Íþróttir Nash verðmætasti leikmaðurinn Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Sport 8.5.2006 00:37 Ég hef aldrei lent í öðru eins Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham ætlar að kyngja þeim bitra bita að liðið missti af Meistaradeildarsæti vegna matareitrunar, þegjandi og hljóðalaust. Tottenham tapaði fyrir West Ham, 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og Arsenal hrifsaði af nágrönnum sínum fjórða sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Wigan. Sport 7.5.2006 23:10 Valur meistari meistaranna Bikarmeistarar Vals urðu í kvöld meistarar meistaranna í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Íslandsmeistara FH, 1-0 í Kaplakrika. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu eftir eitilharðan undirbúning Ara Skúlasonar. Sport 7.5.2006 21:25 Podolski á leið til Bayern Munchen Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn. Sport 7.5.2006 20:12 Borgvardt lagði upp mark Bryne Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds. Sport 7.5.2006 19:43 Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok. Sport 7.5.2006 19:24 Sir Alex gengst við vandræðasögum af Ruud Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd viðurkenndi opinberlega eftir sigurleikinn gegn Charlton í dag að Ruud van Nistelrooy hafi verið til vandræða undanfarna daga. Ruud strunsaði á brott frá Old Trafford 3 klukkutímum fyrir leikinn í dag og var ekki í leikmannahópnum. Sport 7.5.2006 18:55 Hammarby missti toppsætið í Svíþjóð Sex Íslendingar komu við sögu þegar 7. umferð hófst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn og Pétur Marteinsson síðari hálfleikinn með Hammarby sem missti toppsætið með stórtapi fyrir Kalmar, 4-1. Sport 7.5.2006 18:06 Haukar mæta Fylki í úrslitunum Það verða Haukar sem leika til úrslita gegn Fylki í deildarbikarkeppni karla í handbolta en Hafnfirðingar lögðu Val með 5 marka mun, 32-27 að Ásvöllum nú undir kvöldið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir Val. Guðmundur Pedersen var markahæstur Hauka með 6 mörk en Mohamadi Loutoufi hjá Val með 7 mörk. Haukar unni því einvígið við Val, 2-1. Sport 7.5.2006 17:51 Ruud strunsaði í burtu og var ekki með Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu. Sport 7.5.2006 17:18 FC København Danmerkurmeistari FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992. Fótbolti 7.5.2006 16:59 Heiðar tryggði Fulham 12. sætið Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Markið tryggði Fulham 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 48 stig. Sport 7.5.2006 16:17 Arsenal hreppti fjórða sætið Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Sport 7.5.2006 16:05 Svíar slátruðu Portúgölum Sænska kvennalandsliðið valtaði yfir Portúgal, 5-1 í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM 2007 sem fram fer í Kína. Svíar eru efstir í riðlinum með 13 stig eftir fimm leiki á undan Tékklandi og Íslandi sem eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Portúgalar sitja hins vegar á borninum án stiga. Sport 7.5.2006 15:37 Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30 Haukar taka á móti Val í dag Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki. Sport 7.5.2006 15:04 FH og Valur mætast í kvöld Hinn árlegi leikur meistara meistaranna í fótboltanum fer fram í kvöld. Þá keppa Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Miðaverð verður 1000 kr. fyrir 17. ára og eldri, 300 kr. fyrir 11-16 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri. Sport 7.5.2006 14:17 Eiður ekki í hópnum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem heimsækir Newcastle í lokaumferðinni í ensku knattspyrnunni í dag en allir leikirnir hófust nú kl. 14. Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Middlesborough en Hermann Hreiðarsson er í leikbanni hjá Charlton sem er í heimsókn á Old Trafford hjá Man Utd. Sport 7.5.2006 14:09 Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46 De la Hoya lagði Mayorga Oscar de la Hoya vann í gærkvöldi heimsmeistaratitil WBC sambandsins í léttmmillivigt þegar hann sigraði Ricardo Mayorga í hnefaleikabardaga í Las Vegas. Bardaginn var stöðvaður þegar 30 sekúndur voru búnar af 6.lotu. Sport 7.5.2006 13:59 Annar sigur Schumacher í röð Michael Schumacher á Ferrari sigraði Þýskalandskappaksturinn í Formúlu 1 í Nürburgring í dag og landaði þar með sínum öðrum sigri í röð. Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault varð annar og Felipe Massa á Ferrari varð þriðji en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í Formúlu 1. Sport 7.5.2006 14:35 Leikur West Ham og Tottenham fer fram í dag Leikur West Ham og Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verður háður á fyrirhuguðum tíma eða kl. 14 í dag þrátt fyrir að sjö af leikmönnum Tottenham séu með matareitrun. Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en mikill vafi lék á því nú í hádeginu að leikurinn gæti farið fram. Sport 7.5.2006 13:08 Phoenix sló út Lakers Phoenix Suns tryggði sér í nótt, gegn öllum líkum, farseðilinn í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta þegar liðið vann stórsigur á L.A. Lakers, 121-90. Þetta var sjöundi leikurinn í rimmu liðanna sem endaði 4-3 fyrir Suns sem vann þrjá síðustu leikina og varð aðeins áttunda liðið í sögu NBA til þess að komast áfram eftir að hafa lent 1-3 undir. Sport 7.5.2006 12:45 Sjö leikmenn Tottenham með matareitrun Flest bendir til þess að leik West Ham og Tottenham sem fram á að fara í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag verði frestað en sjö af leikmönnum Tottenham eru taldir vera með matareitrun. Beðið er nánari frétta af framvindu mála í herbúðum Tottenham sem ætti að liggja fyrir innan skamms en fulltrúar frá úrvalsdeildinni eru væntanlegir á hótelið þar sem liðið dvelur. Sport 7.5.2006 12:27 Enn eitt tímabil vonbrigða hjá Man Utd Sóknarmaðurinn Ruud van Nistelrooy segir í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United í dag að þetta tímabil hafi verið enn ein vonbrigðin fyrir félagið. Þrátt fyrir að liðið hafi landað deildarbikarnum í ár segir Ruud að annað sætið í deildinni muni ekki einu sinni ná að breiða yfir það sem hann kallar óásættanlegan árangur. Sport 6.5.2006 17:24 Mourinho í Brasilíu Heimsókn Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea niður til Brasilíu á fimmtudag hefur valdið heilmiklu fjaðrafoki í knattspyrnuheiminum. Mourinho var viðstaddur stórleik brasilíska liðsins Corinthians og argentínska stórliðsins River Plate í suður-ameríkubikarnum. Altalað er um að hann hafi verið að fylgjast með eftirsóttasta sóknarmanni álfunnar, hinum argentínska Carlos Tevez sem leikur með Corinthians. Sport 6.5.2006 17:03 Notts County hársbreidd frá falli í utandeildina Guðjón Þórðarson var aðeins hársbreidd frá því að falla niður í ensku utandeildina í knattspyrnu með lið sitt Notts County í dag en lokaumferð deildarinnar var leikin í dag. Liðið bjargaði sér frá falli úr 2. deild með því að gera 2-2 jafntefli við Bury sem náði 2-0 forystu í leiknum. Þess í stað féll Stockford úr deildinni með jafnmörg stig og Notts County sem hefur betri markatölu. Sport 6.5.2006 17:56 Bo van Pelt með forystu Bandaríkjamaðurinn, Bo van Pelt, hefur forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður Karolínu. Hann hefur þriggja högga forystu á landa sinn, Jim Furyk. Það var leiðindaveður á Quail Hollow-vellinum í gær og 74 kylfingar náðu ekki að ljúka hringnum. Sport 6.5.2006 16:32 Ísland lagði Hvít-Rússa í Minsk Ísland lagði Hvít-Rússa, 1-2 í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna nú rétt í þessu en leikurinn fór fram í Minsk. Ísland komst yfir á 27. mínútu með marki Katrínar Jónsdóttur eftir hornspyrnu og Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi. Heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Sport 6.5.2006 15:51 Bayern Munchen þýskur meistari Jafntefli gegn Kaiserslautern dugði Bayern Munchen til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í knattspyrnu í dag. Helstu keppinautarnir, Hamburg SV töpuðu 4-2 á útivelli á sama tíma gegn Hertha Berlin og eru 6 stigum á eftir Bayern þegar ein umferð er eftir. Þetta er 20. meistaratitill Bayern Munchen. Sport 6.5.2006 15:49 « ‹ 217 218 219 220 221 222 223 224 225 … 334 ›
Nash verðmætasti leikmaðurinn Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Sport 8.5.2006 00:37
Ég hef aldrei lent í öðru eins Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham ætlar að kyngja þeim bitra bita að liðið missti af Meistaradeildarsæti vegna matareitrunar, þegjandi og hljóðalaust. Tottenham tapaði fyrir West Ham, 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og Arsenal hrifsaði af nágrönnum sínum fjórða sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Wigan. Sport 7.5.2006 23:10
Valur meistari meistaranna Bikarmeistarar Vals urðu í kvöld meistarar meistaranna í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Íslandsmeistara FH, 1-0 í Kaplakrika. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu eftir eitilharðan undirbúning Ara Skúlasonar. Sport 7.5.2006 21:25
Podolski á leið til Bayern Munchen Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn. Sport 7.5.2006 20:12
Borgvardt lagði upp mark Bryne Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds. Sport 7.5.2006 19:43
Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok. Sport 7.5.2006 19:24
Sir Alex gengst við vandræðasögum af Ruud Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd viðurkenndi opinberlega eftir sigurleikinn gegn Charlton í dag að Ruud van Nistelrooy hafi verið til vandræða undanfarna daga. Ruud strunsaði á brott frá Old Trafford 3 klukkutímum fyrir leikinn í dag og var ekki í leikmannahópnum. Sport 7.5.2006 18:55
Hammarby missti toppsætið í Svíþjóð Sex Íslendingar komu við sögu þegar 7. umferð hófst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn og Pétur Marteinsson síðari hálfleikinn með Hammarby sem missti toppsætið með stórtapi fyrir Kalmar, 4-1. Sport 7.5.2006 18:06
Haukar mæta Fylki í úrslitunum Það verða Haukar sem leika til úrslita gegn Fylki í deildarbikarkeppni karla í handbolta en Hafnfirðingar lögðu Val með 5 marka mun, 32-27 að Ásvöllum nú undir kvöldið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir Val. Guðmundur Pedersen var markahæstur Hauka með 6 mörk en Mohamadi Loutoufi hjá Val með 7 mörk. Haukar unni því einvígið við Val, 2-1. Sport 7.5.2006 17:51
Ruud strunsaði í burtu og var ekki með Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu. Sport 7.5.2006 17:18
FC København Danmerkurmeistari FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992. Fótbolti 7.5.2006 16:59
Heiðar tryggði Fulham 12. sætið Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Markið tryggði Fulham 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 48 stig. Sport 7.5.2006 16:17
Arsenal hreppti fjórða sætið Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Sport 7.5.2006 16:05
Svíar slátruðu Portúgölum Sænska kvennalandsliðið valtaði yfir Portúgal, 5-1 í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM 2007 sem fram fer í Kína. Svíar eru efstir í riðlinum með 13 stig eftir fimm leiki á undan Tékklandi og Íslandi sem eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Portúgalar sitja hins vegar á borninum án stiga. Sport 7.5.2006 15:37
Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30
Haukar taka á móti Val í dag Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki. Sport 7.5.2006 15:04
FH og Valur mætast í kvöld Hinn árlegi leikur meistara meistaranna í fótboltanum fer fram í kvöld. Þá keppa Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Miðaverð verður 1000 kr. fyrir 17. ára og eldri, 300 kr. fyrir 11-16 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri. Sport 7.5.2006 14:17
Eiður ekki í hópnum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem heimsækir Newcastle í lokaumferðinni í ensku knattspyrnunni í dag en allir leikirnir hófust nú kl. 14. Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Middlesborough en Hermann Hreiðarsson er í leikbanni hjá Charlton sem er í heimsókn á Old Trafford hjá Man Utd. Sport 7.5.2006 14:09
Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46
De la Hoya lagði Mayorga Oscar de la Hoya vann í gærkvöldi heimsmeistaratitil WBC sambandsins í léttmmillivigt þegar hann sigraði Ricardo Mayorga í hnefaleikabardaga í Las Vegas. Bardaginn var stöðvaður þegar 30 sekúndur voru búnar af 6.lotu. Sport 7.5.2006 13:59
Annar sigur Schumacher í röð Michael Schumacher á Ferrari sigraði Þýskalandskappaksturinn í Formúlu 1 í Nürburgring í dag og landaði þar með sínum öðrum sigri í röð. Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault varð annar og Felipe Massa á Ferrari varð þriðji en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í Formúlu 1. Sport 7.5.2006 14:35
Leikur West Ham og Tottenham fer fram í dag Leikur West Ham og Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verður háður á fyrirhuguðum tíma eða kl. 14 í dag þrátt fyrir að sjö af leikmönnum Tottenham séu með matareitrun. Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en mikill vafi lék á því nú í hádeginu að leikurinn gæti farið fram. Sport 7.5.2006 13:08
Phoenix sló út Lakers Phoenix Suns tryggði sér í nótt, gegn öllum líkum, farseðilinn í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta þegar liðið vann stórsigur á L.A. Lakers, 121-90. Þetta var sjöundi leikurinn í rimmu liðanna sem endaði 4-3 fyrir Suns sem vann þrjá síðustu leikina og varð aðeins áttunda liðið í sögu NBA til þess að komast áfram eftir að hafa lent 1-3 undir. Sport 7.5.2006 12:45
Sjö leikmenn Tottenham með matareitrun Flest bendir til þess að leik West Ham og Tottenham sem fram á að fara í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag verði frestað en sjö af leikmönnum Tottenham eru taldir vera með matareitrun. Beðið er nánari frétta af framvindu mála í herbúðum Tottenham sem ætti að liggja fyrir innan skamms en fulltrúar frá úrvalsdeildinni eru væntanlegir á hótelið þar sem liðið dvelur. Sport 7.5.2006 12:27
Enn eitt tímabil vonbrigða hjá Man Utd Sóknarmaðurinn Ruud van Nistelrooy segir í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United í dag að þetta tímabil hafi verið enn ein vonbrigðin fyrir félagið. Þrátt fyrir að liðið hafi landað deildarbikarnum í ár segir Ruud að annað sætið í deildinni muni ekki einu sinni ná að breiða yfir það sem hann kallar óásættanlegan árangur. Sport 6.5.2006 17:24
Mourinho í Brasilíu Heimsókn Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea niður til Brasilíu á fimmtudag hefur valdið heilmiklu fjaðrafoki í knattspyrnuheiminum. Mourinho var viðstaddur stórleik brasilíska liðsins Corinthians og argentínska stórliðsins River Plate í suður-ameríkubikarnum. Altalað er um að hann hafi verið að fylgjast með eftirsóttasta sóknarmanni álfunnar, hinum argentínska Carlos Tevez sem leikur með Corinthians. Sport 6.5.2006 17:03
Notts County hársbreidd frá falli í utandeildina Guðjón Þórðarson var aðeins hársbreidd frá því að falla niður í ensku utandeildina í knattspyrnu með lið sitt Notts County í dag en lokaumferð deildarinnar var leikin í dag. Liðið bjargaði sér frá falli úr 2. deild með því að gera 2-2 jafntefli við Bury sem náði 2-0 forystu í leiknum. Þess í stað féll Stockford úr deildinni með jafnmörg stig og Notts County sem hefur betri markatölu. Sport 6.5.2006 17:56
Bo van Pelt með forystu Bandaríkjamaðurinn, Bo van Pelt, hefur forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður Karolínu. Hann hefur þriggja högga forystu á landa sinn, Jim Furyk. Það var leiðindaveður á Quail Hollow-vellinum í gær og 74 kylfingar náðu ekki að ljúka hringnum. Sport 6.5.2006 16:32
Ísland lagði Hvít-Rússa í Minsk Ísland lagði Hvít-Rússa, 1-2 í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna nú rétt í þessu en leikurinn fór fram í Minsk. Ísland komst yfir á 27. mínútu með marki Katrínar Jónsdóttur eftir hornspyrnu og Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi. Heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Sport 6.5.2006 15:51
Bayern Munchen þýskur meistari Jafntefli gegn Kaiserslautern dugði Bayern Munchen til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í knattspyrnu í dag. Helstu keppinautarnir, Hamburg SV töpuðu 4-2 á útivelli á sama tíma gegn Hertha Berlin og eru 6 stigum á eftir Bayern þegar ein umferð er eftir. Þetta er 20. meistaratitill Bayern Munchen. Sport 6.5.2006 15:49
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent