Fréttir Meiri ánægja með skýrslur í Barnahúsi Bæði börn og foreldrar eru ánægðari með skýrslutökur sem fara fram í Barnahúsi en í húsnæði dómstóla. Innlent 23.1.2012 21:30 Seldu handavinnuna til að styrkja langveik börn Krakkarnir í þremur yngstu bekkjardeildum Sæmundarskóla í Grafarholti söfnuðu hátt í þrjátíu þúsund krónum á basar til styrktar langveikum börnum. Innlent 23.1.2012 21:30 Hugnast ekki hugmyndir um þjóðstjórn Listi Kópavogsbúa skoraði í gær á önnur framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs að mynda "nokkurs konar þjóðstjórn“. Innlent 23.1.2012 21:30 Vantar höfuðkirkju segir sveitarstjóri Sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju vill að Rangárþing eystra komi að byggingu nýrrar kirkju og samnýtingu húsnæðis og starfsmanns. Innlent 23.1.2012 21:30 54 fyrirtæki fengið milljarð afskrifaðan Alls 45 fyrirtæki hafa fengið skuldir niðurfelldar fyrir milljarð króna eða meira í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu. Níu fyrirtæki hafa að auki fengið felldar niður skuldir fyrir milljarð eða meira, eða svo háum skuldum breytt í hlutafé, í tengslum við nauðasamninga. Alls hafa því 54 fyrirtæki fengið skuldir felldar niður fyrir milljarð eða meira. Viðskipti innlent 23.1.2012 21:30 Safna svo fáist augnlæknir Augnlæknir fæst ekki lengur til starfa á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi vegna tækjaskorts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollvinasamtökum HSB um söfnunarátak fyrir nýjum búnaði fyrir HSB. Innlent 23.1.2012 21:29 Bestu opinberu vefirnir valdir Tryggingastofnun er með besta opinbera vefinn og Akureyrarbær með besta sveitarfélagsvefinn. Þetta er mat dómnefndar sem var fengin til að meta 267 opinbera vefi. Innlent 23.1.2012 21:29 Vill selja hlut í Faxaflóahöfnum Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað á aukafundi á sunnudagskvöld að reyna að selja hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum. Tilgangurinn er að fjármagna hluta Borgarbyggðar í átta milljarða króna lánveitingu eigenda til Orkuveitu Reykjavíkur. Innlent 23.1.2012 21:30 Málum fjölgaði um 40 prósent milli ára Á árinu 2011 bárust umboðsmanni Alþingis alls 519 kvartanir. Á sama tíma tók hann til athugunar níu mál að eigin frumkvæði. Skráð mál á árinu voru því alls 528 talsins, en það er 40 prósenta fjölgun frá árinu áður. Innlent 23.1.2012 21:30 Hækkanir verði dregnar til baka Hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við aldraða koma mjög illa við eldri borgara. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir hækkununum í ályktun og skorar á borgina að draga þær til baka. Innlent 23.1.2012 21:29 Niinistö mætir Haavisto Sauli Niinistö, fyrrum fjármálaráðherra úr flokki íhaldsmanna, og Pekka Haavisto, þingmaður úr flokki græningja, munu mætast í annarri umferð finnsku forsetakosninganna. Erlent 23.1.2012 21:30 Fimmtán hafa fundist látnir Talið er að laumufarþegar hafi verið um borð í ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við strendur Toscana-héraðs á Ítalíu 13. janúar. Því má gera ráð fyrir að tala týndra sé hærri en greint var frá í fyrstu. Erlent 23.1.2012 21:30 Hafna hugmyndum Arababandalagsins Stjórnvöld í Sýrlandi höfnuðu í gær hugmyndum Arababandalagsins um að koma á friði í landinu. Þær fólu meðal annars í sér að Bashar a-Assad forseti færi frá völdum, þjóðstjórn yrði mynduð innan tveggja mánaða og lýðræðislegar kosningar færu fram undir alþjóðlegu eftirliti. Erlent 23.1.2012 21:30 Evrópusambandið í hart gegn Írönum Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Erlent 23.1.2012 21:30 Isavia leyft að svara til um fangaflug CIA Isavia hefur fengið heimild til að svara fyrirspurn um flug sem talið var á vegum CIA með fanga. Tvenn mannréttindasamtök birtu nýverið áfangaskýrslu þar sem Evrópulönd eru sökuð um að hylma yfir með pyntingum. Innlent 29.12.2011 21:56 Eyjalögreglan rannsakar banvæna árás á á "Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. "Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. "Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. Innlent 29.12.2011 21:56 Kvartar til Persónuverndar vegna dagbókar Móðir unglingsstúlku hefur lagt fram kvörtun til Persónuverndar vegna birtingar dagbókar stúlkunnar í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Dóttir konunnar kærði lögreglumann á Blönduósi fyrir að hafa káfað á sér innanklæða í fyrra, þegar hún var 15 ára. Innlent 28.12.2011 21:48 Stefnt að nauðasamningum Kaupþings á vormánuðum Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhaldsfélagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember. Viðskipti innlent 28.12.2011 22:17 Snjóamet slegið í höfuðborginni Snjór hefur nú legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess samfleytt frá 26. nóvember. Aldrei áður frá upphafi mælinga hefur snjór verið samfleytt svo lengi á fyrri hluta vetrar, segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Innlent 28.12.2011 21:48 Hæsta tilboð í endurskoðun fjórfalt hærra en lægsta boð Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Innlent 28.12.2011 21:47 Íslenskur arkitekt þéttir danska byggð Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Innlent 28.12.2011 21:48 Sérstaða NBA-deildarinnar Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins í knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir í viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en 1 milljón dollara, eða sem nemur 115 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppnin er löng og ströng. Hvert lið spilar yfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit. Viðskipti innlent 28.12.2011 21:47 Bernhöftsbakarí verður opið enn um sinn "Ég held bara áfram að vera hérna í rólegheitunum,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, sem ætlar ekki að flytja starfsemina úr Bergstaðastræti 13 þótt leigusamningurinn renni út um áramótin. Viðskipti innlent 28.12.2011 21:48 Blaðakassar teknir niður Fréttablaðskassar verða teknir niður fyrir áramót og settir upp aftur á nýju ári. Þetta er gert til að koma í veg fyrir skemmdarverk, en undanfarin ár hefur borið á því að kassar séu sprengdir upp. Innlent 28.12.2011 21:49 Fæstar friðlýsingar eru á náttúruverndaráætlun Sjö svæði voru friðlýst á árinu 2011. Aðeins tvö þeirra voru á náttúruverndaráætlun sem samþykkt er af Alþingi. Sveitarfélög og landeigendur eiga frumkvæði að öðrum friðlýsingum. Til skoðunar er að breyta ferli friðlýsinga. Innlent 28.12.2011 22:03 Viðskipti FSÍ með Vestia og Icelandair Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. Viðskipti innlent 28.12.2011 21:47 Minni umferð um Víkurskarð Meðalumferð um Víkurskarð verður líklega 1.173 bílar á sólarhring á þessu ári, samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar. Innlent 28.12.2011 21:48 Veiðar skila um 25 milljörðum Makrílveiðar skiluðu þjóðarbúinu ríflega 25 milljörðum króna á síðasta ári, sem er um fimm prósent af útflutningstekjum Íslands. Meira en 1.000 ársverk urðu til vegna veiðanna, samkvæmt samantekt sjávarútvegsráðuneytisins. Viðskipti innlent 28.12.2011 21:48 Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Innlent 28.12.2011 21:48 Borga tæknifrjóvgun fullu verði Hætt verður að niðurgreiða fyrstu tæknifrjóvgun barnlausra para og einhleypra kvenna um áramót. Þá verður alfarið hætt að niðurgreiða tæknifrjóvgunarmeðferðir fyrir fólk sem á barn fyrir, en þátttaka Sjúkratrygginga í þeim tilvikum hefur verið 15 prósent af kostnaði. Innlent 28.12.2011 21:47 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 334 ›
Meiri ánægja með skýrslur í Barnahúsi Bæði börn og foreldrar eru ánægðari með skýrslutökur sem fara fram í Barnahúsi en í húsnæði dómstóla. Innlent 23.1.2012 21:30
Seldu handavinnuna til að styrkja langveik börn Krakkarnir í þremur yngstu bekkjardeildum Sæmundarskóla í Grafarholti söfnuðu hátt í þrjátíu þúsund krónum á basar til styrktar langveikum börnum. Innlent 23.1.2012 21:30
Hugnast ekki hugmyndir um þjóðstjórn Listi Kópavogsbúa skoraði í gær á önnur framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs að mynda "nokkurs konar þjóðstjórn“. Innlent 23.1.2012 21:30
Vantar höfuðkirkju segir sveitarstjóri Sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju vill að Rangárþing eystra komi að byggingu nýrrar kirkju og samnýtingu húsnæðis og starfsmanns. Innlent 23.1.2012 21:30
54 fyrirtæki fengið milljarð afskrifaðan Alls 45 fyrirtæki hafa fengið skuldir niðurfelldar fyrir milljarð króna eða meira í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu. Níu fyrirtæki hafa að auki fengið felldar niður skuldir fyrir milljarð eða meira, eða svo háum skuldum breytt í hlutafé, í tengslum við nauðasamninga. Alls hafa því 54 fyrirtæki fengið skuldir felldar niður fyrir milljarð eða meira. Viðskipti innlent 23.1.2012 21:30
Safna svo fáist augnlæknir Augnlæknir fæst ekki lengur til starfa á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi vegna tækjaskorts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollvinasamtökum HSB um söfnunarátak fyrir nýjum búnaði fyrir HSB. Innlent 23.1.2012 21:29
Bestu opinberu vefirnir valdir Tryggingastofnun er með besta opinbera vefinn og Akureyrarbær með besta sveitarfélagsvefinn. Þetta er mat dómnefndar sem var fengin til að meta 267 opinbera vefi. Innlent 23.1.2012 21:29
Vill selja hlut í Faxaflóahöfnum Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað á aukafundi á sunnudagskvöld að reyna að selja hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum. Tilgangurinn er að fjármagna hluta Borgarbyggðar í átta milljarða króna lánveitingu eigenda til Orkuveitu Reykjavíkur. Innlent 23.1.2012 21:30
Málum fjölgaði um 40 prósent milli ára Á árinu 2011 bárust umboðsmanni Alþingis alls 519 kvartanir. Á sama tíma tók hann til athugunar níu mál að eigin frumkvæði. Skráð mál á árinu voru því alls 528 talsins, en það er 40 prósenta fjölgun frá árinu áður. Innlent 23.1.2012 21:30
Hækkanir verði dregnar til baka Hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við aldraða koma mjög illa við eldri borgara. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir hækkununum í ályktun og skorar á borgina að draga þær til baka. Innlent 23.1.2012 21:29
Niinistö mætir Haavisto Sauli Niinistö, fyrrum fjármálaráðherra úr flokki íhaldsmanna, og Pekka Haavisto, þingmaður úr flokki græningja, munu mætast í annarri umferð finnsku forsetakosninganna. Erlent 23.1.2012 21:30
Fimmtán hafa fundist látnir Talið er að laumufarþegar hafi verið um borð í ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við strendur Toscana-héraðs á Ítalíu 13. janúar. Því má gera ráð fyrir að tala týndra sé hærri en greint var frá í fyrstu. Erlent 23.1.2012 21:30
Hafna hugmyndum Arababandalagsins Stjórnvöld í Sýrlandi höfnuðu í gær hugmyndum Arababandalagsins um að koma á friði í landinu. Þær fólu meðal annars í sér að Bashar a-Assad forseti færi frá völdum, þjóðstjórn yrði mynduð innan tveggja mánaða og lýðræðislegar kosningar færu fram undir alþjóðlegu eftirliti. Erlent 23.1.2012 21:30
Evrópusambandið í hart gegn Írönum Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Erlent 23.1.2012 21:30
Isavia leyft að svara til um fangaflug CIA Isavia hefur fengið heimild til að svara fyrirspurn um flug sem talið var á vegum CIA með fanga. Tvenn mannréttindasamtök birtu nýverið áfangaskýrslu þar sem Evrópulönd eru sökuð um að hylma yfir með pyntingum. Innlent 29.12.2011 21:56
Eyjalögreglan rannsakar banvæna árás á á "Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. "Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. "Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. Innlent 29.12.2011 21:56
Kvartar til Persónuverndar vegna dagbókar Móðir unglingsstúlku hefur lagt fram kvörtun til Persónuverndar vegna birtingar dagbókar stúlkunnar í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Dóttir konunnar kærði lögreglumann á Blönduósi fyrir að hafa káfað á sér innanklæða í fyrra, þegar hún var 15 ára. Innlent 28.12.2011 21:48
Stefnt að nauðasamningum Kaupþings á vormánuðum Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhaldsfélagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember. Viðskipti innlent 28.12.2011 22:17
Snjóamet slegið í höfuðborginni Snjór hefur nú legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess samfleytt frá 26. nóvember. Aldrei áður frá upphafi mælinga hefur snjór verið samfleytt svo lengi á fyrri hluta vetrar, segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Innlent 28.12.2011 21:48
Hæsta tilboð í endurskoðun fjórfalt hærra en lægsta boð Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Innlent 28.12.2011 21:47
Íslenskur arkitekt þéttir danska byggð Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Innlent 28.12.2011 21:48
Sérstaða NBA-deildarinnar Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins í knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir í viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en 1 milljón dollara, eða sem nemur 115 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppnin er löng og ströng. Hvert lið spilar yfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit. Viðskipti innlent 28.12.2011 21:47
Bernhöftsbakarí verður opið enn um sinn "Ég held bara áfram að vera hérna í rólegheitunum,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, sem ætlar ekki að flytja starfsemina úr Bergstaðastræti 13 þótt leigusamningurinn renni út um áramótin. Viðskipti innlent 28.12.2011 21:48
Blaðakassar teknir niður Fréttablaðskassar verða teknir niður fyrir áramót og settir upp aftur á nýju ári. Þetta er gert til að koma í veg fyrir skemmdarverk, en undanfarin ár hefur borið á því að kassar séu sprengdir upp. Innlent 28.12.2011 21:49
Fæstar friðlýsingar eru á náttúruverndaráætlun Sjö svæði voru friðlýst á árinu 2011. Aðeins tvö þeirra voru á náttúruverndaráætlun sem samþykkt er af Alþingi. Sveitarfélög og landeigendur eiga frumkvæði að öðrum friðlýsingum. Til skoðunar er að breyta ferli friðlýsinga. Innlent 28.12.2011 22:03
Viðskipti FSÍ með Vestia og Icelandair Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. Viðskipti innlent 28.12.2011 21:47
Minni umferð um Víkurskarð Meðalumferð um Víkurskarð verður líklega 1.173 bílar á sólarhring á þessu ári, samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar. Innlent 28.12.2011 21:48
Veiðar skila um 25 milljörðum Makrílveiðar skiluðu þjóðarbúinu ríflega 25 milljörðum króna á síðasta ári, sem er um fimm prósent af útflutningstekjum Íslands. Meira en 1.000 ársverk urðu til vegna veiðanna, samkvæmt samantekt sjávarútvegsráðuneytisins. Viðskipti innlent 28.12.2011 21:48
Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Innlent 28.12.2011 21:48
Borga tæknifrjóvgun fullu verði Hætt verður að niðurgreiða fyrstu tæknifrjóvgun barnlausra para og einhleypra kvenna um áramót. Þá verður alfarið hætt að niðurgreiða tæknifrjóvgunarmeðferðir fyrir fólk sem á barn fyrir, en þátttaka Sjúkratrygginga í þeim tilvikum hefur verið 15 prósent af kostnaði. Innlent 28.12.2011 21:47