lyfjaprófi og því var refsingin nú jafn hörð og raun bar vitni. Puerta þarf einnig að skila öllum verðlaunum sem hann hefur unnið til síðan á mótinu. Sport 21.12.2005 17:14 Dómurinn stendur Abel Xavier, leikmaður Middlesbrough, þar að una 18 mánaða banninu sem hann var dæmdur í á dögunum eftir að áfrýjun hans var vísað frá í dag. Xavier féll á lyfjaprófi eftir Evrópuleik með liði Boro í haust eftir að í ljós kom að hann hafði notað steralyf. Sport 21.12.2005 16:57 Orðaður við Liverpool Franski varnarmaðurinn Jonhathan Zebina hjá Juventus hefur nú verið orðaður við Liverpool, en þessi 27 ára gamli leikmaður lék áður með Roma og Cagliari. Hann hefur átt fast sæti í franska landsliðinu undanfarið, en það er löngu vitað að Rafa Benitez hjá Liverpool er að leitast við að styrkja vörn liðs síns þó það hafi ekki fengið á sig mörg mörk upp á síðkastið. Sport 21.12.2005 15:33 Vill fara aftur í ensku úrvalsdeildina Varnarjaxlinn Marcel Desailly segist hafa áhuga á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og ljúka ferli sínum með litlu liði. Hann hefur undanfarið spilað í Qatar, en talið er víst að Harry Redknapp, stjóri Portsmouth hafi mikinn áhuga á að fá hinn 37 ára gamla varnarmann til liðs við sig til að reyna að bjarga liðinu frá falli. Sport 21.12.2005 15:24 Sögulegt stórtap hjá Magdeburg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg voru teknir í kennslustund af Kiel í gærkvöldi þegar liðið tapaði 54-34 fyrir toppliðinu á útivelli, en Kiel er ógnarsterkt í ljónagryfunni heimafyrir. Þetta var hæsta markaskor í leik í sögu deildarinnar. Sigfús Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg í leiknum. Sport 21.12.2005 15:57 Fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og fellur því um tvö sæti síðan listinn var birtur síðast og um eitt sæti á árinu. Heims- og Evrópumeistrar Þjóðverja eru sem fyrr í toppstinu og Bandaríkjamenn í öðru sæti. Sport 21.12.2005 14:42 Luque er ekki á förum Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur þvertekið fyrir þær fregnir að sóknarmaðurinn Albert Luque sé á förum aftur heim til Spánar. Hinn 27 ára gamli framherji var keyptur á 9,5 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins spilað örfáa leiki fyrir Newcastle eftir að hann meiddist á læri snemma á leiktíðinni. Sport 21.12.2005 14:32 Mark Wotte orðaður við stjórastöðuna Rupert Lowe, stjórnarformaður Southampton, leitar nú að eftirmanni Harry Redknapp til að taka við liðinu og er tiltölulega óþekktur Hollendingur, Mark Wotte hjá Willem II nú orðaður við stöðuna. Sport 21.12.2005 13:46 Hættið að haga ykkur eins og smákrakkar Íþróttamálaráðherrann í bresku ríkisstjórninni hefur nú skorist í leikinn í deilu þeirra Jose Mourinho og Arsene Wenger, stjóra Chelsea og Arsenal, en um fátt annað hefur verið ritað í blöðum í Bretlandi undanfarna daga en deilu þeirra tveggja, sem ráðherra kallar réttilega sandkassaleik. Sport 21.12.2005 13:35 « ‹ 298 299 300 301 302 303 304 305 306 … 334 ›
Indiana sigraði LA Clippers Indiana sigraði LA Clippers í nótt 97-75 á heimavelli sínum og færði Clippers fjórða tap sitt í síðustu fimm leikjum sínum. Stephen Jackson var stigahæstur í liði Indiana Pacers með 24 stig, en Elton Brand skoraði 29 stig hjá Clippers. Sport 22.12.2005 13:25
Enn tapar Real Madrid Real Madrid tapaði enn einum leiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gær og þeim fjórða á heimavelli í vetur, þegar liðið lá 2-1 fyrir Racing Santander. Leikmenn Real gengu af velli undir blístri og bauli áhorfenda eins og svo oft áður í vetur, en liðið á litla von um að veita erkifjendum sínum í Barcelona samkeppni um meistaratitlinn ef svo fer sem horfir. Sport 22.12.2005 03:11
Mætast erkifjendurnir í úrslitum á ný? Í gærkvöld var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum enska deildarbikarsins á næsta ári, en Arsenal og Blackburn tryggðu sér bæði sæti í undanúrslitunum með dramatískum hætti í gærkvöld. Ljóst er að stórliðin og erkifjendurnir Manchester United og Arsenal gætu mæst í úrslitum keppninar, því þau sluppu við hvort annað í undanúrslitunum. Sport 22.12.2005 02:51
Haukar fóru létt með HK Haukar báru sigurorð af HK 32-24 í síðasta leik ársins í DHL-deild karla í handknattleik í gærkvöldi, eftir að hafa verið yfir 13-12 í hálfleik. Haukar sitja í öðru sæti deildarinnar ásamt Val, en Fram er í toppsætinu. Deildin hefst ekki að nýju fyrr en í byrjun febrúar, því sem kunnugt er fer Evrópumót landsliða fram í Sviss í janúar. Sport 22.12.2005 02:45
Tottenham kaupir Ron Vlaar frá AZ Alkmaar Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur gengið frá kaupum á hollenska varnarmanninum Ron Vlaar, félaga Grétars Rafns Steinssonar hjá AZ Alkmaar. Vlaar þessi hefur aðeins spilað 11 leiki með AZ það sem af er í vetur, en á að baki tvo landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur að aldri. Kaupverðið er 1,7 milljón punda. Sport 21.12.2005 22:35
Arsenal áfram eftir vítakeppni Arsenal er komið í undanúrslit enska deildarbikarsins eftir að hafa lagt spútniklið Doncaster að velli 5-3 eftir vítakeppni. Almunia markvörður Arsenal tók til sinna ráða í vítakeppninni og varði tvær spyrnur og kom Arsenal áfram. Það eru því Arsenal, Manchester United, Blackburn og Wigan sem eru komin áfram í undanúrslitin, en dregið verður um hvaða lið mætast síðar í kvöld. Sport 21.12.2005 22:29
Gilberto jafnaði á elleftu stundu Brasilíumaðurinn Gilberto tryggði Arsenal vítaspyrnukeppni gegn Doncaster með því að jafna leikinn í 2-2 þegar komið var í uppbótartíma í framlengingu og forðaði þar með liðinu frá skammarlegu tapi, en nú er aðeins vítakeppnin eftir í leiknum, sem sýndur er beint á Sýn Sport 21.12.2005 22:17
Doncaster komið yfir Doncaster var rétt í þessu að ná 2-1 forystu gegn Arsenal undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það var Paul Green sem skoraði mark Doncaster eftir fáránleg varnarmistök Senderos í vörn Arsenal. Sport 21.12.2005 21:59
Framlenging hjá Doncaster og Arsenal Leikur Doncaster og Arsenal er kominn í framlengingu, en Arsenal náði að jafna leikinn á 63. mínútu, þar sem skot liðsins hrökk af varnarmanni og í netið. Paul Dickov skaut Blackburn í undanúrslitin með því að skora sigurmark liðsins gegn Middlesbrough á lokamínútu leiksins. Sport 21.12.2005 21:48
Mark Fish leggur skóna á hilluna Suður-Afríski varnarmaðurinn Mark Fish hjá Charlton hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna aðeins 31 árs gamall vegna þrálátra hnémeiðsla. Fish byrjaði ferilinn í heimalandinu, en fór þaðan til Bandaríkjanna, Ítalíu og endaði svo ferilinn á Englandi. Hann á að baki 62 landsleiki fyrir þjóð sína. Sport 21.12.2005 21:15
Doncaster leiðir í hálfleik gegn Arsenal Kraftaverkalið Doncaster hefur svo sannarlega ekki sagt sitt síðasta í enska deildarbikarnum og liðið hafði yfir 1-0 í hálfleik gegn Arsenal á heimavelli sínum. Staðan í leik Middlesbrough og Blackburn er markalaus í hálfleik. Sport 21.12.2005 21:03
Kirilenko meiddur Rússneski framherjinn Andrei Kirilenko hjá Utah Jazz lék spilaði ekki með liði sínu í nótt vegna bakmeiðsla sem hann hlaut í leik gegn Milwaukee í byrjun vikunnar og verður væntanlega ekki með liðinu í næstu leikjum. Lið Utah hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli í vetur sem og í fyrravetur, en meiðslalisti liðsins hefur verið langur síðan í fyrra haust. Sport 21.12.2005 19:46
Samdi við KR í dag Sóknarmaðurinn skæði, Björgólfur Takefusa sem leikið hefur mðe Fylki síðustu tvö tímabil í Landsbankadeildinni, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Björgólfur sagði það alltaf hafa verið draum sinn að spila með Vesturbæjarliðinu og því sé hann afar ánægður að vera kominn í KR. Sport 21.12.2005 19:38
Sendir Real Madrid tóninn Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderlei Luxemburgo sem látinn var taka pokann sinn hjá Real Madrir á dögunum, segir að hann hefði náð frábærum árangri með liðið ef hann hefði aðeins fengið tíma til að sinna starfi sínu. Sport 21.12.2005 19:27
Get ekki fyrirgefið Di Canio Markvörðurinn Shaka Hislop, fyrrum félagi Paolo di Canio hjá West Ham, segist ekki geta fyrirgefið honum fasistakveðjurnar sem hann hefur stundað í leikjum með liði sínu Lazio á Ítalíu undanfarið, en framkoma Ítalans hefur farið mjög fyrir brjóstið á forráðamönnum deildarinnar. Sport 21.12.2005 19:00
Laugardalsvöllur stækkaður Í dag var undirritaður nýr samningur milli KSÍ og menntamálaráðuneytisins um 200 milljón króna styrk sem renna mun í sjóð vegna stækkunar stúku og annara mannvirkja á Laugardalsvelli, en heildarkostnaður mun nema um 1200 milljónum króna. Sport 21.12.2005 18:49
Fer hugsanlega til Nice í janúar Sóknarmaðurinn Florent Sinama-Pongolle gæti verið á leið til franska liðsins Nice í janúar, en félagið er nú í viðræðum við Liverpool um að fá leikmanninn að láni þegar opnar fyrir félagaskiptagluggann eftir áramótin. Pongolle hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool á þessu tímabili, en hann er aðeins 21 árs gamall. Sport 21.12.2005 18:25
Páll Einarsson í Fylki Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, er genginn í raðir Fylkis í Árbænum og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Þá segir á síðunni að félagið hafi einnig náð samningi við Hermann Aðalgeirsson, sem er ungur leikmaður og kemur frá Húsavík. Sport 21.12.2005 18:36
Ekkert að hugsa um að kaupa leikmenn Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann sé mjög sáttur við þá leikmenn sem hann hefur úr að moða í dag og ætlar ekki að kaupa neina leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar, þó hann missi leikmenn í Afríkukeppnina í nokkrar vikur. Sport 21.12.2005 18:17
Super Aguri væntanlega með 2006 Japanska keppnisliðið Super Aguri verður væntanlega ellefta liðið í keppnum næsta árs í Formúlu 1, eftir að samþykki fékkst frá öllum tíu liðunum í mótinu fyrir þáttöku nýja liðsins. Liðið mun keppa með vélar frá Honda, en það á nú aðeins eftir að hljóta samþykki FIA til að verða með á næsta ári, en hingað til hefur ekki gengið nógu vel að ganga frá fjárhagshliðinni á málinu enda ekkert ódýrt í Formúlu 1. Sport 21.12.2005 17:30
Doncaster - Arsenal í beinni á Sýn Tveir leikir eru á dagskrá í enska deildarbikarnum í kvöld. Doncaster tekur á móti Arsenal og verður sá leikur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:30 og þá mætast úrvalsdeildarliðin Middlesbrough og Blackburn, en sá leikur hefst klukkan 20. Sport 21.12.2005 17:22
Puerta dæmdur í átta ára bann Argentíski tennisleikarinn Mariano Puerta hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi eftir opna franska meistaramótið á árinu. Í blóði hans fundust ólögleg örvandi efni, en þetta var í annað sinn á tveimur árum sem hann fellur á lyfjaprófi og því var refsingin nú jafn hörð og raun bar vitni. Puerta þarf einnig að skila öllum verðlaunum sem hann hefur unnið til síðan á mótinu. Sport 21.12.2005 17:14
Dómurinn stendur Abel Xavier, leikmaður Middlesbrough, þar að una 18 mánaða banninu sem hann var dæmdur í á dögunum eftir að áfrýjun hans var vísað frá í dag. Xavier féll á lyfjaprófi eftir Evrópuleik með liði Boro í haust eftir að í ljós kom að hann hafði notað steralyf. Sport 21.12.2005 16:57
Orðaður við Liverpool Franski varnarmaðurinn Jonhathan Zebina hjá Juventus hefur nú verið orðaður við Liverpool, en þessi 27 ára gamli leikmaður lék áður með Roma og Cagliari. Hann hefur átt fast sæti í franska landsliðinu undanfarið, en það er löngu vitað að Rafa Benitez hjá Liverpool er að leitast við að styrkja vörn liðs síns þó það hafi ekki fengið á sig mörg mörk upp á síðkastið. Sport 21.12.2005 15:33
Vill fara aftur í ensku úrvalsdeildina Varnarjaxlinn Marcel Desailly segist hafa áhuga á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og ljúka ferli sínum með litlu liði. Hann hefur undanfarið spilað í Qatar, en talið er víst að Harry Redknapp, stjóri Portsmouth hafi mikinn áhuga á að fá hinn 37 ára gamla varnarmann til liðs við sig til að reyna að bjarga liðinu frá falli. Sport 21.12.2005 15:24
Sögulegt stórtap hjá Magdeburg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg voru teknir í kennslustund af Kiel í gærkvöldi þegar liðið tapaði 54-34 fyrir toppliðinu á útivelli, en Kiel er ógnarsterkt í ljónagryfunni heimafyrir. Þetta var hæsta markaskor í leik í sögu deildarinnar. Sigfús Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg í leiknum. Sport 21.12.2005 15:57
Fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og fellur því um tvö sæti síðan listinn var birtur síðast og um eitt sæti á árinu. Heims- og Evrópumeistrar Þjóðverja eru sem fyrr í toppstinu og Bandaríkjamenn í öðru sæti. Sport 21.12.2005 14:42
Luque er ekki á förum Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur þvertekið fyrir þær fregnir að sóknarmaðurinn Albert Luque sé á förum aftur heim til Spánar. Hinn 27 ára gamli framherji var keyptur á 9,5 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins spilað örfáa leiki fyrir Newcastle eftir að hann meiddist á læri snemma á leiktíðinni. Sport 21.12.2005 14:32
Mark Wotte orðaður við stjórastöðuna Rupert Lowe, stjórnarformaður Southampton, leitar nú að eftirmanni Harry Redknapp til að taka við liðinu og er tiltölulega óþekktur Hollendingur, Mark Wotte hjá Willem II nú orðaður við stöðuna. Sport 21.12.2005 13:46
Hættið að haga ykkur eins og smákrakkar Íþróttamálaráðherrann í bresku ríkisstjórninni hefur nú skorist í leikinn í deilu þeirra Jose Mourinho og Arsene Wenger, stjóra Chelsea og Arsenal, en um fátt annað hefur verið ritað í blöðum í Bretlandi undanfarna daga en deilu þeirra tveggja, sem ráðherra kallar réttilega sandkassaleik. Sport 21.12.2005 13:35