Skaftárhreppur

Fréttamynd

Hætt kominn á hálum ís við selfie-töku

Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér.

Innlent
Fréttamynd

Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi

Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16.

Innlent
Fréttamynd

Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur

Vinsamlega takið tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um KlausturBARmálið og KlausturBARþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta BAR aftan við Klaustur , enda skal rétt vera rétt“, segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi.

Innlent
Fréttamynd

Skipulagðir þjófar herjuðu á Skaftárhrepp

Lögreglan segir aðila á hvítum smábíl hafa farið á milli bæja í Landbroti í Skaftárhreppi og bankað þar á dyr. Hafi einhver komið til dyra sögðust aðilarnir vera að leita að gistingu en annars hafi þeir farið inn og látið greipar sópa.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands

Nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar fóru undir jökuleðju og sand í Skaftárhlaupinu á ­dögunum. Enn er erfitt að meta skaðann. Skemmdir á flóðavörnum minni en óttast var.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“

Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.

Innlent