Reykjavík

Fréttamynd

„Sumar búðir hafa sloppið vel, aðrar ekki“

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að slökkvistarfi við utanverða Kringluna sé lokið. Nú dæli slökkvilið vatni af þakplötu verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem að eldurinn kviknaði í dag. Og þá segir hann töluverða vinnu eftir inni í Kringlunni.

Innlent
Fréttamynd

Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing

Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur logar í þaki Kringlunnar

Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Leita að nýju hús­næði fyrir kaffi­stofu Sam­hjálpar

Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring.

Innlent
Fréttamynd

Torf­bærinn í Vestur­bænum sem stóð fram á níunda ára­tuginn

Þegar síðasti torfbærinn í Reykjavík var rifinn voru Blúsbræðurnir í bíóhúsum bæjarins, Bubbi var nýbúinn að gefa út Ísbjarnarblús og Vigdís Finnbogadóttir hafði verið forseti Íslands í rúmt hálft ár. Á horni Suðurgötu og Eggertsgötu, þar sem nú er bílastæði við Hjónagarða, stóð torfbærinn Litla-Brekka og hann var ekki rifinn fyrr en árið 1981.

Lífið
Fréttamynd

Gríska húsinu lokað

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lokaði veitingastaðnum Gríska húsinu í kjölfar aðgerða lögreglu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næði B5 aug­lýst til leigu enn og aftur

Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl.  Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert breyst til batnaðar í rekstri borgarinnar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir alveg ljóst að nýjum borgarstjóra fylgi ekki bættur rekstur. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi borgin skilað neikvæðri niðurstöðu sem nemur nær 3,3 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Selja höfuð­stöðvarnar sem voru rýmdar vegna myglu

Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að selja höfuðstöðvar félagsins að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Lýkur þar með endanlega tæplega hálfrar aldar aðsetri orkufyrirtækis þjóðarinnar á þeim stað. Landsvirkjun hefur ekki haft aðsetur í húsinu í tæpt ár vegna myglu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Teknóhátíð á Radar alla helgina

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. 

Lífið
Fréttamynd

Vetrarþjónustan þungur baggi á borginni

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3.292 milljónir króna á þremur fyrstu mánuðum ársins. Það er 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Meðal þess sem skýrir lakari afkomu er vetrarþjónusta borgarinnar, sem fór 782 milljónir króna umfram fjárheimildir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunur um man­sal á Gríska húsinu

Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins.

Innlent
Fréttamynd

Nemendalýðræði á brauð­fótum

Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum.

Skoðun