Ástin og lífið

Fréttamynd

Arna Ýr deilir mynd­bandi af fæðingu sonar síns

Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör fann ástina í með­ferð

Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman.

Lífið
Fréttamynd

Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu

Lengi má manninn reyna, svo ekki sé minnst á ástarsambandið. Undanfarin misseri hafa óhjákvæmilega reynt á ýmsar stoðir lífsins sökum heimsfaraldurs, bæði í samfélaginu sem og einkalífinu.

Makamál
Fréttamynd

Móðurmál: Erfiðast að velja sæðisgjafa

„Fyrir þær sem eru óákveðnar en alltaf með þetta bak við eyrað - þá segi ég að drífa bara í þessu. Ég gæti allavega vel hugsað mér að hafa gert þetta fyrr þó að ég sé ekkert að sjá eftir neinu,“ segir leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 

Makamál
Fréttamynd

„Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóður­auga á öðru og það var blóð út um allt“

Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir.

Lífið
Fréttamynd

„Ef þú elskar sjóinn þá elskarðu mig“

Fjölmiðlakonan Sigga Lund var ein af þeim sem fór á blint stefnumót í fjórða þætti fyrsta bliksins en hún og bókasafnsfræðingurinn Jón Tryggvi áttu svo sannarlega nokkra gullmola þetta kvöld. 

Makamál
Fréttamynd

Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi

Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Dóra fór á skeljarnar í miðri sýningu

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans er trúlofuð. Dóra bað Egils Egilssonar kærasta síns óvænt á spunasýningu Improv Ísland. Parið skráði sig í samband á Facebook nú í sumar eins og fram kom hér á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér

Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans.

Lífið
Fréttamynd

Unnur Eggerts og Tra­vis eiga von á barni

Leikkonan og kosningastjóri Vinstri grænna, Unnur Eggertsdóttir á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. 

Lífið