Íþróttir

Fréttamynd

Nash verðmætasti leikmaðurinn

Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi.

Sport
Fréttamynd

Ég hef aldrei lent í öðru eins

Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham ætlar að kyngja þeim bitra bita að liðið missti af Meistaradeildarsæti vegna matareitrunar, þegjandi og hljóðalaust. Tottenham tapaði fyrir West Ham, 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og Arsenal hrifsaði af nágrönnum sínum fjórða sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Wigan.

Sport
Fréttamynd

Valur meistari meistaranna

Bikarmeistarar Vals urðu í kvöld meistarar meistaranna í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Íslandsmeistara FH, 1-0 í Kaplakrika. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu eftir eitilharðan undirbúning Ara Skúlasonar.

Sport
Fréttamynd

Podolski á leið til Bayern Munchen

Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Borgvardt lagði upp mark Bryne

Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds.

Sport
Fréttamynd

Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi

Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Sir Alex gengst við vandræðasögum af Ruud

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd viðurkenndi opinberlega eftir sigurleikinn gegn Charlton í dag að Ruud van Nistelrooy hafi verið til vandræða undanfarna daga. Ruud strunsaði á brott frá Old Trafford 3 klukkutímum fyrir leikinn í dag og var ekki í leikmannahópnum.

Sport
Fréttamynd

Hammarby missti toppsætið í Svíþjóð

Sex Íslendingar komu við sögu þegar 7. umferð hófst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn og Pétur Marteinsson síðari hálfleikinn með Hammarby sem missti toppsætið með stórtapi fyrir Kalmar, 4-1.

Sport
Fréttamynd

Haukar mæta Fylki í úrslitunum

Það verða Haukar sem leika til úrslita gegn Fylki í deildarbikarkeppni karla í handbolta en Hafnfirðingar lögðu Val með 5 marka mun, 32-27 að Ásvöllum nú undir kvöldið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir Val. Guðmundur Pedersen var markahæstur Hauka með 6 mörk en Mohamadi Loutoufi hjá Val með 7 mörk. Haukar unni því einvígið við Val, 2-1.

Sport
Fréttamynd

Ruud strunsaði í burtu og var ekki með

Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

FC København Danmerkurmeistari

FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992.

Fótbolti
Fréttamynd

Heiðar tryggði Fulham 12. sætið

Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Markið tryggði Fulham 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 48 stig.

Sport
Fréttamynd

Arsenal hreppti fjórða sætið

Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Svíar slátruðu Portúgölum

Sænska kvennalandsliðið valtaði yfir Portúgal, 5-1 í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM 2007 sem fram fer í Kína. Svíar eru efstir í riðlinum með 13 stig eftir fimm leiki á undan Tékklandi og Íslandi sem eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Portúgalar sitja hins vegar á borninum án stiga.

Sport
Fréttamynd

Titilbaráttan enn opin á Ítalíu

Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina.

Sport
Fréttamynd

Haukar taka á móti Val í dag

Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki.

Sport
Fréttamynd

FH og Valur mætast í kvöld

Hinn árlegi leikur meistara meistaranna í fótboltanum fer fram í kvöld. Þá keppa Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Miðaverð verður 1000 kr. fyrir 17. ára og eldri, 300 kr. fyrir 11-16 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri.

Sport
Fréttamynd

Eiður ekki í hópnum hjá Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem heimsækir Newcastle í lokaumferðinni í ensku knattspyrnunni í dag en allir leikirnir hófust nú kl. 14. Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Middlesborough en Hermann Hreiðarsson er í leikbanni hjá Charlton sem er í heimsókn á Old Trafford hjá Man Utd.

Sport
Fréttamynd

Juventus getur tryggt sér titilinn í dag

Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið.

Sport
Fréttamynd

De la Hoya lagði Mayorga

Oscar de la Hoya vann í gærkvöldi heimsmeistaratitil WBC sambandsins í léttmmillivigt þegar hann sigraði Ricardo Mayorga í hnefaleikabardaga í Las Vegas. Bardaginn var stöðvaður þegar 30 sekúndur voru búnar af 6.lotu.

Sport
Fréttamynd

Annar sigur Schumacher í röð

Michael Schumacher á Ferrari sigraði Þýskalandskappaksturinn í Formúlu 1 í Nürburgring í dag og landaði þar með sínum öðrum sigri í röð. Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault varð annar og Felipe Massa á Ferrari varð þriðji en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í Formúlu 1.

Sport
Fréttamynd

Leikur West Ham og Tottenham fer fram í dag

Leikur West Ham og Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verður háður á fyrirhuguðum tíma eða kl. 14 í dag þrátt fyrir að sjö af leikmönnum Tottenham séu með matareitrun. Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en mikill vafi lék á því nú í hádeginu að leikurinn gæti farið fram.

Sport
Fréttamynd

Phoenix sló út Lakers

Phoenix Suns tryggði sér í nótt, gegn öllum líkum, farseðilinn í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta þegar liðið vann stórsigur á L.A. Lakers, 121-90. Þetta var sjöundi leikurinn í rimmu liðanna sem endaði 4-3 fyrir Suns sem vann þrjá síðustu leikina og varð aðeins áttunda liðið í sögu NBA til þess að komast áfram eftir að hafa lent 1-3 undir.

Sport
Fréttamynd

Sjö leikmenn Tottenham með matareitrun

Flest bendir til þess að leik West Ham og Tottenham sem fram á að fara í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag verði frestað en sjö af leikmönnum Tottenham eru taldir vera með matareitrun. Beðið er nánari frétta af framvindu mála í herbúðum Tottenham sem ætti að liggja fyrir innan skamms en fulltrúar frá úrvalsdeildinni eru væntanlegir á hótelið þar sem liðið dvelur.

Sport
Fréttamynd

Enn eitt tímabil vonbrigða hjá Man Utd

Sóknarmaðurinn Ruud van Nistelrooy segir í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United í dag að þetta tímabil hafi verið enn ein vonbrigðin fyrir félagið. Þrátt fyrir að liðið hafi landað deildarbikarnum í ár segir Ruud að annað sætið í deildinni muni ekki einu sinni ná að breiða yfir það sem hann kallar óásættanlegan árangur.

Sport
Fréttamynd

Mourinho í Brasilíu

Heimsókn Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea niður til Brasilíu á fimmtudag hefur valdið heilmiklu fjaðrafoki í knattspyrnuheiminum. Mourinho var viðstaddur stórleik brasilíska liðsins Corinthians og argentínska stórliðsins River Plate í suður-ameríkubikarnum. Altalað er um að hann hafi verið að fylgjast með eftirsóttasta sóknarmanni álfunnar, hinum argentínska Carlos Tevez sem leikur með Corinthians.

Sport
Fréttamynd

Notts County hársbreidd frá falli í utandeildina

Guðjón Þórðarson var aðeins hársbreidd frá því að falla niður í ensku utandeildina í knattspyrnu með lið sitt Notts County í dag en lokaumferð deildarinnar var leikin í dag. Liðið bjargaði sér frá falli úr 2. deild með því að gera 2-2 jafntefli við Bury sem náði 2-0 forystu í leiknum. Þess í stað féll Stockford úr deildinni með jafnmörg stig og Notts County sem hefur betri markatölu.

Sport
Fréttamynd

Bo van Pelt með forystu

Bandaríkjamaðurinn, Bo van Pelt, hefur forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður Karolínu. Hann hefur þriggja högga forystu á landa sinn, Jim Furyk. Það var leiðindaveður á Quail Hollow-vellinum í gær og 74 kylfingar náðu ekki að ljúka hringnum.

Sport
Fréttamynd

Ísland lagði Hvít-Rússa í Minsk

Ísland lagði Hvít-Rússa, 1-2 í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna nú rétt í þessu en leikurinn fór fram í Minsk. Ísland komst yfir á 27. mínútu með marki Katrínar Jónsdóttur eftir hornspyrnu og Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi. Heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar.

Sport
Fréttamynd

Bayern Munchen þýskur meistari

Jafntefli gegn Kaiserslautern dugði Bayern Munchen til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í knattspyrnu í dag. Helstu keppinautarnir, Hamburg SV töpuðu 4-2 á útivelli á sama tíma gegn Hertha Berlin og eru 6 stigum á eftir Bayern þegar ein umferð er eftir. Þetta er 20. meistaratitill Bayern Munchen.

Sport