Viðskipti Bakkavör stærst í kældum matvælum Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Stærsta lýsisverksmiðja í heimi Lýsi hf. tók í dag í notkun verksmiðju sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Níutíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins eru flutt út. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Disney dreifir Latabæ í Evrópu Forsvarsmenn Latabæjar og Disney-samsteypunnar skrifuðu í dag undir samning um rétt til að sýna Latabæjarþættina í Frakklandi, á Ítalíu og á Spáni. Enn er ekki ákveðið hvenær næsta þáttaröð verður framleidd. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Meiri halli á vöruskiptum Fyrstu fjóra mánuði ársins var mun meira flutt inn til landsins en frá því og var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um sextán milljarða króna, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Á sama tímabili í fyrra var hallinn á vöruskiptum hins vegar 3,4 milljarðar. Í prósentum jókst hallinn tæplega fjórfalt. Vöruskiptin í apríl voru óhagstæð um 4,4 milljarða króna, sem er mikil breyting frá apríl árið 2004 þegar hallinn var 2,9 milljarðar á föstu gengi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Kærum Kers og Olís vísað frá Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kærum Kers og Olís vegna þeirrar ákvörðunar Samkeppnisstofnunar að veita Landssambandi íslenskra útvegsmanna aðgang að upplýsingum tengdum samráði olíufélaganna sem áður höfðu verið felldar úr úrskurði samkeppnisráðs vegna trúnaðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Lyfjasala undir væntingum Sala á lyfjum frá Actavis stóð ekki undir væntingum á fyrsta fjórðungi ársins. Afkoman var jákvæð um rúmar 900 milljónir króna sem er 900 milljónum minna en á sama tíma í fyrra þegar Ramipril-hjartalyfin fóru á markað. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Lífeyrissjóðir sameinast Fjórði til fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins verður til um næstu áramót þegar Samvinnulífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóðurinn Lífiðin sameinast. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 4,4 milljarða halli á vöruskiptum Vöruskipti landsmanna við útlönd voru óhagstæð um 4,4 milljarða króna í síðasta mánuði, borið saman við sama mánuð í fyrra. Fluttar voru út vörur fyrir liðlega 17 milljarða en inn fyrir rúmlega 21 milljarð króna. Verðmæti útflutningsins jókst um tvö prósent í apríl 2005 miðað við apríl 2004 en verðmæti innflutningsins jókst um 21 prósent. Sjávarafurðir voru meirihluti þess sem flutt var út en mest var flutt inn af fólksbílum, fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Farþegum FL Group fjölgar áfram Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um tæplega eitt prósent í apríl í ár í samanburði við apríl á síðasta ári og á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur farþegum flugfélagsins fjölgað um 9,9 prósent milli ára. Framboð félagsins og sala í mánuðinum var einnig nánast hin sama og á síðasta ári og var sætanýting einnig mjög svipuð og í apríl í fyrra, eða 72,7 prósent á móti 73,5 prósentum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Stærsta verksmiðja sinnar tegundar Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Fiskimjölsverksmiðjan seld Samherji hf. hefur selt fiskimjölsverksmiðju sína í Grindavík til Síldarvinnslunnar hf. en sem kunnugt er hefur verksmiðjan ekki verið starfrækt frá því í byrjun febrúar síðastliðins eftir að mikill eldur kom upp í verksmiðjunni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Efnahagslífið ekki að ofhitna Í nýrri skýrslu OECD er staðhæft að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna og til að mynda hafi verðbólga farið yfir ytri mörk Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Fjármálaráðuneytið mótmælir þessu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Æ fleiri heitir reitir hjá OgVodafone Sífellt fleiri fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum upp á Heita reiti (Hot Spot), þráðlausa háhraða nettengingu, frá Og Vodafone. Um 50 veitinga- og kaffihús og ýmiss konar þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri hafa nú þegar tekið þjónustuna í notkun. Innlent 13.10.2005 19:16 ASÍ bregst harkalega við ASÍ bregst harkalega við yfirlýsingum fjármálaráðherra um vaxtabótakerfið. Ráðherrann telur koma til greina að endurskoða kerfið frá grunni. Samtök atvinnulífsins telja hins vegar fullt tilefni til að lækka vaxtabætur þar sem fasteignaviðskipti drífi áfram verðbólguna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Hagræðingin að engu orðin Hagræðingin sem heimilin í landinu náðu fram með uppgreiðslu yfirdráttarlána vegna endurfjármögnunar fasteignalána virðist að engu orðin. Skuldir vegna yfirdráttarlána eru nú jafnmiklar og fyrir skipulagsbreytinguna á íbúðalánamarkaðnum. Merki um mikla neyslu, segir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Næstbesta afkoma frá upphafi Flugleiðir, eða FL Group, skiluðu 25 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins sem er um 880 milljónum króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Þetta er næstbesta afkoma af starfsemi félagsins á þessum árstíma frá upphafi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Síminn: Bjóðendur opinberaðir Bjóðendur í Símann verða opinberaðir í dag. Alls bárust fjórtán tilboð í fyrirtækið en að baki þeim standa þrjátíu og sjö fjárfestar, innlendir og erlendir. Tilboðunum var skilað inn fyrir réttri viku og hafa framkvæmdanefnd um einkavæðingu og ráðgjafar frá Morgan-Stanley farið yfir þau. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Nöfn bjóðenda í Símann birt Einkavæðingarnefnd hefur birt nöfn þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem buðu í Símann en fjórtán óbindandi tilboð bárust í hlut ríkisins í fyrirtækinu. Tveir erlendir fjárfestar voru útilokaðir frá því að gera bindandi tilboð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 2 milljarða hagnaður Orkuveitunnar Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam tæpum tveimur milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við 340 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem Orkuveitan birti í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Tólf áfram Tólf hópar munu fá tækifæri til að gera bindandi tilboð í Símann. Helmingur þeirra eru erlendir fjárfestar, en erlendir aðilar koma að tilboðum fleiri. Hópur kvenna í atvinnulífinu undir forystu fyrrverandi aðstoðarforstjóra Íslandssíma er á meðal þeirra sem komust í aðra umferð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Yfirdráttarlán aftur í sama horf Frá lokum febrúar hafa heimilin aukið yfirdráttarlán sín um rúma tvo milljarða króna. Aukningin kom að mestu leyti fram í mars enda jukust yfirdráttarlán heimilanna aðeins lítillega í apríl eða um rúmar 350 milljónir króna. Í lok apríl skulduðu heimilin 60,5 milljarða króna í yfirdráttarlán og eru yfirdráttarlánin því orðin jafn há og þau voru fyrir skipulagsbreytinguna á íbúðalánamarkaði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Stýrir gámaflutningastarfsemi ytra Daninn Mikael Hassing, fyrrverandi forstjóri skipafélagsins Mærsk á Bretlandi, hefur verið ráðinn forstjóri Samskipa, við hlið Ásbjörns Gíslasonar. Hassing stýrir gámaflutningastarfsemi Samskipa erlendis. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 SPRON kaupir ekki Allianz Áform SPRON um kaup á 80 prósenta hlut í Hringi eignarhaldsfélagi, sem er eignarhaldsfélag utan um rekstur Allianz á Íslandi, hafa runnið út um þúfur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Hagnaður Símans þrefaldast Hagnaður Símans á fyrsta ársfjórðungi þrefaldaðist á milli áranna 2004 og 2005. Hann var rúmir 1,2 milljarðar króna í ár en var á sama tímabili í fyrra 409 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum. Þar segir einnig að Síminn hafi á tímabilinu selt öll hlutabréf sín í Straumi fjárfestingabanka hf. og nam hagnaður af sölunni