Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 17. desember 2017 13:50 Mikil örtröð hefur myndast við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. vísir Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins Icelandair vegna innhringinga frá farþegum í dag. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Maraþonfundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) sagði í samtali við Vísi að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í dag til að ræða kjarasamning flugvirkja. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður í nótt hafi að miklu leyti strandað á lengd samningsins.Alls hefur tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun. Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjum í Keflavík fóru af stað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair. Búast má við seinkunum á flugferðum félagsins frameftir degi. Fjölmargir óánægðir farþegar hafa látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins. Farþegar í tengiflugi hafa til að mynda margir kvartað yfir lélegu upplýsingaflæði og eins og áður hefur komið fram lá símkerfi Icelandair niðri um tíma vegna álags.You're saying this the DAY BEFORE??? People have already started their journeys!!! What an absolutely shitty thing to do just before Christmas!!!— Kajal Shah (@kajalshah891) December 17, 2017 Verkfall flugvirkja getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókað sæti í aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytigu á flugleið. Ef meiri en þriggja klukkustunda töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia var enn þá nokkuð rólegt andrúmsloft í Keflavík um hádegisbil í dag. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins Icelandair vegna innhringinga frá farþegum í dag. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Maraþonfundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) sagði í samtali við Vísi að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í dag til að ræða kjarasamning flugvirkja. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður í nótt hafi að miklu leyti strandað á lengd samningsins.Alls hefur tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun. Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjum í Keflavík fóru af stað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair. Búast má við seinkunum á flugferðum félagsins frameftir degi. Fjölmargir óánægðir farþegar hafa látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins. Farþegar í tengiflugi hafa til að mynda margir kvartað yfir lélegu upplýsingaflæði og eins og áður hefur komið fram lá símkerfi Icelandair niðri um tíma vegna álags.You're saying this the DAY BEFORE??? People have already started their journeys!!! What an absolutely shitty thing to do just before Christmas!!!— Kajal Shah (@kajalshah891) December 17, 2017 Verkfall flugvirkja getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókað sæti í aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytigu á flugleið. Ef meiri en þriggja klukkustunda töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia var enn þá nokkuð rólegt andrúmsloft í Keflavík um hádegisbil í dag.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38
Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent