Samgönguslys Flúðu vettvang eftir harðan árekstur Fólksbifreið var ekið í veg fyrir jeppa á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að jeppinn valt nokkra hringi. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar flúðu vettvang en lögreglu tókst að handtaka þá skömmu síðar. Innlent 16.6.2024 11:38 Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. Lífið 16.6.2024 07:49 Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. Innlent 15.6.2024 23:15 Tveimur haldið sofandi vegna slyssins Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. Innlent 15.6.2024 11:52 Öxnadalsheiði opin á ný Vegurinn um Öxnadalsheiði var opnaður á ný á fimmta tímanum í nótt. Honum var lokað í gærkvöldi eftir að alvarlegt rútuslys varð á veginum. Innlent 15.6.2024 09:41 Of snemmt að kenna bikblæðingum um Vegagerðin varaði við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði í dag. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Innlent 14.6.2024 22:59 Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. Innlent 14.6.2024 17:19 Fimm bíla árekstur á Akureyri Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut á Akureyri á öðrum tímanum. Um er að ræða aftanákeyrslu sem varð á leið af hringtorgi og inn í bæinn. Innlent 14.6.2024 14:14 Einn fluttur á slysadeild eftir að bíll endaði utan vegar Bíl var ekið af Elliðavatnsvegi, sem er einnig þekkt sem Flóttamannaleið, í morgun og var einn fluttur á slysadeild. Innlent 13.6.2024 08:38 Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. Innlent 11.6.2024 15:59 „Við viljum stöðva þessa þróun“ Banaslysið í Borgarfirði í gær var það ellefta sem varð í umferðinni það sem af er ári. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að horfa þurfi fimm ár aftur í tímann til að sjá tveggja stafa tölu yfir banaslys. Fréttir 10.6.2024 20:00 Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. Innlent 10.6.2024 14:22 Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Innlent 10.6.2024 10:25 Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. Innlent 9.6.2024 22:54 Sækja tvo slasaða eftir bílveltu Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavík laust fyrir klukkan 20 í kvöld og hélt austur fyrir fjall. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sveitarinnar vegna bílveltu nálægt Kirkjubæjarklaustri. Innlent 8.6.2024 20:33 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. Innlent 7.6.2024 17:32 Fjórir létust í lestarslysi í Tékklandi Fjórir eru látnir og 26 eru slasaðir eftir að tvær lestir skullu saman skammt frá bænum Pardubice í Tékklandi. Um 300 farþegar voru innanborðs í annarri lestinni sem var á leið frá Prag til Úkraínu í gærkvöldi. Erlent 6.6.2024 08:40 Bíl ekið á verslun Piknik í Kópavogi Bíl var ekið á verslun Piknik í Kópavogi nú sídegis. Starfsmaður segir verslunina hafa sloppið vel en bíllinn, sem ekið var á verslunina, er illa farinn. Innlent 4.6.2024 16:40 Ökumanns sem ók á mann á rafmagnshlaupahjóli leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns hvítrar bifreiðar sem ók á karlmann um tvítugt á rafhlaupahjóli merktu Hopp á gangbraut á gatnamótum Akurvalla og Burknavalla í Hafnarfirði á milli klukkan tíu og ellefu í morgun. Innlent 3.6.2024 18:06 Harður árekstur á gatnamótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar Harður árekstur á gatnamótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar um klukkan fjögur í dag. Innlent 3.6.2024 17:00 Sóttu mann sem slasaðist í mótorhjólaslysi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan einstakling sem lenti í mótorhjólaslysi rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og flutti til Reykjavíkur. Innlent 29.5.2024 23:42 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. Erlent 29.5.2024 13:09 Mótor bátsins var of stór og mennirnir ekki í björgunarvestum Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur aðalorsök sjóslyss utan við Njarðvík síðasta sumar hafa verið of stór og öflugur utanborðsmótor á bátnum. Karlmaður á sjötugsaldri lést í slysinu en félagi hans komst lífs af. Innlent 28.5.2024 14:13 Tveir bílar skullu saman í Kolgrafarfirði Sjúkrabílar og slökkvilið í Grundarfirði vinna enn á vettvangi bílslyss í Kolgrafarfirði. Tveir bílar skullu þar saman og annar ökumanna var fluttur með sjúkrabíl. Innlent 27.5.2024 18:22 Brosandi þótt aftur sé ekið á flugvél Verzlinga Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi. Innlent 27.5.2024 12:52 Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17 Tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í dag. Reykjanesbrautin er lokuð á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi. Innlent 26.5.2024 18:29 Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19 Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Innlent 26.5.2024 13:59 Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Innlent 26.5.2024 11:01 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 44 ›
Flúðu vettvang eftir harðan árekstur Fólksbifreið var ekið í veg fyrir jeppa á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að jeppinn valt nokkra hringi. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar flúðu vettvang en lögreglu tókst að handtaka þá skömmu síðar. Innlent 16.6.2024 11:38
Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. Lífið 16.6.2024 07:49
Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. Innlent 15.6.2024 23:15
Tveimur haldið sofandi vegna slyssins Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. Innlent 15.6.2024 11:52
Öxnadalsheiði opin á ný Vegurinn um Öxnadalsheiði var opnaður á ný á fimmta tímanum í nótt. Honum var lokað í gærkvöldi eftir að alvarlegt rútuslys varð á veginum. Innlent 15.6.2024 09:41
Of snemmt að kenna bikblæðingum um Vegagerðin varaði við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði í dag. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Innlent 14.6.2024 22:59
Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. Innlent 14.6.2024 17:19
Fimm bíla árekstur á Akureyri Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut á Akureyri á öðrum tímanum. Um er að ræða aftanákeyrslu sem varð á leið af hringtorgi og inn í bæinn. Innlent 14.6.2024 14:14
Einn fluttur á slysadeild eftir að bíll endaði utan vegar Bíl var ekið af Elliðavatnsvegi, sem er einnig þekkt sem Flóttamannaleið, í morgun og var einn fluttur á slysadeild. Innlent 13.6.2024 08:38
Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. Innlent 11.6.2024 15:59
„Við viljum stöðva þessa þróun“ Banaslysið í Borgarfirði í gær var það ellefta sem varð í umferðinni það sem af er ári. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að horfa þurfi fimm ár aftur í tímann til að sjá tveggja stafa tölu yfir banaslys. Fréttir 10.6.2024 20:00
Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. Innlent 10.6.2024 14:22
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Innlent 10.6.2024 10:25
Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. Innlent 9.6.2024 22:54
Sækja tvo slasaða eftir bílveltu Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavík laust fyrir klukkan 20 í kvöld og hélt austur fyrir fjall. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sveitarinnar vegna bílveltu nálægt Kirkjubæjarklaustri. Innlent 8.6.2024 20:33
Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. Innlent 7.6.2024 17:32
Fjórir létust í lestarslysi í Tékklandi Fjórir eru látnir og 26 eru slasaðir eftir að tvær lestir skullu saman skammt frá bænum Pardubice í Tékklandi. Um 300 farþegar voru innanborðs í annarri lestinni sem var á leið frá Prag til Úkraínu í gærkvöldi. Erlent 6.6.2024 08:40
Bíl ekið á verslun Piknik í Kópavogi Bíl var ekið á verslun Piknik í Kópavogi nú sídegis. Starfsmaður segir verslunina hafa sloppið vel en bíllinn, sem ekið var á verslunina, er illa farinn. Innlent 4.6.2024 16:40
Ökumanns sem ók á mann á rafmagnshlaupahjóli leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns hvítrar bifreiðar sem ók á karlmann um tvítugt á rafhlaupahjóli merktu Hopp á gangbraut á gatnamótum Akurvalla og Burknavalla í Hafnarfirði á milli klukkan tíu og ellefu í morgun. Innlent 3.6.2024 18:06
Harður árekstur á gatnamótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar Harður árekstur á gatnamótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar um klukkan fjögur í dag. Innlent 3.6.2024 17:00
Sóttu mann sem slasaðist í mótorhjólaslysi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan einstakling sem lenti í mótorhjólaslysi rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og flutti til Reykjavíkur. Innlent 29.5.2024 23:42
Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. Erlent 29.5.2024 13:09
Mótor bátsins var of stór og mennirnir ekki í björgunarvestum Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur aðalorsök sjóslyss utan við Njarðvík síðasta sumar hafa verið of stór og öflugur utanborðsmótor á bátnum. Karlmaður á sjötugsaldri lést í slysinu en félagi hans komst lífs af. Innlent 28.5.2024 14:13
Tveir bílar skullu saman í Kolgrafarfirði Sjúkrabílar og slökkvilið í Grundarfirði vinna enn á vettvangi bílslyss í Kolgrafarfirði. Tveir bílar skullu þar saman og annar ökumanna var fluttur með sjúkrabíl. Innlent 27.5.2024 18:22
Brosandi þótt aftur sé ekið á flugvél Verzlinga Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi. Innlent 27.5.2024 12:52
Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17
Tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í dag. Reykjanesbrautin er lokuð á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi. Innlent 26.5.2024 18:29
Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19
Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Innlent 26.5.2024 13:59
Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Innlent 26.5.2024 11:01