Kjaramál Undrast ásakanir kennara Formaður samninganefndar sveitarfélaganna undrast ásakanir forsvarsmanna kennara um að loðið orðalag hafi rýrt gildi samninga sem kennarar gerðu við sveitarfélögin árið 2001. Hann segir ekki hægt að lofa því að komið verði til móts við kennara á fimmtudaginn, haldi þeir áfram tali um ófrávíkjanlegar kröfur. Innlent 13.10.2005 14:42 Mótmælir orðum og athöfnum Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla, er óhress með að forysta Kennarasambandsins noti nafn skólans til að réttlæta og styðja ákvörðun fulltrúa síns í undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:42 Höfnun beiðnanna óskiljanleg Skólastjóri Safamýrarskóla, sérskóla fyrir fyrir börn með alvarlega fjölfötlun, segir óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd skuli hafa hafnað beiðni um undanþágu til kennslu. Ekki síst í ljósi þess að fulltrúinn er sérkennari og starfar í Safamýrarskóla. Innlent 13.10.2005 14:42 Nota sér neyðarástand fatlaðra Neyðarástand hjá fjölskyldum fatlaðra barna er notað sem vopn í kjarabaráttu kennara. Þetta segir formaður Þroskahjálpar sem einnig spyr hvers vegna undanþágunefnd, sem ekki veitir undanþágur, starfi yfirleitt. Innlent 13.10.2005 14:42 Fá börn í dagvistun Fá börn í Hornafirði sækja í Hafnarskóla eftir klukkan tvö á daginn þó starfsemi dagvistunarinnar sé í fullum gangi. Um 400 börn sitja heima vegna verkfalls kennara. Innlent 13.10.2005 14:42 Kennarar harma ummæli þingmanns Ummæli Einars Odds Kristjánssonar, þingmanns Norð-vesturkjördæmis, í fjölmiðlum, þar sem hann sagði kennara brjóta niður stefnu þjóðarinnar með kjarabaráttu sinni, voru óheppileg að mati Kennarasambands Norðurlands vestra. Innlent 13.10.2005 14:41 Engin verkfallsbrot fyrir vestan Kennarar á Ísafirði segjast ekki hafa orðið varir við nein verkfallsbrot þar í bæ að sögn fréttavefjarins Bæjarins besta. Aðspurðir hvort þeir telji sig njóta stuðnings almennings eða hafi orðið fyrir aðkasti segja kennarar að flestir taki máli þeirra vel. Innlent 13.10.2005 14:41 Samninganefndinni ekki skipt út Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Innlent 13.10.2005 14:41 Tíu verkfallsbrot staðfest Um tíu fyrirtækjum og stofnunum hefur verið bent á það skriflega að það tómstundastarf sem börnum starfsmanna er boðið upp á sé verkfallsbrot. Bréfin eru frá verkfallsnefnd kennara en ekki fæst uppgefið hvaða fyrirtæki þetta eru. Innlent 13.10.2005 14:41 KSNV harmar ummæli Einars Odds Kennarasamband Norðurland vestra, KSNV, harmar óheppileg ummæli þingmanns kjördæmisins, Einars Odds Kristjánssonar, í fjölmiðlum þar sem hann segir kennara vera að brjóta niður stefnu þjóðarinnar með kjarabaráttu sinni, eins og segir í ályktun sambandsins sem send var fjölmiðlum í dag. Innlent 13.10.2005 14:41 Látið jafnt yfir alla ganga Fulltrúi Kennarasambandsins í undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara segist hafa hafnað öllum umsóknum um undanþágu, á þeirri forsendu að láta jafnt yfir alla grunnskólakennara ganga. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að sækja á ný um undanþágu, dragist verkfallið á langinn. Innlent 13.10.2005 14:41 12 umsóknir borist undanþágunefnd Það mun væntanlega skýrast þegar líður á daginn hvort, eða hvaða undanþágubeiðnir, svonefnd undanþágunefnd mun veita vegna kennaraverkfallsins en tólf umsóknir hafa borist. Engar vísbendingar eru um að deilendur séu að undirbúa nýtt útspil til að liðka fyrir lausn deilunnar. Innlent 13.10.2005 14:41 Öllum undanþágubeiðnum hafnað Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Innlent 13.10.2005 14:41 Þjóðfélagið fer á annan endann Formaður menntamálanefndar Alþingis óttast að þjóðfélagið fari á annan endann, verði kennaraverkfallið langvinnt. Hann telur að verðbólga aukist og kaupmáttur hrapi, verði deilan ekki leyst í bráð. Félagsmálaráðherra vill ekki að ríkið komi að deilunni. Innlent 13.10.2005 14:41 Orðalagið rýrir gildi samninganna Samninganefnd kennara segir loðið orðalag hafa rýrt gildi samninganna sem gerðir voru við sveitarfélögin árið 2001. Meðal kennara heyrast þær raddir að tími sé kominn til að skipta út nefndarmönnum. Innlent 13.10.2005 14:41 Ráðherra beitir sér ekki Félagsmálaráðherra segist ekki að ætla að beita sér fyrir því að launþegar á almennum vinnumarkaði öðlist rétt til sumarleyfis á launum í fæðingarorlofi eins og ríkisstarfsmenn. Hann segir Fæðingarorlofssjóð ekki geta staðið undir slíkum skuldbindingum. Innlent 13.10.2005 14:41 Hver og einn kennari verði metinn Engar vísbendingar eru um að deilendur í kennaradeilunni séu að undirbúa nýtt útspil til að liðka fyrir lausn deilunnar. Samband ungra sjálfstæðismanna telur að eðlilegra væri að kennarar tækju það skref í faglega átt í deilunni að hefja umræðu um mat á hæfni og dugnaði hvers og eins kennara. Innlent 13.10.2005 14:41 Kennarar flykkjast til útlanda Fjölmargir grunnskólakennarar eru nú staddir erlendis eða eru á leið utan á meðan verkfalli þeirra stendur. Engir samninganefndafundir verða haldnir fyrr en seint í næstu viku og því er auðvelt að skipuleggja slíkar ferðir. Innlent 13.10.2005 14:41 Engar undanþágur veittar Engar undanþágur verða veittar vegna kennaraverkfallsins en svonefnd undanþágunefnd fór yfir umsóknirnar á fundi sínum í dag. Þrettán umsóknir bárust en að sögn Þórörnu Jónasdóttur, fulltrúa kennara í nefndinni, voru ekki allar umsóknir fullnægjandi. Hinum var hafnað. Innlent 13.10.2005 14:41 Langt í úrlausn verkfalls Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Innlent 13.10.2005 14:41 Kennt í grunnskóla sveitarfélags Verkfall kennara hefur ekki áhrif á 6. bekk Sk í Flataskóla. Hann er eini bekkur skólans sem stundar nám í fjarveru grunnskólakennara og sá eini á landsvísu sem fær kennslu í skólum sveitafélaganna. Ástæðan er sú að bekknum kennir stundakennari um mánaðarskeið meðan umsjónarkennari þeirra er í leyfi. Innlent 13.10.2005 14:41 LÍÚ ber ábyrgð á Brimi LÍÚ ber sína ábyrgð á úrsögn skipsins Sólbaks úr samtökunum, segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann segir reginmisskilning hjá Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að ASÍ hafi hvatt til vinnustaðasamninga á borð við þann sem hann gerði við áhöfn skipsins.</< /> > Innlent 17.10.2005 23:41 Þorgerður útilokar ekki inngrip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Innlent 13.10.2005 14:40 Fyrsti fundur deilenda í verkfalli Forsvarsmenn kennara og sveitarfélaganna funda í dag hjá ríkissáttasemjara. Fundurinn hefst klukkan níu. Innlent 13.10.2005 14:40 Beggja vegna borðsins Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, var áður framkvæmdastjóri BHMR og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins. Innlent 13.10.2005 14:40 Engar undanþágur veittar enn Verklagsreglur undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna voru ræddar á fyrsta fundi hennar í gær. Þegar hefur verið óskað eftir undanþágum vegna verkfalls kennara en engar ákvarðanir verið teknar, segir Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi Félags grunnskólakennara og skólastjórnendafélags Íslands í undanþágunefndinni. Innlent 13.10.2005 14:40 Munur á launum kennara eftir kyni Karlkyns kennarar hafa að meðaltali liðlega 12 þúsund króna hærri dagvinnulaun en starfssystur þeirra. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ástæðurnar vera þrennar. Innlent 13.10.2005 14:40 Áhyggjufullir en óbugaðir Kennarar búa sig undir fjárhagsáhyggjur og þunglyndi eftir því sem líður á verkfallið. Þeir stappa stálinu hverjir í annan í verkfallsmiðstöðvum um allt land. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:40 BUGL sækir um undanþágu Um tíu undanþágubeiðnir vegna yfirstandandi kennaraverkfalls höfðu borist svokallaðri undanþágunefnd í gær, að sögn Þórörnu Jónasdóttur fulltrúa Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands í nefndinni. Sótt hefur verið um undanþágu vegna þeirra nemenda sem dvelja á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut og fá kennslu frá Brúarskóla. Innlent 13.10.2005 14:40 Verðir í Valsheimilinu Verkfallsverðir kennara fóru í alla skóla á höfuðborgarsvæðinu í gær til að kanna hvort þar væri unnið í trássi við verkfall grunnskólakennara. Þá heimsóttu þeir einnig tuttugu fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík, þar á meðal leikjanámskeið KB banka í Valsheimilinu. Innlent 13.10.2005 14:40 « ‹ 152 153 154 155 156 157 … 157 ›
Undrast ásakanir kennara Formaður samninganefndar sveitarfélaganna undrast ásakanir forsvarsmanna kennara um að loðið orðalag hafi rýrt gildi samninga sem kennarar gerðu við sveitarfélögin árið 2001. Hann segir ekki hægt að lofa því að komið verði til móts við kennara á fimmtudaginn, haldi þeir áfram tali um ófrávíkjanlegar kröfur. Innlent 13.10.2005 14:42
Mótmælir orðum og athöfnum Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla, er óhress með að forysta Kennarasambandsins noti nafn skólans til að réttlæta og styðja ákvörðun fulltrúa síns í undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:42
Höfnun beiðnanna óskiljanleg Skólastjóri Safamýrarskóla, sérskóla fyrir fyrir börn með alvarlega fjölfötlun, segir óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd skuli hafa hafnað beiðni um undanþágu til kennslu. Ekki síst í ljósi þess að fulltrúinn er sérkennari og starfar í Safamýrarskóla. Innlent 13.10.2005 14:42
Nota sér neyðarástand fatlaðra Neyðarástand hjá fjölskyldum fatlaðra barna er notað sem vopn í kjarabaráttu kennara. Þetta segir formaður Þroskahjálpar sem einnig spyr hvers vegna undanþágunefnd, sem ekki veitir undanþágur, starfi yfirleitt. Innlent 13.10.2005 14:42
Fá börn í dagvistun Fá börn í Hornafirði sækja í Hafnarskóla eftir klukkan tvö á daginn þó starfsemi dagvistunarinnar sé í fullum gangi. Um 400 börn sitja heima vegna verkfalls kennara. Innlent 13.10.2005 14:42
Kennarar harma ummæli þingmanns Ummæli Einars Odds Kristjánssonar, þingmanns Norð-vesturkjördæmis, í fjölmiðlum, þar sem hann sagði kennara brjóta niður stefnu þjóðarinnar með kjarabaráttu sinni, voru óheppileg að mati Kennarasambands Norðurlands vestra. Innlent 13.10.2005 14:41
Engin verkfallsbrot fyrir vestan Kennarar á Ísafirði segjast ekki hafa orðið varir við nein verkfallsbrot þar í bæ að sögn fréttavefjarins Bæjarins besta. Aðspurðir hvort þeir telji sig njóta stuðnings almennings eða hafi orðið fyrir aðkasti segja kennarar að flestir taki máli þeirra vel. Innlent 13.10.2005 14:41
Samninganefndinni ekki skipt út Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Innlent 13.10.2005 14:41
Tíu verkfallsbrot staðfest Um tíu fyrirtækjum og stofnunum hefur verið bent á það skriflega að það tómstundastarf sem börnum starfsmanna er boðið upp á sé verkfallsbrot. Bréfin eru frá verkfallsnefnd kennara en ekki fæst uppgefið hvaða fyrirtæki þetta eru. Innlent 13.10.2005 14:41
KSNV harmar ummæli Einars Odds Kennarasamband Norðurland vestra, KSNV, harmar óheppileg ummæli þingmanns kjördæmisins, Einars Odds Kristjánssonar, í fjölmiðlum þar sem hann segir kennara vera að brjóta niður stefnu þjóðarinnar með kjarabaráttu sinni, eins og segir í ályktun sambandsins sem send var fjölmiðlum í dag. Innlent 13.10.2005 14:41
Látið jafnt yfir alla ganga Fulltrúi Kennarasambandsins í undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara segist hafa hafnað öllum umsóknum um undanþágu, á þeirri forsendu að láta jafnt yfir alla grunnskólakennara ganga. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að sækja á ný um undanþágu, dragist verkfallið á langinn. Innlent 13.10.2005 14:41
12 umsóknir borist undanþágunefnd Það mun væntanlega skýrast þegar líður á daginn hvort, eða hvaða undanþágubeiðnir, svonefnd undanþágunefnd mun veita vegna kennaraverkfallsins en tólf umsóknir hafa borist. Engar vísbendingar eru um að deilendur séu að undirbúa nýtt útspil til að liðka fyrir lausn deilunnar. Innlent 13.10.2005 14:41
Öllum undanþágubeiðnum hafnað Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Innlent 13.10.2005 14:41
Þjóðfélagið fer á annan endann Formaður menntamálanefndar Alþingis óttast að þjóðfélagið fari á annan endann, verði kennaraverkfallið langvinnt. Hann telur að verðbólga aukist og kaupmáttur hrapi, verði deilan ekki leyst í bráð. Félagsmálaráðherra vill ekki að ríkið komi að deilunni. Innlent 13.10.2005 14:41
Orðalagið rýrir gildi samninganna Samninganefnd kennara segir loðið orðalag hafa rýrt gildi samninganna sem gerðir voru við sveitarfélögin árið 2001. Meðal kennara heyrast þær raddir að tími sé kominn til að skipta út nefndarmönnum. Innlent 13.10.2005 14:41
Ráðherra beitir sér ekki Félagsmálaráðherra segist ekki að ætla að beita sér fyrir því að launþegar á almennum vinnumarkaði öðlist rétt til sumarleyfis á launum í fæðingarorlofi eins og ríkisstarfsmenn. Hann segir Fæðingarorlofssjóð ekki geta staðið undir slíkum skuldbindingum. Innlent 13.10.2005 14:41
Hver og einn kennari verði metinn Engar vísbendingar eru um að deilendur í kennaradeilunni séu að undirbúa nýtt útspil til að liðka fyrir lausn deilunnar. Samband ungra sjálfstæðismanna telur að eðlilegra væri að kennarar tækju það skref í faglega átt í deilunni að hefja umræðu um mat á hæfni og dugnaði hvers og eins kennara. Innlent 13.10.2005 14:41
Kennarar flykkjast til útlanda Fjölmargir grunnskólakennarar eru nú staddir erlendis eða eru á leið utan á meðan verkfalli þeirra stendur. Engir samninganefndafundir verða haldnir fyrr en seint í næstu viku og því er auðvelt að skipuleggja slíkar ferðir. Innlent 13.10.2005 14:41