eftir skatta 576 milljónum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Varar við ofnhitnun í efnahagslífi Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, segir efnahagslífið á Íslandi vera að ofhitna. Ríkið verði að draga úr útgjöldum og vextir að hækka til að koma í veg fyrir að verðbólgan fari úr böndunum. Annars sé hætta á kreppuástandi þegar gengi krónunnar fer að lækka og dregur úr áhrifum stóriðjuframkvæmda. Innlent 13.10.2005 19:15 Nýr forstjóri Samskipa frá Mærsk Fyrrverandi forstjóri Mærsk-skipafélagsins, Michael F. Hassing, verður næsti forstjóri Samskipa við hlið Ásbjörns Gíslasonar sem flytur sig um set til Íslands. Núverandi forstjóri, Knútur G. Hauksson, tekur við forstjórastarfi hjá Heklu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Gengi krónu heldur áfram að hækka Gengi krónunnar hækkaði í gær um 0,7 prósent og hefur haldið áfram að styrkjast í morgun. Hefur gengið hækkað um nær 4 prósent á rúmri viku. Á þessum tíma hefur dollarinn farið úr tæplega 67 krónum niður í ríflega 64 krónur, evran úr ríflega 84 krónum niður í ríflega 81 krónu og pundið úr 123 krónum niður í 118. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 Davíð ásamt nefnd til Japans Davíð Oddsson utanríkisráðherra mun fara fyrir viðskiptasendinefnd til Japans í september næstkomandi. Á vef Útflutningsráðs segir að ferðin sé sniðin bæði að þeim fyrirtækjum sem séu þegar í viðskiptum á svæðinu og þeim sem vilji hefja samstarf eða markaðssókn inn á þennan markað. Innlent 13.10.2005 19:15 Hugsanlega engin niðursveifla Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Innlent 13.10.2005 19:15 Breytingar á yfirstjórn Heklu Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, færir sig um set um næstu mánaðamót og tekur við starfi forstjóra Heklu ásamt því að koma inn í eigendahóp fyrirtækisins. Tryggvi Jónsson, núverandi forstjóri Heklu, verður hins vegar stjórnarformaður félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15 « ‹ 184 185 186 187 188 189 190 191 192 … 223 ›
Bakkavör stærst í kældum matvælum Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Stærsta lýsisverksmiðja í heimi Lýsi hf. tók í dag í notkun verksmiðju sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Níutíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins eru flutt út. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Disney dreifir Latabæ í Evrópu Forsvarsmenn Latabæjar og Disney-samsteypunnar skrifuðu í dag undir samning um rétt til að sýna Latabæjarþættina í Frakklandi, á Ítalíu og á Spáni. Enn er ekki ákveðið hvenær næsta þáttaröð verður framleidd. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Meiri halli á vöruskiptum Fyrstu fjóra mánuði ársins var mun meira flutt inn til landsins en frá því og var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um sextán milljarða króna, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Á sama tímabili í fyrra var hallinn á vöruskiptum hins vegar 3,4 milljarðar. Í prósentum jókst hallinn tæplega fjórfalt. Vöruskiptin í apríl voru óhagstæð um 4,4 milljarða króna, sem er mikil breyting frá apríl árið 2004 þegar hallinn var 2,9 milljarðar á föstu gengi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Kærum Kers og Olís vísað frá Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kærum Kers og Olís vegna þeirrar ákvörðunar Samkeppnisstofnunar að veita Landssambandi íslenskra útvegsmanna aðgang að upplýsingum tengdum samráði olíufélaganna sem áður höfðu verið felldar úr úrskurði samkeppnisráðs vegna trúnaðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Lyfjasala undir væntingum Sala á lyfjum frá Actavis stóð ekki undir væntingum á fyrsta fjórðungi ársins. Afkoman var jákvæð um rúmar 900 milljónir króna sem er 900 milljónum minna en á sama tíma í fyrra þegar Ramipril-hjartalyfin fóru á markað. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Lífeyrissjóðir sameinast Fjórði til fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins verður til um næstu áramót þegar Samvinnulífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóðurinn Lífiðin sameinast. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
4,4 milljarða halli á vöruskiptum Vöruskipti landsmanna við útlönd voru óhagstæð um 4,4 milljarða króna í síðasta mánuði, borið saman við sama mánuð í fyrra. Fluttar voru út vörur fyrir liðlega 17 milljarða en inn fyrir rúmlega 21 milljarð króna. Verðmæti útflutningsins jókst um tvö prósent í apríl 2005 miðað við apríl 2004 en verðmæti innflutningsins jókst um 21 prósent. Sjávarafurðir voru meirihluti þess sem flutt var út en mest var flutt inn af fólksbílum, fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Farþegum FL Group fjölgar áfram Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um tæplega eitt prósent í apríl í ár í samanburði við apríl á síðasta ári og á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur farþegum flugfélagsins fjölgað um 9,9 prósent milli ára. Framboð félagsins og sala í mánuðinum var einnig nánast hin sama og á síðasta ári og var sætanýting einnig mjög svipuð og í apríl í fyrra, eða 72,7 prósent á móti 73,5 prósentum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Stærsta verksmiðja sinnar tegundar Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Fiskimjölsverksmiðjan seld Samherji hf. hefur selt fiskimjölsverksmiðju sína í Grindavík til Síldarvinnslunnar hf. en sem kunnugt er hefur verksmiðjan ekki verið starfrækt frá því í byrjun febrúar síðastliðins eftir að mikill eldur kom upp í verksmiðjunni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Efnahagslífið ekki að ofhitna Í nýrri skýrslu OECD er staðhæft að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna og til að mynda hafi verðbólga farið yfir ytri mörk Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Fjármálaráðuneytið mótmælir þessu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Æ fleiri heitir reitir hjá OgVodafone Sífellt fleiri fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum upp á Heita reiti (Hot Spot), þráðlausa háhraða nettengingu, frá Og Vodafone. Um 50 veitinga- og kaffihús og ýmiss konar þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri hafa nú þegar tekið þjónustuna í notkun. Innlent 13.10.2005 19:16
ASÍ bregst harkalega við ASÍ bregst harkalega við yfirlýsingum fjármálaráðherra um vaxtabótakerfið. Ráðherrann telur koma til greina að endurskoða kerfið frá grunni. Samtök atvinnulífsins telja hins vegar fullt tilefni til að lækka vaxtabætur þar sem fasteignaviðskipti drífi áfram verðbólguna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Hagræðingin að engu orðin Hagræðingin sem heimilin í landinu náðu fram með uppgreiðslu yfirdráttarlána vegna endurfjármögnunar fasteignalána virðist að engu orðin. Skuldir vegna yfirdráttarlána eru nú jafnmiklar og fyrir skipulagsbreytinguna á íbúðalánamarkaðnum. Merki um mikla neyslu, segir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Næstbesta afkoma frá upphafi Flugleiðir, eða FL Group, skiluðu 25 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins sem er um 880 milljónum króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Þetta er næstbesta afkoma af starfsemi félagsins á þessum árstíma frá upphafi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Síminn: Bjóðendur opinberaðir Bjóðendur í Símann verða opinberaðir í dag. Alls bárust fjórtán tilboð í fyrirtækið en að baki þeim standa þrjátíu og sjö fjárfestar, innlendir og erlendir. Tilboðunum var skilað inn fyrir réttri viku og hafa framkvæmdanefnd um einkavæðingu og ráðgjafar frá Morgan-Stanley farið yfir þau. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Nöfn bjóðenda í Símann birt Einkavæðingarnefnd hefur birt nöfn þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem buðu í Símann en fjórtán óbindandi tilboð bárust í hlut ríkisins í fyrirtækinu. Tveir erlendir fjárfestar voru útilokaðir frá því að gera bindandi tilboð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
