Fyrstu íslensku eldflauginni skotið á loft 18. nóvember 2006 18:33 Eldflaug var skotið upp í fyrsta sinn frá Íslandi af Íslendingum í dag. Enginn varð þó fyrir skotinu enda til gamans gert. Sumir hafa sérkennilegri áhugamál en aðrir. Þeirra á meðal eru pípari nokkur, vélsmiður og efnafræðinemi, þeir Smári Freyr Smárason, Steinn Hlíðar Jónsson og Magnús Már Guðnason sem eyða tómstundum sínum og skotsilfri í að smíða eldflaugar. Fjöldi fólks var saman kominn á Vigdísarvöllum skammt frá Krýsuvík til að fylgjast með þessari fyrstu íslensku eldflaug sem skotið hefur verið á loft hér. Markmiðið var að ná henni upp í um það bil 1000 metra hæð, koma henni í 5-600 km hraða á um hálfri sekúndu og fá hana niður í fallhlíf í um 500 metra radíus frá skotstaðnum. Og það tókst. Flaugin kom stráheil niður, náði 590 km hraða á hálfri sekúndu og fór upp í 1080 metra hæð við mikinn fögnuð viðstaddra. En til hvers í ósköpunum að smíða eldflaug? "Þetta er bara gaman," segir efnafræðineminn Magnús. En þetta er dýrt hobbí, þessi flaug hefur kostað þá skólapilta 350-400 þús. kr. "En tilgangurinn er að smíða þrjár flaugar og ná hljóðhraða með þeirri þriðju, um 1200 kílómetra á klukkustund," segir Smári Freyr sem er forsprakki eldflaugasmiðanna. En hvað er fengið með því annað en fúttið? "Fúttið," svarar Smári og brosir í kampinn. Fréttir Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Eldflaug var skotið upp í fyrsta sinn frá Íslandi af Íslendingum í dag. Enginn varð þó fyrir skotinu enda til gamans gert. Sumir hafa sérkennilegri áhugamál en aðrir. Þeirra á meðal eru pípari nokkur, vélsmiður og efnafræðinemi, þeir Smári Freyr Smárason, Steinn Hlíðar Jónsson og Magnús Már Guðnason sem eyða tómstundum sínum og skotsilfri í að smíða eldflaugar. Fjöldi fólks var saman kominn á Vigdísarvöllum skammt frá Krýsuvík til að fylgjast með þessari fyrstu íslensku eldflaug sem skotið hefur verið á loft hér. Markmiðið var að ná henni upp í um það bil 1000 metra hæð, koma henni í 5-600 km hraða á um hálfri sekúndu og fá hana niður í fallhlíf í um 500 metra radíus frá skotstaðnum. Og það tókst. Flaugin kom stráheil niður, náði 590 km hraða á hálfri sekúndu og fór upp í 1080 metra hæð við mikinn fögnuð viðstaddra. En til hvers í ósköpunum að smíða eldflaug? "Þetta er bara gaman," segir efnafræðineminn Magnús. En þetta er dýrt hobbí, þessi flaug hefur kostað þá skólapilta 350-400 þús. kr. "En tilgangurinn er að smíða þrjár flaugar og ná hljóðhraða með þeirri þriðju, um 1200 kílómetra á klukkustund," segir Smári Freyr sem er forsprakki eldflaugasmiðanna. En hvað er fengið með því annað en fúttið? "Fúttið," svarar Smári og brosir í kampinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira