Sport

Hefði gengið af velli með Eto´o

Ronaldinho er búinn að fá nóg af kynþáttafordómum í spænska boltanum
Ronaldinho er búinn að fá nóg af kynþáttafordómum í spænska boltanum NordicPhotos/GettyImages

Brasilíumaðurinn Ronaldinho segir að ef félagi hans Samuel Eto´o hjá Barcelona hefði látið verða af því að ganga af velli í leiknum gegn Real Zaragoza um helgina, hefði hann sjálfur farið með honum. Ronaldinho fordæmir harðlega þá kynþáttafordóma sem viðgangast í spænska boltanum og segir tíma til kominn til að binda enda á þá.

"Ég hefði gengið af velli með Samuel ef hann hefði kosið að gera það, því framkoma áhorfendanna var fyrir neðan allar hellur. Það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu og útrýma svona hegðun hjá fólki. Ég reyndi að róa Samuel og segja honum að hann væri meiri maður en þessir vitleysingar sem höguðu sér svona og vona að sú staðreynd að hann hótaði að ganga af velli verði til þess að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það byrjar með svona vitleysisgang." sagði Ronaldinho.

Stór hópur áhorfenda gaf frá sér apahljóð í hvert skipti sem Eto´o snerti boltann í leiknum og þeirra varð vart þegar Ronaldinho tók vítaspyrnu sína í leiknum og þegar leikmennirnir gengu af velli í leikslok. Áhorfendur þessir virtust ekki hafa áhyggjur af að móðga sína eigin leikmenn með apahljóðum sínum, því nokkrir leikmenn Zaragoza eru einnig dökkir á hörund eins og Eto´o benti réttilega á með látbragði sínu meðan á leik stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×