Íþróttir

Fréttamynd

Lehmann sigurviss

Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segist viss um að sitt lið hafi alla burði til að leggja Liverpool á Anfield í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en Liverpool hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í deildinni í vetur.

Sport
Fréttamynd

Styttist í endurkomu Fortune

Miðjumaðurinn Quinton Fortune hjá Manchester United er nú óðum að ná heilsu eftir löng og erfið hnémeiðsli og búist er við því að hann spili leik með varaliði félagsins á allra næstu vikum.

Sport
Fréttamynd

Ég er ekki á leið til Milan

Markaskorarinn Ruud Van Nistelrooy hefur blásið á sögusagnir sem eru á kreiki á Ítalíu þess efnis að hann gangi til liðs við AC Milan í sumar þar sem félagið sé á höttunum eftir hollenskum þjálfara til að taka við af Carlo Ancelotti.

Sport
Fréttamynd

Andy Cole meiddur

Framherjinn Andy Cole hjá Manchester City er meiddur á hné og verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð. Cole hlaut meiðslin seint í leiknum gegn Charlton um helgina og þurfti að fara af leikvelli. Stuart Pearce segist ekki hissa á meiðslum Cole, þau séu aðeins í takt við það sem verið hefur hjá liði sínu á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Leikjaniðurröðun klár

Nú er búið að tilkynna leikjaniðurröðun hjá íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu fyrir undankeppni EM í ár og á næsta ári. Fyrsti leikurinn verður gegn Norður-Írum í Belfast þann 2. september í haust, en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Dönum fjórum dögum síðar.

Sport
Fréttamynd

Cleveland stöðvaði San Antonio

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers stöðvuðu sigurgöngu San Antonio í nótt með 101-87 sigri á heimavelli sínum. James fór á kostum og skoraði 44 stig í leiknum, en Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst hjá liði San Antonio sem greinilega var þreytt eftir erfiðan leik kvöldið áður.

Sport
Fréttamynd

Toney vill berjasti við Lewis

Hnefaleikarinn James Toney segist þess fullviss að hann geti lokkað fyrrum heimsmeistarann Lennox Lewis til að taka hanskana fram að nýju til að berjast við sig ef hann nær að vinna Hasim Rahman í titilbardaga þeirra í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Butt biðst afsökunar

Miðjumaðurinn Nicky Butt hjá Birmingham hefur beðið stjóra sinn og félaga sína í liðinu afsökunar eftir að hann rauk heim til sín í fýlu í gærkvöldi eftir að í ljós kom að hann yrði ekki í leikmannahópi liðsins gegn West Ham. Birmingham tapaði leiknum 3-0 og segir Steve Bruce knattspyrnustjóri liðsins að hann ætli sér að tala við Butt og leysa málið innanhúss.

Sport
Fréttamynd

Paletta til Liverpool

Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Paletta hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Liverpool og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Paletta þessi verður tvítugur eftir nokkra daga og hefur verið fastamaður í yngri liðum Argentínu. Hann kemur frá liði Banfield í heimalandi sínu.

Sport
Fréttamynd

Ívar aftur í landsliðið

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Trinidad og Tobago í London þann 28. febrúar næstkomandi, en þetta verður fyrsti landsleikur íslenska liðsins undir hans stjórn. Auk Ívars eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, Emil Hallfreðsson og Grétar Ólafur Hjartarson valdir í hóp Eyjólfs.

Sport
Fréttamynd

Afskrifar annað sætið

Arsene Wenger hefur útilokað að lið hans nái að vera með í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni eftir tapið gegn Liverpool á Anfield í gærkvöldi. Hann vill þó meina að sínir menn muni gera harða atlögu að 3-4 sætinu og er viss um að liðið nái sér á strik fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Jafnteflið var okkur í hag

Steve Coppell, stjóri Reading, var ánægður með 1-1 jafnteflið við Sheffield United í toppslag ensku 1. deildarinnar í gær og segir það sínum mönnum í hag. Ívar Ingimarsson var að venju í vörn Reading í leiknum, en liðið hefur áfram 12 stiga forystu í deildinni og virðist á góðri leið með að tryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Hughes frá út tímabilið

Skotbakvörðurinn Larry Hughes hjá Cleveland Cavaliers verður frá keppni það sem eftir lifir tímabilsins eftir að hafa gengist undir aðra aðgerð sína á stuttum tíma vegna fingurbrots. Fyrir skömmu kom í ljós að fyrri aðgerðin hafði ekki tekist sem skildi og því er ljóst að hann missir úr aðrar 8-10 vikur.

Sport
Fréttamynd

Mosley þrýstir á keppnisliðin

Max Mosley hefur nú gefið það út að keppnisliðin sem enn hafi ekki skuldbundið sig lengur en til ársins 2007 verði gefinn mánaðarfrestur til að semja eftir sérstakan fund sem haldinn verður í næsta mánuði - ella verði þeim gert að hætta keppni.

Sport
Fréttamynd

Bjartsýnir á að halda King

Forráðamenn Tottenham Hotspurs eru bjartsýnir á að varnarmaðurinn Ledley King skrifi undir nýjan samning við félagið fljótlega þó enn sé mikið eftir af núverandi samningi hans sem rennur ekki út fyrr en árið 2008.

Sport
Fréttamynd

Cleveland - San Antonio í beinni á miðnætti

Hann verður ekki af verri endanum sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV á Digital Ísland, því þar mætast Cleveland Cavaliers og meistarar San Antonio Spurs og hefst leikurinn á slaginu tólf á miðnætti.

Sport
Fréttamynd

West Ham - Birmingham í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar West Ham tekur á móti Birmingham á heimavelli sínum Upton Park. West Ham hefur verið á mikilli siglingu í deildinni undanfarið, hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni og sjö alls í öllum keppnum.

Sport
Fréttamynd

Miami - Detroit endursýndur í dag

Rétt er að minna aðdáendur NBA körfuboltans á að leikur Miami Heat og Detroit Pistons frá í gærkvöldi er endursýndur á Sýn nú klukkan 18:30, en leikurinn var gríðarlega skemmtilegur á að horfa. Dwayne Wade leikmaður Miami fór á kostum í leiknum og skoraði 37 stig, flest þeirra á lokakaflanum sem var frábær skemmtun.

Sport
Fréttamynd

Reyes óbrotinn

Jose Antonio Reyes, leikmaður Arsenal, er ekki jafn mikið meiddur og óttast var í fyrstu eftir að hann lenti í harðri tæklingu í leiknum gegn Bolton um helgina. Óttast var að Reyes væri fótbrotinn, en nú er komið í ljós að hann er aðeins illa marinn. Hann setur stefnuna á að vera búinn að ná sér fyrir leik Arsenal og Real Madrid þann 21. febrúar.

Sport
Fréttamynd

Benitez mjög óhress með dómgæslu

Rafa Benitez, stjóri Liverpool er mjög ósáttur við misræmi í dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og segir að ef svo fari sem horfi, muni bestu leikmenn úrvalsdeildarinnar missa af HM í sumar vegna meiðsla eftir þær hörðu tæklingar sem dómarar séu farnir að horfa framhjá.

Sport
Fréttamynd

KR tapaði fyrir Tromsö

KRingar biðu lægri hlut gegn norska liðinu Tromsö 1-0 á æfingamóti í fótbolta sem haldið er á La Manga á Spáni þessa dagana. Ásamt KR og Tromsö leika á mótinu rússneska liðið Krylya Sovetov og norska íslendingaliðið Brann. Næsti leikur hjá KR er á fimmtudaginn.

Sport
Fréttamynd

Stjórarnir vilja vinnufrið

Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Napoli

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska liðinu Napoli töpuðu fyrir Reggio Emilia 90-81 um helgina. Jón skoraði 9 stig í leiknum. Jakob Sigurðarson og félagar í Leverkusen unnu mikilvægan sigur á Karlsruhe 78-72 í botnbaráttunni í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði Jakob 14 stig í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Newcastle í viðræðum við Hitzfeld

Nýjustu fréttir frá Englandi herma að forráðamenn Newcastle séu í viðræðum við fyrrum þjálfara Bayern Munchen, Ottmar Hitzfeld, um að taka við stöðu knattspyrnustjóra í stað Graeme Souness sem rekinn var á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Níundi sigur San Antonio í röð

Meistarar San Antonio Spurs unnu sinn níunda leik í NBA í nótt þegar liðið skellti Indiana á útivelli 92-88. Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio, en Stephen Jackson skoraði 17 stig fyrir Indiana.

Sport
Fréttamynd

Dwayne Wade skaut Detroit í kaf

Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Miami - Detroit í beinni á Sýn

Stórleikur Miami Heat og Detroit Pistons er nú nýhafinn og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn þar sem þeir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson fara á kostum í lýsingum sínum. Miami hefur ekki gengið vel gegn bestu liðum deildarinnar í vetur og vill því eflaust ná að leggja efsta lið deildarinnar í leik kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Valencia lagði Barcelona

Valencia vann í kvöld góðan sigur á meisturum Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu 1-0. Það var David Villa sem skoraði sigurmark Valencia skömmu fyrir lok fyrri hálfleik eftir skelfileg mistök markvarðar Barcelona. Með sigrinum lyfti Valencia sér í annað sæti deildarinnar og er nú aðeins 6 stigum frá toppliðinu Barcelona.

Sport
Fréttamynd

Juventus að stinga af

Meistarar Juventus tóku stórt skref í titilvörn sinni í ítölsku A-deildinni í kvöld þegar liðið lagði Inter Milan á útivelli 2-1 í stórleik helgarinnar sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn Extra. Zlatan Ibrahimovic kom Juve yfir í leiknum, en eftir að Walter Samuel jafnaði leikinn í síðari hálfleiknum, skoraði Alessandro del Piero sigurmark Tórínóliðsins fimm mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Nýtt samningstilboð á borðinu

Forráðamenn Manchester City gáfu það út nú í kvöld að nýtt og endurbætt samningstilboð væri nú á borðinu fyrir miðjumanninn unga Joey Barton, sem fór einmitt á kostum í sigri liðsins á Charlton í dag. Barton móðgaðist og fór fram á að verða settur á sölulista hjá félaginu þegar hann sá fyrra tilboð félagsins.

Sport