Íþróttir

Fréttamynd

Johnson þjálfari ársins

Nú hefur verið staðfest að Avery Johnson hjá Dallas Mavericks hafi verið kjörinn þjálfari ársins í NBA deildinni. Johnson hafði nokkra yfirburði í valinu og hlaut 419 atkvæði, þar af 63 í fyrsta sæti. Mike D´Antoni hjá Phoenix varð annar í valinu með 247 atkvæði (27 í fyrsta sæti) og Flip Saunders hjá Detroit Pistons varð þriðji með 233 (18 í fyrsta sæti) stig.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Madrigal

Staðan í hálfleik hjá Villarreal og Arsenal í síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinnar er 0-0. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í fyrri hálfleik en ekki tekist að skora markið nauðsynlega. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Leggur skóna á hilluna eftir HM

Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid staðfesti í samtali við Canal+ í dag að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Hinn 33ja ára gamli Zidane hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í allan vetur og ætlar að láta HM verða sitt síðasta verkefni, þar sem hann fer fyrir sterku liði Frakka.

Sport
Fréttamynd

Þjálfaraleitin er skrípaleikur

Graham Taylor segir að leit enska knattspyrnusambandsins að eftirmanni Sven-Göran Eriksson sé hreinn og klár skrípaleikur. Taylor stýrði enska landsliðinu á árunum 1990-1993 og á ekki til orð yfir vinnubrögðum sambandsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Við gleymumst fljótt ef við náum ekki í úrslit

Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme hjá Villarreal segir að sínir menn verði að leggja Arsenal að velli í kvöld og komast í úrslitaleik meistaradeildarinnar ef þeir ætli sér að láta muna eftir árangri sínum í keppninni. Hann segir að knattspyrnuheimurinn verði fljótur að gleyma afrekum liðsins í vetur ef því tekst ekki að vinna sér sæti í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmenn West Ham ósáttir

Stuðningsmenn West Ham eru afar óhressir þessa dagana en útlit er fyrir að þeir fái ekki úthlutað nema 23.500 miðum á úrslitaleikinn gegn Liverpool sem fram fer á Þúsaldarvellinum í Cardiff, á meðan Liverpool fær úthlutað 48.000 miðum. West Ham hefur fengið mun fleiri miða á leikina í umferðunum fram að úrslitaleiknum og útlit er fyrir að fjöldi stuðningsmanna liðsins þurfi að sætta sig við að sitja heima.

Sport
Fréttamynd

Ronaldinho orðinn tekjuhæstur

Franska blaðið France Football greindi frá því í gær að brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona væri búinn að toppa sjálfan David Beckham og væri orðinn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims.

Sport
Fréttamynd

Opna Reykjavíkurmeistaramótið, skráning hefst á miðvikudag

Opna Reykjavíkurmeistaramótið verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 10.-14. maí. Mótið er World Ranking mót og er keppt skv. FIPO reglum. Íþróttadeild Fáks áskilur sér rétt til að fella niður þær greinar sem ekki fæst næg þátttaka í. Þeir keppendur sem hafa skráð sig í viðkomandi grein verða færðir upp um flokk eða flokka.

Sport
Fréttamynd

Héraðssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum í Hafnarfirði

Héraðssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum í Hafnarfirði hefst 15. maí og stendur til 26. maí. Ef þátttaka verður minni eða meiri en búist er við getur þurft að fækka eða fjölga dögum. Þurfi að bæta við dögum verður þeim bætt framan við. Dæmt verður frá mánudegi til fimmtudags en yfirlitssýning á föstudögum rétt eins og verið hefur undanfarin vor.

Sport
Fréttamynd

Stórsýning Hestastamanna 5. og 6. mai

Stórsýning hestamanna verður haldin helgina 5. og 6. mai í Reiðhöllinni í Víðidal. Miðasala hefst laugardaginn 29. apríl milli klukkan 10 og 14. Það er óhætt að segja að þessi sýning verði áhugaverð því þarna verður Ormur frá Dallandi, Leiknir frá Vakurstöðum, Hlýr frá Vatnsleysu, Sefja frá Úlfljótsvatni og á föstudeginum verður sölusýning fyrir þá sem vantar gæðing, en hún verður haldin á milli klukkan 18 og 20.

Sport
Fréttamynd

Ivey verður áfram hjá Íslandsmeisturnum

Leikstjórnandinn knái Jeb Ivey mun spila áfram með Njarðvíkingum næsta vetur en hann hefur gengið frá eins árs framlengingu á samningi sínum. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. Ivey hefur um árabil verið einn allra besti leikmaður Iceland Express deildarinnar og eru þetta því góð tíðindi fyrir Íslandsmeistarana.

Sport
Fréttamynd

Hatton valdi rangan andstæðing

Luiz Collazo, andstæðingur breska hnefaleikarans Ricky Hatton, segir að hann hafi gert stór mistök þegar hann samþykkti að mæta sér í hringnum í Boston þann 13. maí. Hatton ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunm og ákvað að þyngja sig til að mæta hinum örvhenta Collazo.

Sport
Fréttamynd

Forráðamenn Wimbledon íhaldssamir

Nokkur óánægja hefur gripið um sig í tennisheiminum eftir að forráðamenn Wimbledon-mótsins fræga neituðu að jafna verðlaunafé í karla- og kvennaflokki, en karlarnir fá enn og aftur hærri upphæð fyrir sigur á mótinu í ár eins og verið hefur. Wimbledon er eina mótið sem enn fylgir þessari gömlu hefð, en sigurvegarinn í karlaflokki hlýtur 655.000 pund í verðlaun - en konurnar fá 625.000 pund.

Sport
Fréttamynd

Grótta verður með karlalið á næsta ári

Handknattleiksdeild Gróttu hefur ákveðið að tefla fram karlaliði á Íslandsmótinu í handbolta á næsta ári og mun senda lið til keppni í 2. deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag. Liðið mun verða byggt upp á leikmönnum 2. flokks félagsins og verður því stýrt af Guðmundi Árna Sigfússyni.

Sport
Fréttamynd

Verður Johnson þjálfari ársins?

Nokkur dagblöð í Dallas og nágrenni segjast í dag hafa heimildir fyrir því að Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks, verði í kvöld útnefndur þjálfari ársins í NBA deildinni. Johnson stýrði Dallas til 60 sigra í deildarkeppninni í vetur og hefur enginn þjálfari í sögu deildarinnar átt betri byrjun. Johnson tók við liðinu af Don Nelson í fyrra og stýrði liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum í febrúar.

Sport
Fréttamynd

Hefur miklar áhyggjur af meiðslum

Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson segist hafa miklar áhyggjur af miklum meiðslum í herbúðum enska landsliðsins. Læknir landsliðsins þvælist nú frá einu liði til annars í ensku úrvalsdeildinni og metur ástand leikmanna undir lok tímabilsins á Englandi.

Sport
Fréttamynd

HM fer fram alla vikuna í Skautahöllinni í Laugardal

Þó að íshokkí sé tiltölulega ný íþróttagrein á Íslandi, og aðstæðurnar ekki verið upp á marga fiska þar til fyrir skömmu, hefur Íslendingum fleygt fram í íþróttinni enda metnaðarfullt og duglegt fólk sem stendur á bak við starfsemi íþróttarinnar.

Sport
Fréttamynd

Skussarnir verðlaunaðir

Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun.

Sport
Fréttamynd

Stórskytta til ÍBV?

Kvennalið ÍBV í handboltanum hefur átt í viðræðum við rúmensku stórskyttuna Alinu Petrache um að hún gangi til liðs við Eyjaliðið á næstu leíktíð. Petrache þessi leikur með Constanta og fór mikinn í tveimur leikjum liðsins gegn Valsstúlkum í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Eigum við ekki bara að tala íslensku?

Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala.

Sport
Fréttamynd

Miami og Clippers í góðri stöðu

Miami Heat og LA Clippers eru komin í góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir sigra í gær. Miami Heat lagði Chicago 115-108 og náði 2-0 forystu í einvíginu eins og LA Clippers gegn Denver eftir 98-87 sigur á heimavelli í gær.

Sport
Fréttamynd

Wenger er hræsnari

Manuel Pellegrini, þjálfari Villarreal, lyfti orðastríðinu fyrir leik sinna manna gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld í nýjar hæðir í morgun með því að kalla Arsene Wenger, stjóra Arsenal, hræsnara.

Sport
Fréttamynd

Mun hitta sérfræðing

Forráðamenn Newcastle ætla að láta Kieron Dyer hitta sérfræðing í Bandaríkjunum til að vera öruggir um að hann verði klár í slaginn á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Liðið nú er jafngott og liðið 1966

Wayne Rooney, sóknarmaður Man. Utd. og enska landsliðsins, segir að núverandi landsliðshópur Englands sé ekki síðri en sá sem varð heimsmeistari árið 1966.

Sport
Fréttamynd

Fulham lagði Wigan

Fulham tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lagði baráttuglaða nýliða Wigan á heimavelli sínum 1-0. Það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og máttu heimamenn teljast heppnir að sleppa frá leiknum með stigin þrjú. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt útaf á 72. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Úrslit Opna töltmóts hestamannafélagsins Hornfirðings

Opið töltmót hestamannafélagsins Hornfirðings og SpHorn fór fram í blíðskaparveðri við Stekkhól sl laugardag. Þáttaka var góð í mótinu og menn flestir ágætlega ríðandi. Dómarar á mótinu voru Sigríkur Jónsson, Svanhildur Hall og Magnús Lárusson.

Sport
Fréttamynd

Fulham yfir gegn Wigan

Heiðar Helguson og félagar í Fulham hafa yfir 1-0 gegn Wigan í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni þegar flautað hefur verið til leikhlés á Craven Cottage. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í kvöld en það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins rétt áður en flautað var til hlés. Fulham tryggir formlega veru sína í úrvalsdeild með sigri í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Artest og Haslem í bann

Ron Artest hjá Sacramento Kings og Udonis Haslem hjá Miami Heat voru í dag dæmdir í eins leiks bann af aganefnd NBA deildarinnar eftir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur í fyrstu leikjum liða sinna í úrslitakeppninni. Annar leikur Miami Heat og Chicago Bulls verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í nótt.

Sport
Fréttamynd

Tainio meiddur

Finnski baráttuhundurinn Teemu Tainio hjá Tottenham gæti misst af tveimur síðustu leikjum liðsins í tímabilinu, en grunur leikur á um að hann sé tábrotinn eftir viðureignina við Arsenal á laugardaginn. Tottenham er í nokkuð miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna fyrir tvo síðustu leikina í deildinni, en ef liðið vinnur þá báða tryggir það sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili - nema Arsenal vinni meistaradeildina í vor.

Sport
Fréttamynd

Nadal lagði Federer

Spænski táningurinn Rafael Nadal vann um helgina það afrek að sigra efsta tennisleikara heims Roger Federer í úrslitum opna meistaramótsins í Monte Carlo. Nadal hafði sigur í þremur settum gegn einu, 6-1, 6-7, 6-3 og 7-6. Leikurinn fór fram á malarvelli, en þar er Nadal nær ósigrandi. Þetta var aðeins annað tap Federer á árinu og komu þau bæði gegn hinum 19 ára gamla Spánverja.

Sport