Fréttir

Fréttamynd

Le Pen segist fórnarlamb samsæris

Franski hægri maðurinn Jean-Marie Le Pen hefur beðið borgarstjóra Frakklands um að styðja forsetaframboð sitt, og sagði að helstu stjórnmálaflokkarnir hafi gert samsæri um að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram.

Erlent
Fréttamynd

Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst hér á landi á föstudag en þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir slíku átaki. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er Eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum!, en með því er lögð áhersla á að ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot sem hvergi eig að viðgangast.

Innlent
Fréttamynd

Lítil von um björgun úr pólskri námu

Vonir hafa dvínað um að hægt verði að bjarga fimmtán pólskum námumönnum, sem nú hafi verið lokaðir ofan í námu sinni í einn sólarhring. Björgunarsveitir urðu frá að hverfa, í dag, vegna mikillar hættu á annarri sprengingu.

Erlent
Fréttamynd

Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt

Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Búast við loftárásum á Íran næsta sumar

Tvær hugveitur í Bandaríkjunum telja líklegt að George Bush, forseti, muni fyrirskipa sprengjuárásir á Íran næsta sumar, til þess að koma í veg fyrir að landið komi sér upp kjarnorkusprengjum.

Erlent
Fréttamynd

Bakkavör Group kaupir Fresh Cook Limited

Bakkavör Group hefur náð samkomulagi um kaup á öllu útgefnu hlutafé í breska samrekstrarfélaginu Fresh Cook Limited, sem hefur verið í eigu Bakkavarar Group og Rannoch Foods síðan í október 2004. Fresh Cook Limited sérhæfir sig í framleiðslu á réttum sem eru „tilbúnir til eldunar”.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kerkorian vill stóran hlut í spilavítakeðju

Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian lýsti því yfir í dag að hann hefði hug á að verja sem nemur 825 milljónum dala eða tæplega 60 milljörðum íslenskra króna til að auka við hlut sinn í MGM Mirage, sem á og rekurhótel- og spilavíti í Las Vegas og Atlantic City í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaða þjófnaði á vörum vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samanlögð upphæð þess sem hann stal nam um sjö þúsund krónum en vörunum rændi maðurinn á tímabilinu ágúst í fyrra til októbermánaðar á þessu ári

Innlent
Fréttamynd

Sigurerni sleppt á föstudag

Stefnt er að því að sleppa erninum Sigurerni sem dvalið hefur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum undanfarna mánuði nærri Grundarfirði á föstudag. Örninn komst í fréttirnar í júní síðastliðnum þegar honum var bjargað eftir að hann hafði steypst ofan í lón nærri Grundarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Alcoa segir upp 5 prósent starfsmanna

Álfyrirtækið Alcoa hefur í hyggju að segja upp 6.700 manns um allan heim og loka einni verksmiðju á næsta ári. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu í rekstri fyrirtæksins, að því er fyrirtækið greinir frá. Þá mun álfyrirtækið sömuleiðis hefja sameiginlegan rekstur með Sapa Gropu, einu af dótturfélögum norska stórfyrirtækisins Orkla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mannlegir skildir í Palestínu

Amerískur prestur og nunna, eru komin í hóp palestínumanna sem hafa slegið skjaldborg um heimili á Gaza svæðinu, til þess að hindra að ísraelski flugherinn geri loftárás á húsið. Presturinn sagði að Guð hefði sent þau til þess að vernda Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Hagvöxtur dregst mest saman á Íslandi á milli ára

Búist er við að heldur dragi úr hagvexti í hinum norrænu ríkjum á næsta ári ef undan er skilinn Noregur, en mest dregur úr honum hér á landi. Reiknað er með að hagvöxtur á Norðurlöndunum verði að meðaltali um 3,4 prósent á þessu ári en þrjú prósent árið 2007.

Innlent
Fréttamynd

Talibanar undirbúa nýja sókn í Afganistan

Einn af æðstu herforingjum talibana, í Afganistan, segir að þeir séu að undirbúa nýjar árásir á stjórnarher landsins og friðargæslusveitir NATO, þegar snjóa leysir næsta vor. Bardagar við talibana hafa verið harðari á þessu ári en nokkrusinni síðan þeir voru hraktir frá völdum árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Skipar starfshóp vegna stækkunar friðlands Þjórsárvera

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Hringdi bjöllunni á Wall Street

Sérstakur Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni við Wall Street í New York í gær. þar sem Geir Haarde forsætisráðherra hringdi bjöllu stofnunarinnar og lokaði þannig viðskiptadeginum.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskar auðlindir í almannaeign?

Hugmyndir hafa komið upp um að stofna Íslenska auðlindasjóðinn ohf. sem væri sjóður í eigu almennings um nýtingu og virkjunarrétt allra sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands telur hugmyndina fyrirsagnakennda og nær væri að snúa henni við og vernda íslenska náttúru.

Innlent
Fréttamynd

Óttast áframhaldandi víg

Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Alcatel höfðar mál gegn Microsoft

Franski símtækjaframleiðandinn Alcatel hefur höfðað mál gegn bandaríska hugbúnaðarrisanum Microsoft fyrir sjö brot á rétthafalögum. Ekki liggur fyrir hvaða brot nákvæmlega Alcatel telur að Microsoft hafi framið að öðru leyti en því að þau tengjast stafrænum myndaskrám og netsamskiptakerfum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi bréfa í Google rauf 500 dala múrinn

Gengi bréfa í bandaríska netfyrirtækinu Google er nú í fyrsta sinn komið yfir 500 dali eða rúmar 35.000 krónur á hlut. Bréf í fyrirtækinu fór hæst í 510 dali á hlut í viðskiptum dagsins á Nasdaq-markaðnum vestanhafs í gær en lokaði í 509,65 dölum. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestingafélag kaupir í LSE

Bandaríska fjárfestingafélagið Heyman greindi frá því í gær að það hefði yfir að ráða 8,8 prósenta hlut í Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Svo stór eignarhlutur getur komið í veg fyrir yfirtöku og samruna Nasdaq-markaðarins við LSE.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dætur Bush rændar

Önnur tvíburadætra Georges Bush, forseta Bandaríkjanna, var rænd veski sínu og farsíma á veitingahúsi í Bueons Aires um síðustu helgi. Lífverðir bandarísku leyniþjónustunnar urðu einskis varir.

Erlent