Íslenskur arkitekt þéttir danska byggð 29. desember 2011 06:30 Tölvugerð Framtíðarsýn Svona gæti orðið umhorfs í Ny Blovsrød í Allerød þegar unnið hefur verið úr vinningstillögunni í Europan11-samkeppninni. Mynd/ME904 Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Að vinningstillögunni í Allerød standa arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og Mette Blankenberg, en þær útskrifuðust saman úr arkitektanámi í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári. „Þetta er náttúrlega mikið tækifæri. Við erum báðar ungar og óreyndar og þetta opnar okkur tvímælalaust dyr víða," segir Eyrún. Þá skemmir vinningsféð ekki fyrir, 12 þúsund evrur, eða sem samsvarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. „Síðan á eftir að koma í ljós hvað við höfum mikla aðkomu að úrvinnslu og áframhaldandi vinnu með tillöguna," segir Eyrún, en næsti fundur með forsvarsmönnum sveitarfélagsins er í janúar. „Þeir voru hins vegar áhugasamir um samstarf við okkur. Tilkynnt var um úrslitin 16. desember og við vorum komnar á fund til þeirra klukkan tíu daginn eftir. Þannig að við munum að öllum líkindum koma eitthvað að lokaútfærslum." Í umsögn um tillöguna kemur fram að meðal þess sem orðið hafi til þess að hún varð ofan á hafi verið hversu sveigjanleg hún var. Markmiðið er að þétta byggð og mæta um leið kröfum sveitarfélagsins um vistvæna lifnaðarhætti. „Kommúnan er með miklar væntingar og markmið um að verða koltvísýringslaus árið 2020. Við fórum því í gang með skipulagningu svæðisins með það að takmarki að það yrði laust undan allri bílaumferð," segir Eyrún. Þá segir hún hugað að því hvernig hvernig hús séu staðsett í landslagi og hæðarlínur séu hafðar þannig að útsýni á milli íbúða og blokka verði sem best. Þá er nýbreytni í hönnun varðandi upptöku regnvatns til margvíslegra nota. „Til dæmis taka ákveðin svæði á sig breytta mynd eftir veðráttu og árstíðum þegar pollar stækka og minnka," segir hún. „Þá færðum við sólarsellur niður af húsþökum og reistum hálfgerð skýli, bæði gegn rigningu og sól. Þar gæti verið svona tilviljanakenndur nágrannahittingur." Eyrún segir til standa að fyrstu íbúðirnar verði byggðar árið 2015 eða jafnvel fyrr, því töluverður áhugi sé á verkefninu ytra. olikr@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Að vinningstillögunni í Allerød standa arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og Mette Blankenberg, en þær útskrifuðust saman úr arkitektanámi í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári. „Þetta er náttúrlega mikið tækifæri. Við erum báðar ungar og óreyndar og þetta opnar okkur tvímælalaust dyr víða," segir Eyrún. Þá skemmir vinningsféð ekki fyrir, 12 þúsund evrur, eða sem samsvarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. „Síðan á eftir að koma í ljós hvað við höfum mikla aðkomu að úrvinnslu og áframhaldandi vinnu með tillöguna," segir Eyrún, en næsti fundur með forsvarsmönnum sveitarfélagsins er í janúar. „Þeir voru hins vegar áhugasamir um samstarf við okkur. Tilkynnt var um úrslitin 16. desember og við vorum komnar á fund til þeirra klukkan tíu daginn eftir. Þannig að við munum að öllum líkindum koma eitthvað að lokaútfærslum." Í umsögn um tillöguna kemur fram að meðal þess sem orðið hafi til þess að hún varð ofan á hafi verið hversu sveigjanleg hún var. Markmiðið er að þétta byggð og mæta um leið kröfum sveitarfélagsins um vistvæna lifnaðarhætti. „Kommúnan er með miklar væntingar og markmið um að verða koltvísýringslaus árið 2020. Við fórum því í gang með skipulagningu svæðisins með það að takmarki að það yrði laust undan allri bílaumferð," segir Eyrún. Þá segir hún hugað að því hvernig hvernig hús séu staðsett í landslagi og hæðarlínur séu hafðar þannig að útsýni á milli íbúða og blokka verði sem best. Þá er nýbreytni í hönnun varðandi upptöku regnvatns til margvíslegra nota. „Til dæmis taka ákveðin svæði á sig breytta mynd eftir veðráttu og árstíðum þegar pollar stækka og minnka," segir hún. „Þá færðum við sólarsellur niður af húsþökum og reistum hálfgerð skýli, bæði gegn rigningu og sól. Þar gæti verið svona tilviljanakenndur nágrannahittingur." Eyrún segir til standa að fyrstu íbúðirnar verði byggðar árið 2015 eða jafnvel fyrr, því töluverður áhugi sé á verkefninu ytra. olikr@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30