2 milljarða hagnaður Orkuveitunnar Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam tæpum tveimur milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við 340 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem Orkuveitan birti í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Tólf áfram Tólf hópar munu fá tækifæri til að gera bindandi tilboð í Símann. Helmingur þeirra eru erlendir fjárfestar, en erlendir aðilar koma að tilboðum fleiri. Hópur kvenna í atvinnulífinu undir forystu fyrrverandi aðstoðarforstjóra Íslandssíma er á meðal þeirra sem komust í aðra umferð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Yfirdráttarlán aftur í sama horf Frá lokum febrúar hafa heimilin aukið yfirdráttarlán sín um rúma tvo milljarða króna. Aukningin kom að mestu leyti fram í mars enda jukust yfirdráttarlán heimilanna aðeins lítillega í apríl eða um rúmar 350 milljónir króna. Í lok apríl skulduðu heimilin 60,5 milljarða króna í yfirdráttarlán og eru yfirdráttarlánin því orðin jafn há og þau voru fyrir skipulagsbreytinguna á íbúðalánamarkaði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Stýrir gámaflutningastarfsemi ytra Daninn Mikael Hassing, fyrrverandi forstjóri skipafélagsins Mærsk á Bretlandi, hefur verið ráðinn forstjóri Samskipa, við hlið Ásbjörns Gíslasonar. Hassing stýrir gámaflutningastarfsemi Samskipa erlendis. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
SPRON kaupir ekki Allianz Áform SPRON um kaup á 80 prósenta hlut í Hringi eignarhaldsfélagi, sem er eignarhaldsfélag utan um rekstur Allianz á Íslandi, hafa runnið út um þúfur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Hagnaður Símans þrefaldast Hagnaður Símans á fyrsta ársfjórðungi þrefaldaðist á milli áranna 2004 og 2005. Hann var rúmir 1,2 milljarðar króna í ár en var á sama tímabili í fyrra 409 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum. Þar segir einnig að Síminn hafi á tímabilinu selt öll hlutabréf sín í Straumi fjárfestingabanka hf. og nam hagnaður af sölunni eftir skatta 576 milljónum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Varar við ofnhitnun í efnahagslífi Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, segir efnahagslífið á Íslandi vera að ofhitna. Ríkið verði að draga úr útgjöldum og vextir að hækka til að koma í veg fyrir að verðbólgan fari úr böndunum. Annars sé hætta á kreppuástandi þegar gengi krónunnar fer að lækka og dregur úr áhrifum stóriðjuframkvæmda. Innlent 13.10.2005 19:15
Nýr forstjóri Samskipa frá Mærsk Fyrrverandi forstjóri Mærsk-skipafélagsins, Michael F. Hassing, verður næsti forstjóri Samskipa við hlið Ásbjörns Gíslasonar sem flytur sig um set til Íslands. Núverandi forstjóri, Knútur G. Hauksson, tekur við forstjórastarfi hjá Heklu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Gengi krónu heldur áfram að hækka Gengi krónunnar hækkaði í gær um 0,7 prósent og hefur haldið áfram að styrkjast í morgun. Hefur gengið hækkað um nær 4 prósent á rúmri viku. Á þessum tíma hefur dollarinn farið úr tæplega 67 krónum niður í ríflega 64 krónur, evran úr ríflega 84 krónum niður í ríflega 81 krónu og pundið úr 123 krónum niður í 118. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15
Davíð ásamt nefnd til Japans Davíð Oddsson utanríkisráðherra mun fara fyrir viðskiptasendinefnd til Japans í september næstkomandi. Á vef Útflutningsráðs segir að ferðin sé sniðin bæði að þeim fyrirtækjum sem séu þegar í viðskiptum á svæðinu og þeim sem vilji hefja samstarf eða markaðssókn inn á þennan markað. Innlent 13.10.2005 19:15
Hugsanlega engin niðursveifla Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Innlent 13.10.2005 19:15
Breytingar á yfirstjórn Heklu Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, færir sig um set um næstu mánaðamót og tekur við starfi forstjóra Heklu ásamt því að koma inn í eigendahóp fyrirtækisins. Tryggvi Jónsson, núverandi forstjóri Heklu, verður hins vegar stjórnarformaður félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:15