Engar undanþágur veittar Engar undanþágur verða veittar vegna kennaraverkfallsins en svonefnd undanþágunefnd fór yfir umsóknirnar á fundi sínum í dag. Þrettán umsóknir bárust en að sögn Þórörnu Jónasdóttur, fulltrúa kennara í nefndinni, voru ekki allar umsóknir fullnægjandi. Hinum var hafnað. Innlent 13.10.2005 14:41
Langt í úrlausn verkfalls Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Innlent 13.10.2005 14:41
Kennt í grunnskóla sveitarfélags Verkfall kennara hefur ekki áhrif á 6. bekk Sk í Flataskóla. Hann er eini bekkur skólans sem stundar nám í fjarveru grunnskólakennara og sá eini á landsvísu sem fær kennslu í skólum sveitafélaganna. Ástæðan er sú að bekknum kennir stundakennari um mánaðarskeið meðan umsjónarkennari þeirra er í leyfi. Innlent 13.10.2005 14:41
LÍÚ ber ábyrgð á Brimi LÍÚ ber sína ábyrgð á úrsögn skipsins Sólbaks úr samtökunum, segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann segir reginmisskilning hjá Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að ASÍ hafi hvatt til vinnustaðasamninga á borð við þann sem hann gerði við áhöfn skipsins.</< /> > Innlent 17.10.2005 23:41
Þorgerður útilokar ekki inngrip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Innlent 13.10.2005 14:40
Fyrsti fundur deilenda í verkfalli Forsvarsmenn kennara og sveitarfélaganna funda í dag hjá ríkissáttasemjara. Fundurinn hefst klukkan níu. Innlent 13.10.2005 14:40
Beggja vegna borðsins Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, var áður framkvæmdastjóri BHMR og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins. Innlent 13.10.2005 14:40
Engar undanþágur veittar enn Verklagsreglur undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna voru ræddar á fyrsta fundi hennar í gær. Þegar hefur verið óskað eftir undanþágum vegna verkfalls kennara en engar ákvarðanir verið teknar, segir Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi Félags grunnskólakennara og skólastjórnendafélags Íslands í undanþágunefndinni. Innlent 13.10.2005 14:40
Munur á launum kennara eftir kyni Karlkyns kennarar hafa að meðaltali liðlega 12 þúsund króna hærri dagvinnulaun en starfssystur þeirra. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ástæðurnar vera þrennar. Innlent 13.10.2005 14:40
Áhyggjufullir en óbugaðir Kennarar búa sig undir fjárhagsáhyggjur og þunglyndi eftir því sem líður á verkfallið. Þeir stappa stálinu hverjir í annan í verkfallsmiðstöðvum um allt land. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:40
BUGL sækir um undanþágu Um tíu undanþágubeiðnir vegna yfirstandandi kennaraverkfalls höfðu borist svokallaðri undanþágunefnd í gær, að sögn Þórörnu Jónasdóttur fulltrúa Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands í nefndinni. Sótt hefur verið um undanþágu vegna þeirra nemenda sem dvelja á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut og fá kennslu frá Brúarskóla. Innlent 13.10.2005 14:40
Verðir í Valsheimilinu Verkfallsverðir kennara fóru í alla skóla á höfuðborgarsvæðinu í gær til að kanna hvort þar væri unnið í trássi við verkfall grunnskólakennara. Þá heimsóttu þeir einnig tuttugu fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík, þar á meðal leikjanámskeið KB banka í Valsheimilinu. Innlent 13.10.2005 14:40
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent