Slökkvilið

Fréttamynd

Öryggi og vel­ferð í Upp­sveitum

Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í.

Skoðun
Fréttamynd

Bruna­kerfi í gang í Mjódd

Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins hefur verið kallað út vegna bruna­kerfis sem fór í gang í verslunar­mið­stöðinni Mjódd í Breið­holti. Hún var rýmd á meðan aðgerðir slökkviliðs stóðu yfir.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Gyðufelli

Eldur kviknaði í geymslu í kjallara íbúðablokkar í Gyðufelli í Fellahverfi Reykjavíkur í dag. Tilkynning barst um eldinn um klukkan 15:30 og gekk slökkviliði greiðlega að ná tökum á eldsvoðanum. 

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnshlaupahjól orsök eldsvoðans

Talið er að eldur sem kviknaði í timburhúsi við Blesugróf í Fossvogi í Reykjavík í gær hafi kviknað út frá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu. Þetta er niðurstaða tæknideildar lögreglu sem rannsakaði vettvang brunans í dag en húsið er nú gjörónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Tæknideild rannsakar vettvang í dag

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði mun í dag rannsaka vettvang bruna sem varð í Blesugróf í Fossvogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex og lauk aðgerðum laust eftir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna

Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Teigunum

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í Teigahverfinu í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldur upp í þaki hússins, enginn sé slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu slasaða hesta­konu á Vala­hnúka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni á Akureyri var ekki til mikilla vandræða

Sinubruni kom upp í brekkunni fyrir ofan Skautahöllina á Akureyri í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri segir að tekið hafi um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Um sé að ræða fyrsta sinubrunann fyrir norðan í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Féll tvo metra ofan holu við Klepps­mýrar­veg

Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar

Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó.

Innlent