Íþróttir

Fréttamynd

Kveðjuleikur Önnu Maríu í kvöld

Í kvöld er einn leikur á dagská í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar Keflvíkingar taka á móti Breiðablik á heimavelli sínum. Leikurinn verður kveðjuleikur sigursælustu körfuboltakonu landsins, Önnu Maríu Sveinsdóttur.

Sport
Fréttamynd

Scott í eins leiks bann

Melvin Scott, leikmaður úrvalsdeildarliðs KR í körfubolta hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik KRing og Hamars/Selfoss síðastliðinn fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

Peter Osgood látinn

Knattspyrnuhetjan Peter Osgood sem gerði garðinn frægan hjá Chelsea á árum áður lést í dag, 59 ára að aldri. Osgood hné niður þar sem hann var viðstaddur jarðarför og lést í sjúkrabifreiðinni á leið á sjúkrahús. Osgood var á sínum tíma sterkur framherji og hjálpaði m.a. Chelsea að vinna enska bikarinn og Evrópukeppni bikarhafa í byrjun áttunda áratugarins.

Sport
Fréttamynd

Bætt afkoma hjá City

Knattspyrnufélagið Manchester City horfir fram á bjartari tíma eftir að afkoma félagsins á síðustu 6 mánuðum sýndi ágætan gróða sem að mestu má rekja til sölunnar á Shaun Wright-Phillips. Þá hefur launakostnaður dregist mikið saman hjá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Englendingar taka vel á kynþáttafordómum

Spænsku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa bent á að spænsk knattspyrnuyfirvöld ættu að taka sér ensku úrvalsdeildina til fyrirmyndar þegar kemur að því að taka á kynþáttafordómum í deildarkeppninni á Spáni, en áhorfendur þar í landi voru enn í fréttunum um helgina vegna kynþáttafordóma.

Sport
Fréttamynd

Vonar að áhorfendur bauli ekki á Neville

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins, vonar að áhorfendur á Anfield muni ekki baula á Gary Neville leikmann Manchester United þegar Englendingar taka á móti Úrúgvæ í æfingaleik í kvöld. Neville er ekki vinsælasti maðurinn hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að hann fagnaði marki United fyrir framan þá í leik liðanna um daginn.

Sport
Fréttamynd

Hinrich með stórleik

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago Bulls lagði Minnesota Timberwolves 111-100 á heimavelli sínum, en sigurinn var kostnaðarsamur þar sem liðið missti tvo menn útaf meidda eftir samstuð.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Trinidad

Íslenska landsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá fyrsta leik sínum undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Trinidad og Tobago í vináttuleik sem fram fór á Loftus Road í Lundúnum. Það var gamla hetjan Dwight Yorke sem skoraði bæði mörk Trinidad, sitt í hvorum hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Flensburg lagði Kiel

Flensburg vann í kvöld frækinn sigur á Kiel í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta 32-28, en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel sem er sannkölluð ljónagryfja og fáheyrt er að liðið tapi þar leik. Þetta var fyrri viðureign liðanna og hin síðari fer fram um helgina.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Kostic í fyrsta leik

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs tapaði illa 4-0 fyrir Skotum í fyrsta leik sínum undir stjórn Lúkasar Kostic í kvöld. Íslenska liðið fékk á sig mark strax í byrjun leiks og var undir 3-0 í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Trinidad komið í 2-0

Dwight Yorke er búinn að skora öðru sinni fyrir Trinidad og Tobago gegn Íslendingum í æfingaleik liðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 54. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á íslensku varnarmennina fyrir að bregða sóknarmanni Trinidad inni í teig í skyndisókn.

Sport
Fréttamynd

HK lagði Selfoss

HK lagði Selfoss 37-28 í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Leikurinn fór fram í Digranesi. Elías Halldórsson var markahæstur í liði HK með 11 mörk, en Vladimir Duvic skoraði 13 mörk fyrir Selfyssinga.

Sport
Fréttamynd

Trinidad leiðir í hálfleik

Staðan í leik Íslands og Trinidad er 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í æfingaleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Dwight Yorke, sem skoraði markið eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hefur alls ekki náð sér á strik í hálfleiknum og má þakka fyrir að vera aðeins einu marki undir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Trinidad komið yfir

Framherjinn magnaði Dwight Yorke hefur komið liði Trinidad og Tobago yfir gegn Íslendingum í landsleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 10. mínútu eftir að íslenska liðinu mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá markinu og Yorke var ekki í neinum vandræðum með að hamra knöttinn efst í markhornið framhjá Árna Gauti Arasyni.

Sport
Fréttamynd

Carrick byrjar gegn Úrúgvæ

Miðjumaðurinn Michael Carrick frá Tottenham verður í byrjunarliði Englands í æfingaleiknum við Úrúgvæ annað kvöld í stað Frank Lampard sem er meiddur á læri. Þá mun framherji Charlton Darren Bent byrja í framlínunni ásamt Wayne Rooney. Wayne Bridge mun leysa Ashley Cole af í stöðu vinstri bakvarðar.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðið gegn Skotum

Byrjunarlið U21 árs landsliðs karla sem mætir Skotum í kvöld hefur verið tilkynnt en þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lúkasar Kostic. Leikurinn hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma og fer fram á Firhill leikvangnum í Glasgow.

Sport
Fréttamynd

Jörundur velur hópinn

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna hefur tilkynnt íslenska hópinn sem fer til Englands og mætir þar heimamönnum í vináttuleik á Carrow Road, heimavelli NOrwich þann 9. mars næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Á batavegi eftir meiðslin

Momo Sissoko leikmaður Liverpool er á batavegi eftir meiðslin sem hann hlaut í Meistaradeildarleiknum gegn Benfica fyrir réttri viku. Sissoko meiddist illa á auga en alltaf berast betri og betri tíðindi af Malíbúanum.

Sport
Fréttamynd

Ballack til Chelsea?

Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um að Chelsea sé að undibúa stórt samningstilboð handa Michael Ballack hjá Bayern Munchen, en hann verður samningslaus í sumar. Leikmaðurinn sjálfur, sem og umboðsmaður hans vilja þó ekkert kannast við þessar fréttir.

Sport
Fréttamynd

Bent fær tækifæri

Sven-Göran Eriksson hefur látið í veðri vaka að Darren Bent, sóknarmaður Charlton, fái tækifæri með enska landsliðinu á morgun þegar liðið spilar æfingaleik við Úrúgvæ. Þá er búist við að Steven Gerrard verði í byrjunarliðinu og spili í það minnsta 45 mínútur, þrátt fyrir að Rafa Benitez segi hann þurfa hvíld.

Sport
Fréttamynd

Enn meiðist Ashley Cole

Varnarmaðurinn Ashley Cole mun ekki snúa aftur í lið Arsenal á næstunni eftir að hann varð fyrir því óláni að snúa sig á ökkla í leik með varaliði félagsins í gær. Talið er að Cole verði í það minnsta þrjár vikur að jafna sig af meiðslunum, en hann hefur ekki spilað með aðalliðinu síðan í haust vegna fótbrots og meiðsla á læri.

Sport
Fréttamynd

Emil og Helgi í byrjunarliði

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Trinidad í kvöld. Þeir Emil Hallfreðsson og Helgi Valur Daníelsson fá í fyrsta sinn tækifæri í byrjunarliðinu. Leikurinn fer fram á Loftus Road í London og hefst klukkan 19:30. Sýn verður með beina útsendingu frá leiknum.

Sport
Fréttamynd

Ekki liðtækur í heimanáminu

Knattspyrnuhetjan David Beckham ætti líklega að halda sig við knattspyrnuiðkun á meðan hann hefur tök á því ef marka má grein í breska blaðinu Mail on Sunday, því þar kemur fram að Beckham treysti sér ekki til að hjálpa syni sýnum Brooklin við heimanámið. Brooklyn er sex ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Florentino Perez segir af sér

Florentino Perez, forseti Real Madrid, sagði af sér í kvöld og mun fyrrum Fernando Martin, fyrrum aðstoðarforseti félagsins taka við embætti hans. Real hefur ekki unnið titil síðan 2003 í stjórnartíð Perez, sem þótti réttast að segja af sér þar sem árangurinn hefur verulega látið á sér standa undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Hefði gengið af velli með Eto´o

Brasilíumaðurinn Ronaldinho segir að ef félagi hans Samuel Eto´o hjá Barcelona hefði látið verða af því að ganga af velli í leiknum gegn Real Zaragoza um helgina, hefði hann sjálfur farið með honum. Ronaldinho fordæmir harðlega þá kynþáttafordóma sem viðgangast í spænska boltanum og segir tíma til kominn til að binda enda á þá.

Sport
Fréttamynd

Frakkar sigruðu í Mexíkó

Frakkar voru sigursælir í Mexíkókappakstrinum í A1 í gær þegar Alexandre Primat sigraði tvöfalt í keppninni, bæði í sprettinum og aðalkeppninni. Frakkar eru því komnir með 31 stigs forystu á Svisslendinga í mótinu. Þá komust Bretar upp fyrir Brasilíumenn í þriðja sæti stigakeppninnar.

Sport
Fréttamynd

Del Horno fær eins leiks bann

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur tilkynnt að Asier del Horno, varnarmaður Chelsea, fái aðeins eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Barcelona í síðustu viku, í stað þriggja leikja banns eins og venja er. Þetta þýðir að Del Horno gæti spilað með Chelsea strax í átta liða úrslitum keppninar ef liðinu tekst að slá Barcelona út.

Sport
Fréttamynd

Því fleiri leikir, því betra

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segist fagna því að spila sem allra flesta leiki og gefur lítið út á þær skoðanir manna að leikjaálagið á Englandi muni koma niður á landsliðinu á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Semur við Adidas

Knattspyrnusamband Trinidad og Tobago skrifaði nýlega undir fjögurra ára samning við íþróttavörurisann Adidas um að hann yrði aðalstyrktaraðili liðsins á næstu fjórum árum.

Sport