Fréttir Sextán ára undir stýri Þrír sextán ára piltar voru teknir við akstur í umdæmi lögreglunnar í Árnessýslu í nótt og í gær. Eins og aldur þeirra segir til um voru þeir allir próflausir og einn þeirra grunaður um ölvun við akstur. Innlent 19.11.2006 10:09 Fresta þarf ferð hjá Herjólfi Fresta þarf fyrri ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum í dag vegna veðurs. Ferðin verður farin klukkan tólf frá Vestmannaeyjum og klukkan fjögur frá Þorlákshöfn. Seinni ferð Herjólfs í dag fellur niður. Innlent 19.11.2006 10:06 Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Viðskipti erlent 19.11.2006 03:24 Víða ófært Á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi er snjóþekja og éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Ófært og stórhríð er á Fróðárheiði. Innlent 19.11.2006 09:58 Ófærð og snjór á höfuðborgarsvæðinu Á milli sextíu og sjötíu björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa sinnt yfir eitt hundrað og tuttugu verkefnum í nótt og í morgun vegna mikillar ófærðar. Bílar eru víða fastir eftir mikla ofankomu í nótt. Búið er að hreinsa flestar stærstu umferðaræðarnar en íbúðargötur eru þó margar hverjar á kafi í snjó. Innlent 19.11.2006 09:22 Eldur logaði í kjallara á Akureyri Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi í Brekagili á sjötta tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í kjallara hússins. Kveikt hafði verið í pappír í sameign í kjallaranum og myndaðist mikill reykur sem lagði upp allan stigaganginn. Innlent 18.11.2006 21:02 Árásir í Darfur-héraði Stjórnvöld í Súdan og Janjaweed-sveitirnar hafa hafið árásir á ný í norðurhluta Darfur-héraðs. Afríkubandalagið segir árásirnar brjóta í bága við öryggissáttmála sem er í gildi. Uppreisnarmenn á svæðinu telja að sjötíu manns hafi látist í árásunum. Erlent 18.11.2006 20:32 Sigurbjörn Einarsson biskup enn að predika Sigurbjörn Einarsson biskup predikar á morgun í Grafavogskirkju á Degi orðsins. Sigurbjörn er 95 ára og þykir einn áhrifamesti kirkjuhöfðingi seinni ára. Messan hefst klukkan ellefu en fyrir hana verða haldin fjögur erindi um biskupinn. Innlent 18.11.2006 19:47 Eru nú hjón Giftingu stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes var að ljúka. Talsmaður leikarans Tom Cruise staðfesti þetta nú rétt í þessu. Erlent 18.11.2006 19:23 Ísland í alfaraleið Ísland verður í alfaraleið flutningaskipa í heiminum innan fárra ára. Þetta er mat íslensks prófessors sem telur að eftir sjö til átta ár muni fimm hundruð olíuskip fara framhjá Íslandi árlega. Við það aukist hættan á stóru olíuslysi við strendur landsins. Erlent 18.11.2006 19:08 Fyrstu íslensku eldflauginni skotið á loft Eldflaug var skotið upp í fyrsta sinn frá Íslandi af Íslendingum í dag. Enginn varð þó fyrir skotinu enda til gamans gert. Innlent 18.11.2006 18:33 Ráðist á karlmann á sjötugsaldri Karlmaður á sjötugsaldri missti fjórar tennur og slasaðist á nefi eftir árás fjögurra karlamanna rétt fyrir miðnætti í gær. Maðurinn var að aka bíl sínum frá miðbænum, þar sem hann hafði verið að týna dósir, og ók eftir Flugvallarvegi. Innlent 18.11.2006 18:10 Leið yfir förgun fuglanna Það var dauft yfir Húsdýragarðinum í dag enda síðasti dagur flestra fuglanna þar á morgun, en þeim verður fargað eftir helgi vegna hættu á fuglaflensu. Innlent 18.11.2006 17:57 Fjórir látnir og tveir helsærðir Norðmenn eru felmtri slegnir eftir að karlmaður myrti þrjá og svipti sig lífi í Noregi í dag. Tveir liggja helsærðir. Fólkið tengdist allt fjölskylduböndum. Erlent 18.11.2006 17:53 Ökumaður enn á gjörgæsludeild Karlmaður sem fluttur var á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir bílslys, við bæinn Breiðumýri í Reykjadal í gærkvöldi, liggur enn á gjörgæsludeild. Maðurinn er mikið brotinn og gekkst undir fjölda aðgerða í nótt. Innlent 18.11.2006 16:47 Sturla leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir. Innlent 18.11.2006 16:09 Tom Cruise og Katie Holmes komin í kastalann Fjöldi fólks hefur safnast saman við fimmtándu aldar kastala, rétt norðan við Róm á Ítalíu, þar sem búist er við að Hollywood leikararnir Tom Cruise og Katie Holmes gangi í það heilaga í dag. Parið er nú komið í kastalann og hafa stórstjörnur, á borð við Jennifer Lopez, Will Smith og Jim Carrey, streymt þangað í dag. Erlent 18.11.2006 15:56 Draga á úr kolmunaveiðum Samkomulag tókst milli allra aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar um að draga úr kolmunaveiðum á ársfundi nefndarinnar sem lauk í dag. Innlent 18.11.2006 15:24 Stjórnarformaður Visa International segir upp Christopher Rodrigues, stjórnarformaður Visa International, hefur sagt upp störfum. Uppsögnin mun vera óánægja með almennt hlutafjárútboð í greiðslukortafyrirtækinu og skráningu þess á markað. Viðskipti erlent 18.11.2006 15:17 Stakk þrjá til bana í Noregi Þrír létust og tveir eru alvarlega sárir eftir árás karlmanns á fertugsaldri í Noregi. Maðurinn stakk konu og tvo karlmenn í íbúð í bænum Nøtterøy fyrr í dag. Einn af þeim sem var í íbúðinni lést en hinir særðust. Árásarmaðurinn komst undan, og hélt til fjölskyldumeðlima sinna í Sandefjord, þar sem hann drap tvo þeirra. Maðurinn svipti sig svo lífi. Erlent 18.11.2006 15:08 Selur í smábátahöfninni í Reykjavík Þeir sem leið hafa átt um smábátahöfnina við Elliðavog í Reykjavík í dag hafa margir hverjir séð nokkuð óvenjulega sjón. Þar hefur selur hafst við á ísbreiðu inni í höfninni. Selurinn er hinn rólegasti og kippir sér ekki upp við athygli vegfarenda. Innlent 18.11.2006 14:48 Gagnrýna tillögur um að banna slæður Hollenskir múslímar gagnrýna tillögu stjórnvalda um að banna konum að ganga með búrkur eða slæður, sem hylja andlit múslímskra kvenna, á almannafæri. Hópar múslíma í Hollandi segja að bannið ala á ótta við múslimum og eingangra þá í þjóðfélaginu. Erlent 18.11.2006 14:05 Nokkuð kalt á opnunardegi Hlíðarfjalls Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er opið í dag. Þetta er fyrsti opnunardagurinn á þessum vetri en snjórinn er fyrr á ferðinni en venjulega. Skíðalyftur eru opnar og helstu skíðaleiðir hafa verið troðnar. Einnig er hægt að nota göngubrautir. Nokkuð kalt er á svæðinu en þar er nú 14 stiga frost og logn. Innlent 18.11.2006 13:33 Styrkja framsækin verkefni í geðheilbrigðismálum Sparisjóðurinn hefur sett af stað söfnun til styrktar framsæknum verkefnum í geðheilbrigðismálum, þar sem markmið er að ná að safna tuttugu og fimm milljónum króna. Innlent 18.11.2006 13:17 Geta útmáð kreditkortanúmer Tæknimenn Bónuss hafa fundið leið til að útmá kreditkortanúmer viðskiptavina af kassastrimlum. Innlent 18.11.2006 13:12 SÞ: Ályktun samþykkt Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn greiddu atkvæði gegn ályktuninni og Ísraelar sögðu ekki tekið á mikilvægum atriðum málsins. Erlent 18.11.2006 13:05 Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið. Innlent 18.11.2006 12:36 Ársæll hélt aftur til veiða í morgun Ársæll ÁR-66, tvö hundruð brúttólesta netabátur, hélt aftur til veiða í morgun en björgunarskipum Slysavarnafélags Landsbjargar í Sandgerði tókst á miðnætti að bjarga bátnum af strandstað í innsiglingunni til Sandgerðis. Ekki reyndust miklar skemmdir á bátnum. Innlent 18.11.2006 12:24 Sykurmolarnir fylltu Höllina Fullt var út úr dyrum á tónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hljómsveitin koma saman á nýjan leik til að minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því fyrsta smáskífa sveitarinnar, afmæli, kom út hinn 17. nóvember 1986. Innlent 18.11.2006 11:16 Reynt að stilla til friðar á Tonga Her- og lögreglumenn frá Nýja Sjálandi eru komnir til Kyrrahafseyjunnar Tonga þar sem til harðra átaka hefur komið síðustu daga. Átta hafa týnt lífi og óeirðaseggir hafa lagt nærri allt viðskiptahverfi höfuðborgarinnar, Nuku'Alofa, í rúst. Allt var þó með kyrrum kjörum í morgun. Erlent 18.11.2006 10:40 « ‹ 311 312 313 314 315 316 317 318 319 … 334 ›
Sextán ára undir stýri Þrír sextán ára piltar voru teknir við akstur í umdæmi lögreglunnar í Árnessýslu í nótt og í gær. Eins og aldur þeirra segir til um voru þeir allir próflausir og einn þeirra grunaður um ölvun við akstur. Innlent 19.11.2006 10:09
Fresta þarf ferð hjá Herjólfi Fresta þarf fyrri ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum í dag vegna veðurs. Ferðin verður farin klukkan tólf frá Vestmannaeyjum og klukkan fjögur frá Þorlákshöfn. Seinni ferð Herjólfs í dag fellur niður. Innlent 19.11.2006 10:06
Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Viðskipti erlent 19.11.2006 03:24
Víða ófært Á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi er snjóþekja og éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Ófært og stórhríð er á Fróðárheiði. Innlent 19.11.2006 09:58
Ófærð og snjór á höfuðborgarsvæðinu Á milli sextíu og sjötíu björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa sinnt yfir eitt hundrað og tuttugu verkefnum í nótt og í morgun vegna mikillar ófærðar. Bílar eru víða fastir eftir mikla ofankomu í nótt. Búið er að hreinsa flestar stærstu umferðaræðarnar en íbúðargötur eru þó margar hverjar á kafi í snjó. Innlent 19.11.2006 09:22
Eldur logaði í kjallara á Akureyri Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi í Brekagili á sjötta tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í kjallara hússins. Kveikt hafði verið í pappír í sameign í kjallaranum og myndaðist mikill reykur sem lagði upp allan stigaganginn. Innlent 18.11.2006 21:02
Árásir í Darfur-héraði Stjórnvöld í Súdan og Janjaweed-sveitirnar hafa hafið árásir á ný í norðurhluta Darfur-héraðs. Afríkubandalagið segir árásirnar brjóta í bága við öryggissáttmála sem er í gildi. Uppreisnarmenn á svæðinu telja að sjötíu manns hafi látist í árásunum. Erlent 18.11.2006 20:32
Sigurbjörn Einarsson biskup enn að predika Sigurbjörn Einarsson biskup predikar á morgun í Grafavogskirkju á Degi orðsins. Sigurbjörn er 95 ára og þykir einn áhrifamesti kirkjuhöfðingi seinni ára. Messan hefst klukkan ellefu en fyrir hana verða haldin fjögur erindi um biskupinn. Innlent 18.11.2006 19:47
Eru nú hjón Giftingu stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes var að ljúka. Talsmaður leikarans Tom Cruise staðfesti þetta nú rétt í þessu. Erlent 18.11.2006 19:23
Ísland í alfaraleið Ísland verður í alfaraleið flutningaskipa í heiminum innan fárra ára. Þetta er mat íslensks prófessors sem telur að eftir sjö til átta ár muni fimm hundruð olíuskip fara framhjá Íslandi árlega. Við það aukist hættan á stóru olíuslysi við strendur landsins. Erlent 18.11.2006 19:08
Fyrstu íslensku eldflauginni skotið á loft Eldflaug var skotið upp í fyrsta sinn frá Íslandi af Íslendingum í dag. Enginn varð þó fyrir skotinu enda til gamans gert. Innlent 18.11.2006 18:33
Ráðist á karlmann á sjötugsaldri Karlmaður á sjötugsaldri missti fjórar tennur og slasaðist á nefi eftir árás fjögurra karlamanna rétt fyrir miðnætti í gær. Maðurinn var að aka bíl sínum frá miðbænum, þar sem hann hafði verið að týna dósir, og ók eftir Flugvallarvegi. Innlent 18.11.2006 18:10
Leið yfir förgun fuglanna Það var dauft yfir Húsdýragarðinum í dag enda síðasti dagur flestra fuglanna þar á morgun, en þeim verður fargað eftir helgi vegna hættu á fuglaflensu. Innlent 18.11.2006 17:57
Fjórir látnir og tveir helsærðir Norðmenn eru felmtri slegnir eftir að karlmaður myrti þrjá og svipti sig lífi í Noregi í dag. Tveir liggja helsærðir. Fólkið tengdist allt fjölskylduböndum. Erlent 18.11.2006 17:53
Ökumaður enn á gjörgæsludeild Karlmaður sem fluttur var á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir bílslys, við bæinn Breiðumýri í Reykjadal í gærkvöldi, liggur enn á gjörgæsludeild. Maðurinn er mikið brotinn og gekkst undir fjölda aðgerða í nótt. Innlent 18.11.2006 16:47
Sturla leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir. Innlent 18.11.2006 16:09
Tom Cruise og Katie Holmes komin í kastalann Fjöldi fólks hefur safnast saman við fimmtándu aldar kastala, rétt norðan við Róm á Ítalíu, þar sem búist er við að Hollywood leikararnir Tom Cruise og Katie Holmes gangi í það heilaga í dag. Parið er nú komið í kastalann og hafa stórstjörnur, á borð við Jennifer Lopez, Will Smith og Jim Carrey, streymt þangað í dag. Erlent 18.11.2006 15:56
Draga á úr kolmunaveiðum Samkomulag tókst milli allra aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar um að draga úr kolmunaveiðum á ársfundi nefndarinnar sem lauk í dag. Innlent 18.11.2006 15:24
Stjórnarformaður Visa International segir upp Christopher Rodrigues, stjórnarformaður Visa International, hefur sagt upp störfum. Uppsögnin mun vera óánægja með almennt hlutafjárútboð í greiðslukortafyrirtækinu og skráningu þess á markað. Viðskipti erlent 18.11.2006 15:17
Stakk þrjá til bana í Noregi Þrír létust og tveir eru alvarlega sárir eftir árás karlmanns á fertugsaldri í Noregi. Maðurinn stakk konu og tvo karlmenn í íbúð í bænum Nøtterøy fyrr í dag. Einn af þeim sem var í íbúðinni lést en hinir særðust. Árásarmaðurinn komst undan, og hélt til fjölskyldumeðlima sinna í Sandefjord, þar sem hann drap tvo þeirra. Maðurinn svipti sig svo lífi. Erlent 18.11.2006 15:08
Selur í smábátahöfninni í Reykjavík Þeir sem leið hafa átt um smábátahöfnina við Elliðavog í Reykjavík í dag hafa margir hverjir séð nokkuð óvenjulega sjón. Þar hefur selur hafst við á ísbreiðu inni í höfninni. Selurinn er hinn rólegasti og kippir sér ekki upp við athygli vegfarenda. Innlent 18.11.2006 14:48
Gagnrýna tillögur um að banna slæður Hollenskir múslímar gagnrýna tillögu stjórnvalda um að banna konum að ganga með búrkur eða slæður, sem hylja andlit múslímskra kvenna, á almannafæri. Hópar múslíma í Hollandi segja að bannið ala á ótta við múslimum og eingangra þá í þjóðfélaginu. Erlent 18.11.2006 14:05
Nokkuð kalt á opnunardegi Hlíðarfjalls Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er opið í dag. Þetta er fyrsti opnunardagurinn á þessum vetri en snjórinn er fyrr á ferðinni en venjulega. Skíðalyftur eru opnar og helstu skíðaleiðir hafa verið troðnar. Einnig er hægt að nota göngubrautir. Nokkuð kalt er á svæðinu en þar er nú 14 stiga frost og logn. Innlent 18.11.2006 13:33
Styrkja framsækin verkefni í geðheilbrigðismálum Sparisjóðurinn hefur sett af stað söfnun til styrktar framsæknum verkefnum í geðheilbrigðismálum, þar sem markmið er að ná að safna tuttugu og fimm milljónum króna. Innlent 18.11.2006 13:17
Geta útmáð kreditkortanúmer Tæknimenn Bónuss hafa fundið leið til að útmá kreditkortanúmer viðskiptavina af kassastrimlum. Innlent 18.11.2006 13:12
SÞ: Ályktun samþykkt Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn greiddu atkvæði gegn ályktuninni og Ísraelar sögðu ekki tekið á mikilvægum atriðum málsins. Erlent 18.11.2006 13:05
Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið. Innlent 18.11.2006 12:36
Ársæll hélt aftur til veiða í morgun Ársæll ÁR-66, tvö hundruð brúttólesta netabátur, hélt aftur til veiða í morgun en björgunarskipum Slysavarnafélags Landsbjargar í Sandgerði tókst á miðnætti að bjarga bátnum af strandstað í innsiglingunni til Sandgerðis. Ekki reyndust miklar skemmdir á bátnum. Innlent 18.11.2006 12:24
Sykurmolarnir fylltu Höllina Fullt var út úr dyrum á tónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hljómsveitin koma saman á nýjan leik til að minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því fyrsta smáskífa sveitarinnar, afmæli, kom út hinn 17. nóvember 1986. Innlent 18.11.2006 11:16
Reynt að stilla til friðar á Tonga Her- og lögreglumenn frá Nýja Sjálandi eru komnir til Kyrrahafseyjunnar Tonga þar sem til harðra átaka hefur komið síðustu daga. Átta hafa týnt lífi og óeirðaseggir hafa lagt nærri allt viðskiptahverfi höfuðborgarinnar, Nuku'Alofa, í rúst. Allt var þó með kyrrum kjörum í morgun. Erlent 18.11.2006 10:40