Kjaramál

Fréttamynd

Afbókanir berast vegna verkfallshótana

"Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja.

Innlent
Fréttamynd

Fær 800 þúsund í eingreiðslu

Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans.

Innlent
Fréttamynd

Þrír slást um hylli tíu þúsund félagsmanna

Þrír takast á um embætti formanns Kennarasambands Íslands. Stærsta verkefnið að tryggja hagsmuni félagsmanna við jöfnun lífeyrisréttinda. Formaður getur líka talað fyrir styttingu vinnuvikunnar. Kosið verður í byrjun nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningum VR líklega sagt upp

Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi

Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunar­manna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga.

Innlent