Vestmannaeyjar

Fréttamynd

97 ára og gerir við dvergastyttur og málar þær í Eyjum

Eitt það allra skemmtilegasta sem Palli í Mörk eins og hann er alltaf kallaður í Vestmannaeyjum gerir er að mála og laga dvergastyttur fyrir Eyjamenn en Palli er rétt að verða 98 ára. Og Palli segist að sjálfsögðu ætla á þjóðhátíð eins og hann hefur alltaf gert.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi sérsveitarmanna á Þjóð­há­tíð í sumar

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af því að ofbeldi og vopnaburður muni aukast á Þjóðhátíð í sumar þegar þúsundir ungmenna frá höfuðborgarsvæðinu og víðar streyma til eyjunnar. Hann segir lögregluna hafa gripið til ráðstafana vegna þessa og viðbúnaður á hátíðinni hafi aldrei verið meiri.

Innlent
Fréttamynd

„Þung skref“ að höfða mál gegn máttar­stólpa

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja síðasta haust. 

Innlent
Fréttamynd

Tekjur mestar í Vest­manna­eyjum og minnstar í Tjör­nes­hreppi

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Heimir og eyjarnar hans

Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands.

Fótbolti
Fréttamynd

Gríðar­legur árangur af nýrri nálgun í grunn­skóla Vest­manna­eyja

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna.

Innlent
Fréttamynd

Sætustu karlarnir eru á Ís­landi

Freyja Stefanía í Vestmannaeyjum slær ekki slöku við en hún er elsti íbúi Eyjunnar, 100 ára gömul. Freyja hefur ferðast víða um heiminn en hún segir að Ísland sé alltaf best og þar séu sætustu karlarnir.

Innlent
Fréttamynd

Viðrar vel til há­tíða víðs vegar um helgina

Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.

Veður
Fréttamynd

„Í mínum huga al­veg úti­lokað“

„Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyjarbæjar um að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu. 

Innlent
Fréttamynd

Búa sig undir á­kvörðun um stærsta mann­virki Fær­eyja

Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára.

Erlent
Fréttamynd

Brjálað stuð og blíða á pæjumótinu

Árlega Pæjumótið, eða TM mótið, fer fram í Vestmannaeyjum um helgina. Tæplega 1100 stelpur frá 34 félögum keppast um bikarinn en síðdegis í dag kemur í ljós hvaða lið hreppir hnossið. 

Fótbolti
Fréttamynd

Á­hyggjurnar enn til staðar og engin trygging

Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur.

Innlent
Fréttamynd

Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Fólki bjargað á landi sem sjó

Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Svona er Þjóðhátíðarlagið 2024

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt karlakórnum Fjallabræður. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 

Lífið
Fréttamynd

Komu skútu með tólf manns um borð til að­stoðar

Björgunarsveit í Vestmannaeyjum var kölluð út eftir að aðstoðarbeiðni barst frá erlendi skútu með tólf manns um borð djúpt suður af landinu í nótt. Björgunarskip er nú með skútuna í togi á leið til landsins, en tólf manns voru þar um borð.

Innlent
Fréttamynd

Styrkja kaup á sér­hönnuðu lista­verki Ólafs Elías­sonar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri undirrituðu í dag samning á milli ráðuneytisins og Vestmanneyjarbæjar sem tryggir verkefnastyrk vegna aðkomu að listaverki eftir Ólaf Elíasson. Styrkurinn hljóðar upp á 50 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Berg­vin dæmdur fyrir að á­reita þrjár konur

Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Hann fær sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, vegna brotanna.

Innlent
Fréttamynd

Skipið leggur úr höfn

Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni.

Innlent
Fréttamynd

Skip­stjórinn gistir fanga­geymslur á­samt stýri­manni

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska.

Innlent
Fréttamynd

Sigu niður í Gretti sterka og dældu úr honum sjó

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins Grettis sterka, sem lenti í vanda vegna bilunar, suðaustur af Vík, á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fimm voru um borð í bátnum.

Innlent
Fréttamynd

Út­flutningur á lundum frá Vest­manna­eyjum

Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi.

Innlent