Hryðjuverk í London

Fréttamynd

Talibanar fagna hvorki né syrgja

Talsmaður uppreisnarmanna í Afghanistan sagði í morgun bresku þjóðina vera að gjalda fyrir voðaverk stjórnvalda sinna. Hann segir Talibana hvorki fagna árásinni né syrgja hana, en hins vegar hefðu þeir fagnað ef ráðist hefði verið á breska hermenn eða stjórnmálamenn. Hann segir Talibana ekkert hafa komið nálægt árásunum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Mikið bloggað eftir árásirnar

Fjöldamargir virðast hafa leitað á náðir bloggsins eftir árásirnar í Lundúnum. Þeir sem voru í nánd við árásirnar hafa skrifað um reynslu sína og birt myndir teknar með GSM-símum á vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Ótti á Ítalíu

Mikill viðbúnaður hefur verið hjá ítölsku lögreglunni í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London í fyrradag en leynileg samtök Al-Kaída í Evrópu, sem lýstu ábyrgð árásanna á hendur sér, tiltóku Ítalíu og Danmörku sérstaklega sem skotmörk fyrir stuðninginn við innrásir í Írak og Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisgæsla í Evrópu aukin

Ekki hefur verið staðfest að fleiri en þrjátíu og sjö hafi látist, en hvaðanæva að berast fregnir af því að fleiri en fimmtíu hafi týnt lífi í árásunum í gær. Öruggt er talið að þegar öll kurl verða komin til grafar verði talan hærri, enda slösuðust meira en sjö hundruð manns, þar af um fimmtíu lífshættulega.

Erlent
Fréttamynd

Lífið í Lundúnum heldur áfram

Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður, er í London og hún segir ótrúlegt að meiri háttar hryðjuverkaárás hafi verið gerð í borgina í gær því lítil ummerki eru sýnileg. Hún segir að það sé í við rólegra í borginni en á hefðbundnum föstudegi og ekki að sjá að borgin sé í helgreipum óttans. Lundúnabúar virðast ekki ætla að láta sigra sig svo auðveldlega.

Erlent
Fréttamynd

Lífið heldur áfram í London

Rúmum sólarhring eftir að sprengjuárásirnar dundu yfir Lundúnir var lífið í borginni smátt og smátt farið að færast í sitt fyrra horf. Svipaða sögu er að segja um sumarfrí íslenskrar fjölskyldu sem Sveinn Guðmarsson hitti á Leicester Square. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Taldi sig sjá grunsamlegan mann

Farþegar í strætisvagni sem var sprengdur telja sig hafa séð sjálfsmorðssprengjuárásarmann um borð í honum. Eitt vitni segir að maðurinn hafi hegðað sér grunsamlega, virst stressaður og hafi sífellt fitlað við eitthvað í bakpokanum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Sprengingar í Lundúnum

Röð sprenginga hefur átt sér stað í neðanjarðarlestakerfi Lundúna undanfarnar mínútur. Að sögn lögeglunnar á svæðinu eru einhver meiðsli á fólki en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg þau eru eða eða hversu umfangsmikill mannskaðinn er.

Erlent
Fréttamynd

Útiloka ekki fleiri árásir

Almenningur verður að vera vel á verði, segja talsmenn lögregluyfirvalda í London, þar sem ekki sé ljóst hvort að hrinu hryðjuverkaárása í borginni sé lokið. Bandarísk yfirvöld hafa einnig ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið þar í landi, þó aðeins fyrir lestarkerfi og neðanjarðarlestir. Flugsamgöngur verða eftir sem áður með sama hætti og venjulega.

Erlent
Fréttamynd

Al-Qaida enn á ný?

Al-Qaida er enn á ný á kreiki í Evrópu, miðað við yfirlýsingu sem birtist undir hádegi. Samtökin hóta þar Dönum og Ítölum vegna starfa þarlendra í Írak og Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Fögnuður varð að hryllingi

Dagarnir sjötti og sjöundi júlí 2005 marka djúp spor í sögu Lundúnabúa, hvor með sínum hætti. Fyrri daginn ljómaði borgin af æstum fögnuði yfir því að hafa verið útnefnd til að hýsa Ólympíuleikana árið 2012, en morguninn eftir brast á hryllingur hryðjuverka með röð sprenginga í almenningssamgöngukerfi borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Vestræn ríki eru ósamstiga

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, telur að árásirnar á Lundúnir í gær sýni að ríki heims séu ósamstíga og illa undir það búin að glíma við hryðjuverkaógnina.

Erlent
Fréttamynd

Stálinu stappað í þjóðina

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum.

Erlent
Fréttamynd

Skýrar andstæður

George W. Bush Bandaríkjaforseti telur að andstæðurnar á milli þjóðarleiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi og tilræðismannanna í New York gætu ekki verið skarpari.

Erlent
Fréttamynd

Talað um fjórar sprengingar

Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar í London fjórar en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið.

Erlent
Fréttamynd

Sjónarvottar segja fleiri látna

Breska útvarpið, BBC, segir að árás hafi verið gerð á Lundúnir. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum.

Erlent
Fréttamynd

Hið minnsta 37 látnir

Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist.

Erlent
Fréttamynd

Tíu létust við King´s Cross

CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar.

Erlent
Fréttamynd

37 látnir; al-Qaida ábyrg

Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Hóta Dönum og Ítölum sömu meðferð

"Hin Leynilegu samtök heilags stríðs al-Kaida í Evrópu" sem lýst hafi sig ábyrg fyrir hryðjuverkunum í London í gær hafa hótað Dönum og Ítölum sömu örlögum styðji þessar þjóðir áfram við bakið á Bandaríkjamönnum í hernaði þeirra í Írak og Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Þrjátíu og átta biðu bana

Mannskæðasta árás sem Lundúnabúar hafa orðið fyrir frá stríðslokum var gerð í gær. Fjögur sprengjutilræði voru framin á háannatíma í lestum og strætisvögnum borgarinnar. Að minnsta kosti 38 biðu bana og 700 slösuðust, sumir mjög alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Fullkomið öryggi útilokað

Sérfræðingar í hryðjuverkavörnum segja að aldrei verði hægt að koma algjörlega í veg fyrir árásir á borð við þær sem gerðar voru á Lundúnir í gær. Vopna- og sprengiefnaleit á hverjum einasta farþega væri alltof kostnaðar- og tafsöm til að hún væri réttlætanleg.

Erlent
Fréttamynd

A.m.k. tveir látnir og 90 slasaðir

Hið minnsta tveir eru látnir og 90 eru slasaðir eftir sprengingarnar í Lundúnum í morgun. Að sögn talsmanns lögreglunnar var um sex sprengingar að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Atburðarás dagsins

Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina.

Erlent
Fréttamynd

150 alvarlega slasaðir

Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Talsmaður sjúkraflutningamanna í London segir a.m.k. 150 manns alvarlega slasaða.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarfundur hjá öryggisráðinu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi fyrir stundu til að fordæma hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í morgun sem kostuðu minnst 45 manns lífið. Tölur um slasaða í árásunum eru enn nokkuð á reiki en samkvæmt bresku sjónvarpsstöðinni Sky er óttast að um þúsund manns hafi slasast, þar af á annað hundrað alvarlega.

Erlent