37 látnir; al-Qaida ábyrg 7. júlí 2005 00:01 Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Sprengingarnar urðu í röð hver á eftir annarri á háannatíma í morgun, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma. Fjöldi sprenginganna var á reiki fram eftir degi en nú er ljóst að sjö sprengjur sprungu á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock Square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni og þeytti af honum þakinu. Aðstæðurnar á vettvangi voru slæmar: fólk kom sótugt, brunnið og misilla slasað upp úr neðanjarðarlestargöngunum. Sjónarvottar greindu frá líkum og fólki sem misst hafði útlimi. Lögregla og sjúkrahús voru þegar sett í viðbragðsstöðu, tugir voru fluttir á sjúkrahús og lögreglan hófst handa við að komast að því hvað væri á seyði. Nú er ljóst að um skipulagða hryðjuverkaárás var að ræða. Sjö fórust nærri Liverpool-Street stöðinni; tuttugu og einn var myrtur nærri King's Cross og fimm við Edgware Road. Ekki liggur fyrir hversu margir féllu þegar sprengjan sprakk í strætisvagninum en hugsanlegt er að tilræðismaðurinn sé þeirra á meðal og að sprengjan hafi sprungið of snemma. Lögregluyfirvöld segja ekki enn hægt að fullyrða hvort um sjálfsmorðssprengjuárásir var að ræða. Talið er að ekki færri en sjö hundruð séu sárir eftir árásir dagsins og á fjórða tug hafi verið myrtir í árásunum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Sprengingarnar urðu í röð hver á eftir annarri á háannatíma í morgun, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma. Fjöldi sprenginganna var á reiki fram eftir degi en nú er ljóst að sjö sprengjur sprungu á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock Square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni og þeytti af honum þakinu. Aðstæðurnar á vettvangi voru slæmar: fólk kom sótugt, brunnið og misilla slasað upp úr neðanjarðarlestargöngunum. Sjónarvottar greindu frá líkum og fólki sem misst hafði útlimi. Lögregla og sjúkrahús voru þegar sett í viðbragðsstöðu, tugir voru fluttir á sjúkrahús og lögreglan hófst handa við að komast að því hvað væri á seyði. Nú er ljóst að um skipulagða hryðjuverkaárás var að ræða. Sjö fórust nærri Liverpool-Street stöðinni; tuttugu og einn var myrtur nærri King's Cross og fimm við Edgware Road. Ekki liggur fyrir hversu margir féllu þegar sprengjan sprakk í strætisvagninum en hugsanlegt er að tilræðismaðurinn sé þeirra á meðal og að sprengjan hafi sprungið of snemma. Lögregluyfirvöld segja ekki enn hægt að fullyrða hvort um sjálfsmorðssprengjuárásir var að ræða. Talið er að ekki færri en sjö hundruð séu sárir eftir árásir dagsins og á fjórða tug hafi verið myrtir í árásunum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira