
Fjarðabyggð

610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða
Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi.

„Við erum ekkert á leiðinni suður aftur“
Ung hjón sem nýlega fluttu úr borginni austur á Breiðdalsvík sjá mest eftir því að hafa ekki gert það löngu fyrr.

Álverið haft mjög jákvæð áhrif á búsetu og lífskjör á Austurlandi
Álverið á Reyðarfirði er ein þriggja lífskjarabyltinga Austurlands, að mati sóknarprests Breiðdælinga, Gunnlaugs Stefánssonar, fyrrverandi alþingismanns.

Rússabanni svarað með frystigeymslu
Viðskiptabannið við Rússland olli því að risastór frystigeymsla er risin á Fáskrúðsfirði, næststærsta hús í sögu byggðarinnar.

Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði
Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met.

Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi
Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800.

Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf
Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað.

Fjarðabyggð veitir Eykon aðgang að höfn án gjalds
Eykon Energy hefur valið Fjarðabyggð sem heimahöfn í komandi olíuleit. Engir samningar hafa verið undirritaðir en samkomulag er um að Eykon fái aðgang að Mjóeyrarhöfn án endurgjalds á meðan leit stendur yfir.

Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu
Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng.

Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum
Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað.

„Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“
Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum.

Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn
Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum.

Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin
Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim.

Svona kræktu Reyðarfjörður og Egilsstaðir í Drekamiðstöðina
Bæjarstjórnir Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs létu gera sérstakt myndband til að kynna sveitarfélögin sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu til að sýna á fundum með fulltrúum olíuleitarfélaganna.

Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands
Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri.

Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði
Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar.

Um allt land: Stöðvarfjörður sóttur heim
Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður, fóru á Austfirði og hittu þar fyrir kunnan knattspyrnukappa og fleira áhugavert fólk.

Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði
Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming.