Íþróttir

Fréttamynd

Heiðar í byrjunarliðinu gegn Man Utd

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem mætir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn er nýhafinn. Louis Saha er í byrjunarliði Man Utd og því að leika gegn sínum gömlu félögum frá London.

Sport
Fréttamynd

Nígería í undanúrslit

Nígeríumenn voru rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu með því að sigra ríkjandi Afríkumeistara Túnis í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og ekkert var skorað í framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Lítt þekktur kylfingur fer á kostum

Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið.

Sport
Fréttamynd

750 krakkar á handboltamóti

Handboltamót fyrir yngstu handboltamenn landsins stendur nú yfir í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Ákamótið er nú haldið í 10. sinn en það er HK í Kópavogi sem heldur mótið sem kennt er við Þorvarð Áka Eiríksson sem var fyrsti formaður félagsins. 750 krakkar úr 78 liðum taka þátt í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ívar og Jói Kalli í byrjunarliðum

Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester City sem mætir Wolves í ensku Championship deildinni (B-deild) í fótbolta í dag en hefur nú lokið við að taka út tveggja leikja bann. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem heimsækir Crewe en Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading.

Sport
Fréttamynd

Frakkar í úrslit

Frakkar leika til úrslita á HM í handbolta en þeir lögðu Króata í undanúrslitum í dag með 6 marka mun, 29-23. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Frakka sem mæta annað hvort Dönum eða Spánverjum í úrslitaleiknum á morgun en þau lið mætast nú kl. 16.

Sport
Fréttamynd

Grönholm með forystu í Svíþjóð

Finnski ökuþórinn, Markus Grönholm, hafði nauma forystu eftir keppni gærdagsins í sænska rallinu. Norðmaðurinn Petter Solberg sem sigraði í þessu ralli fyrir tveimur árum er aðeins í 18. sæti. Sænska rallið er eina vetrarrallið og norrænir ökumenn hafa þar oft haft betur í baráttu við þá sem eru sérfræðingar á malbikuðum vegum.

Sport
Fréttamynd

Charlotte lagði Lakers

Að venju var leikið í NBA deildinni í körfbolta í Bandaríkjunum í nótt og ber þar hæst tap LA Lakers fyrir Charlotte Bobcats, 112,-102. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en hann skoraði ekkert í síðasta leikhlutanum. Jumaine Jones setti prsónulegt stigamet þegar hann gerði 31 stig fyrir Charlotte en fyrir leikinn höfðu Bobcats tapað 13 leikjum í röð.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar í 5. sæti

Þjóðverjar höfnuðu í 5. sæti á Evrópumóti landsliða í handbolta í Sviss en þeir sigruðu Rússa í leik um sætið í dag, 32-30. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Rússa. Nú eigast við Króatar og Frakkar í fyrri undanúrslitaleik mótsins og er staðan í hálfleik 12-10 fyrir Frakka. Síðar í dag mætast svo Danir og Spánverjar í hinum undanúrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Egyptar í undanúrslit

Egyptar tryggðu sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu með auðveldum 4-1 sigri á Kongó og mætir liðið því Senegal í undanúrslinunum. Senegalar lögðu Gíneumenn fyrr í gær.

Sport
Fréttamynd

Viggó að hætta

Viggó Sigurðsson gæti hafa stýrt íslenska handboltalandsliðinu í síðasta leik sínum gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Sviss í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Viggó hafi sagt upp samningi sínum fyrir áramót og hætti 1. apríl. Viggó segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé óánægður með launakjör sín, starfsumhverfi og að hægt sé að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara.

Sport
Fréttamynd

Miami - Cleveland á Sýn

Körfuboltaaðdáendur fá eitthvað fyrir sinn snúð í sjónvarpinu í kvöld, því klukkan 23 verður Sýn með upptöku frá leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers sem fram fór liðna nótt og klukkan 01:30 verður svo bein útsending frá leik Houston Rockets og Seattle Supersonics á NBA TV.

Sport
Fréttamynd

Fleiri hallast að sigri Pittsburgh

Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á sunnudagskvöldið þar sem Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks leiða saman hesta sína í Detroit.

Sport
Fréttamynd

Loeb saxar á forskot Grönholm

Marcus Grönholm á Ford heldur naumri tíu sekúndna forystu í sænska rallinu eftir fyrsta keppnisdag, en heimsmeistarinn Sebastien Loeb tapaði nokkrum tíma vegna klaufaskapar, en hann lokaði vélarhlífinni ekki nógu vel á bíl sínum með þeim afleiðingum að hún opnaðist á miðri sérleið og tafði hann um dýrmætan tíma.

Sport
Fréttamynd

Haukar fá erlendan leikmann

Körfuknattleikslið Hauka hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann að nafni Bojan Bojovic. Hann er 203 cm á hæð, vegur 105 kíló og kemur frá Serbíu. Bojovic hefur spilað í Bosníu undanfarið og vonir standa til að hann verði klár í slaginn í næsta leik Hauka sem er gegn KR.

Sport
Fréttamynd

Ensku liðin vilja fá Beckham

Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að ensk lið bíði í röðum með að fá enska landsliðsmanninn David Beckham úr röðum spænska liðsins, en segir ekki á döfinni að selja leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Alda Leif í stjörnuleikinn í Hollandi

Körfuboltakonan Alda Leif Jónsdóttir sem leikur með hollenska liðinu Den Helder, hefur verið valin í stjörnuleikinn þar í landi af þjálfurum í deildinni. Alda er lykilkona í liði sínu sem er efst og taplaust í deildinni eftir 12 umferðir, en hún er ein fjögurra stúlkna úr liði Den Helder sem valdar voru í stjörnuliðið.

Sport
Fréttamynd

Dæmdur í eins leiks bann

Vængmaðurinn knái, Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, var í dag dæmdur til að greiða sekt og taka út eins leiks bann í Meistaradeild Evrópu fyrir að senda stuðningsmönnum Benfica í heimalandi hans fingurinn í leik liðanna í Meistaradeildinni í haust. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins greindi frá þessu í dag og hefur leikmaðurinn frest fram yfir helgi til að svara dómnum.

Sport
Fréttamynd

Rauða spjald Johnson stendur

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Birmingham vegna rauða spjaldsins sem Damien Johnson fékk að líta í leiknum við Liverpool á miðvikudagskvöldið. Johnson fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu sína á Daniel Agger, en Steve Bruce og félögum þótti þetta umdeild ákvörðun.

Sport
Fréttamynd

Senegal í undanúrslit

Senegalar tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Egyptalandi þegar liðið lagði Gíneu 3-2, eftir að hafa verið undir í hálfleik. Þeir Papa Bouba Diop hjá Fulham og Henri Camara hjá Wigan voru á skotskónum fyrir Senegala í leiknum. Leikur heimamanna og Kongó er nýhafinn og þar er staðan 0-0.

Sport
Fréttamynd

27 milljóna hagnaður hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands skilaði hagnaði upp á 27 milljónir króna á árinu 2005. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag þar sem lagðir voru fram ársreikningar sambandsins. Þar kom í ljós að heildartekjur KSÍ voru 462,2 milljónir króna á síðasta ári og er eigið fé sambandsins í árslok tæpar 200 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

Ólafur hrifinn af Strand

Norskir fjölmiðlar halda skiljanlega ekki vatni yfir landsliðsmanninum Kjetil Strand, sem setti nýtt Evrópumótsmet í gær þegar hann skoraði 19 mörk í leiknum gegn Íslendingum í milliriðli. Á heimasíðu norska blaðsins VG er haft eftir Ólafi Stefánssyni að Strand sé nógu góður til að spila með liði í spænska eða þýska handboltanum.

Sport
Fréttamynd

Onouha úr leik

Hinn ungi og efnilegi bakvörður Nedum Onouha hjá Manchester City getur ekki spilað meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Onouha er í U-21 árs landsliði Englendinga og þykir eitthvert mesta efni á Bretlandseyjum. "Ég er mjög vonsvikinn fyrir hans hönd, en hann er ungur og jafnar sig fljótt," sagði Stuart Pearce, stjóri City.

Sport
Fréttamynd

Þorvaldur Makan í Val

Þorvaldur Makan hefur gengið til liðs við Valsmenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hann lék áður með Fram og KA. Þorvaldur tók sér frí frá knattspyrnuiðkun í nokkurn tíma vegna meiðsla, en hefur nú ákveðiði að snúa til baka og spila með Valsmönnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag.

Sport
Fréttamynd

Lauren frá út tímabilið

Varnarmaðurinn Lauren hjá Arsenal leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Í fyrstu var talið að Kamerúninn yrði frá í um einn mánuð vegna meiðslanna, en síðar kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var og því hefur hann nú gengist undir aðgerð sem hefur bundið enda á tímabilið hjá honum.

Sport
Fréttamynd

Enginn Detroit-leikmaður í byrjunarliði

Nú hefur verið tilkynnt hvaða leikmenn skipa byrjunarlið Austur- og Vesturstrandar í árlegum Stjörnuleik í NBA deildinni, en hann fer fram í 55. skipti þann 19. febrúar. Leikurinn verður háður í Houston-borg að þessu sinni og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Hansen í forystu í Dubai

Danski kylfingurinn Anders Hansen er kominn með tveggja högga forystu eftir aðra umferð á Dubai Classic mótinu í golfi í dag. Hansen lék hringinn á 63 höggum og er nú á 13 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fjórum öðrum í öðru sætinu á 11 undir pari, en hann sló tvisvar í vatn á hringnum, en náði engu að síður fjórum fuglum og einum erni.

Sport
Fréttamynd

Wenger hefur áhyggjur af Campbell

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann hafi áhyggjur af varnarmanni liðsins Sol Campbell og segist hreint ekki vita hvenær hann muni sjá hann næst. Campbell virðist hafa farið í þunglyndiskast eftir að eiga mjög dapran dag í tapinu gegn West Ham á miðvikudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Grönholm byrjar vel

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford byrjar vel í Svíþjóðarrallinu sem nú stendur yfir. Grönholm hefur 19 sekúndna forskot á heimsmeistarann Sebastien Loeb á Citroen sem er í öðru sæti, en landi Grönholm Mikko Hirvonen er þriðji. Grönholm sigraði í fyrst keppni ársins í Monte Carlo fyrir hálfum mánuði.

Sport
Fréttamynd

Spilar ekki aftur fyrir Viggó Sigurðsson

Vilhjálmur Halldórsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður danska liðsins Skjærn, segist aldrei ætla að spila aftur undir stjórn Viggós Sigurðssonar eftir að þeir áttu hreint ekki í skap saman á EM í Sviss. Þetta kemur fram í viðtali við staðarblað í Danmörku í dag.

Sport