Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt 22. nóvember 2006 16:20 Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira