Fréttir Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Innlent 5.2.2007 18:43 Kuldaköst að vori heyri sögunni til Kuldaköst á vorin heyra sögunni til á Íslandi en um leið verður norðanáttin algengari, gangi spár um hlýnun loftslags eftir. Þetta er mat Haraldar Ólafssonar, veðurfræðings, sem segir sumarið lengjast í báða enda en áfram verði kalt yfir hávetur. Innlent 5.2.2007 18:01 56,5 milljónum úthlutað Baugur Group úthlutaði í dag 43 aðilum 56,5 milljónum úr Styrktarsjóði Baugs Group. Þetta var í þriðja sinn sem úthlutað var úr sjóðnum. Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað að styðja margvísleg líknar og velferðarmál auk menningar listalífs. Styrkirnir voru veittir í Iðusölum við Lækjargötu. Innlent 5.2.2007 18:29 Íslensku forvarnarverðlaunin í annað sinn Íslensku forvarnaverðlaunin verða veitt í annað sinn í apríl og standa tilnefningar nú yfir. Markmiðið er að verðlauna þá sem þykja skara fram úr í forvarnastarfi og hvetja þá og aðra til góðra verka. Viðurkenningarnar eru veittar í þrem flokkum: Í fyrsta lagi til fyrirtækis sem skarað hefur framúr í forvörnum, í öðru lagi til einstaklings sem sýnt hefur forystu og frumkvæði í forvörnum og loks til félagasamtaka eða stofnana sem eru í fararbroddi í forvörnum. Innlent 5.2.2007 18:19 100 milljón króna villa rústuð Hundrað milljón króna hús sem hæstaréttarlögmaður keypti fyrir rösku ári, var rifið í dag. Innlent 5.2.2007 17:45 Umferðarteppa í Ártúnsbrekku Miklar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu sem þar varð. Lögreglan segir að ekki sé vitað hvað olli árekstrinum. Engin slys urðu á fólki í árekstrinum og bílarnir skemmdust lítið. Innlent 5.2.2007 17:18 Refresco kaupir pólskan drykkjaframleiðanda Hollenski drykkjarframleiðandinn Refresco sem FL Group á 49% hlut í tilkynnti í dag að það hefði keypt pólska drykkjarframleiðandann Kentpol. Þetta er fyrsta yfirtaka Refresco í Austur-Evrópu. Viðskipti innlent 5.2.2007 16:28 Stjórn SUS undrast styrki til sauðfjárræktar Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir furðu sinni á fyrirhuguðum samniingi milli ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands um styrki til sauðfjárræktar. Í tilkynningu til fjölmiðla segir að stórfelldar niðurgreiðslur í formi skattheimtu, framleiðsluhöftum og verðstýringu gangi þvert á flest grundvallargildi sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Innlent 5.2.2007 16:09 FIM hækkar um 30% Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group hækkaði um þrjátíu prósent í Kauphöllinni í Helsinki í dag eftir að Glitnir greindi frá því að bankinn hefði eignast yfir 68 prósent hlutafjár og stefndi að yfirtöku á öllu félaginu. Viðskipti innlent 5.2.2007 14:24 Nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga Jón Helgi Björnsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón var skipaður af Siv Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til fimm ára, frá 1. mars 2007. Níu einstaklingar sóttu um starfið og fól ráðherra þriggja manna hæfnisnefnd að meta umsóknirnar. Sex umsækjendur þóttu uppfylla hæfnisskilyrði um menntun sem sett voru fram í auglýsingu um starfið. Innlent 5.2.2007 12:02 Náttúruvaktin skorar á umhverfisráðherra Náttúruvaktin hefur ritað Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra bréf þar sem athygli er vakin á skeytingarleysi stjórnvalda varðandi svæði á Náttúrminjaskrá. Í bréfinu segir að baráttuhópurinn, sem berst fyrir verndun Íslenskrar náttúru, taki nú þátt í að reyna að verja þrjú svæði á náttúruminjaskrá fyrir óhóflegri framkvæmdagleði. Innlent 5.2.2007 11:23 Olíuverð við 59 dali á tunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð um helgina og stendur nú í rúmum 59 dölum á tunnu vegna kulda í NA-Bandaríkjunum sem hefur valdið því að eftirspurn eftir olíu til húshitunar hefur aukist til muna. Viðskipti erlent 5.2.2007 10:58 Nemendur Suðvesturkjördæmis bestir í stærðfræði Niðurstöður úr samræmdum prófum nemenda í 4. og 7. bekk liggja nú fyrir í vefriti Menntamálaráðuneytisins. Þar kemur fram að nemendur í Suðvesturkjördæmi eru sterkastir yfir landið í stærðfræði, bæði í 4. og 7. bekk. Í Íslensku eru nemendur 4. bekkjar í Reykjavík og Norðausturkjördæmi bestir, en í 7. bekk eru bestu Íslenskunemendurnir í Norðausturkjördæmi. Innlent 5.2.2007 09:49 Vel heppnað Fjölskylduþing í Reykjanesbæ Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stóð fyrir fjölskylduþingi um síðustu helgi og var markmið þess að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins. Í fréttatilkynningu segir að þingið hafi verið afar vel heppnað en þar voru fjölskyldutengd verkefni úr framtíðaarsýn bæjarins til ársins 2010 kynnt. Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri kynnti forvarnarverkefni Reykjanesbæjar, en Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri kynnti fjölskyldustefnuna. Innlent 5.2.2007 10:20 Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Glitnis eftir kaup bankans á finnska félaginu FIM Group. Fitch gefur Glitni langtímaeinkunnina A, skammtímaeinkunnina F1, óháðu einkunnina B/C og stuðningseinkunnina 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru stöðugar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 5.2.2007 10:06 Gistinóttum fjölgaði um 27% Gistinóttum á hótelum í desember fjölgaði um 11.500 milli ára og voru 53.800 í desember síðastliðnum. Aukning varð í öllum landshlutum, en hlutfallslega var hún mest á Austurlandi þar sem gistinæstur nánast tvöfölduðust, fóru úr 900 í 1.700 á milli ára. Innlent 5.2.2007 09:21 Afkoma Ryanair umfram væntingar Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Afkoman er langt umfram meðalspá greinenda. Viðskipti erlent 5.2.2007 06:52 Kreistir chillivökva yfir augum sér Mexíkóskur maður, sem hyggst setja heimsmet í chilipiparáti, er svo ónæmur fyrir styrk belgjanna að hann úðar þeim í sig eins og hverju öðru sælgæti. Hann gengur jafnvel svo langt að kreista safann úr þeim yfir augunum á sér. Erlent 4.2.2007 19:01 Stjórnvöld kærulaus um stera Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. Innlent 4.2.2007 19:21 Losið ykkur við krónuna og bankastjórana Bandaríski auðkýfingurinn Steve Forbes hvetur Íslendinga til að skipta um gjaldmiðil hið fyrsta og leysa bankastjóra Seðlabankans frá störfum. Innlent 4.2.2007 19:03 Segja stóriðjustefnuna í forgangi Formaður vinstri grænna átelur ríkisstjórnina fyrir ábyrgðarleysi í umhverfismálum og segir stóriðjustefnuna forgangsatriði í málflutningi hennar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir enga raunverulega stefnu í loftslagsmálum til hérlendis Innlent 4.2.2007 18:53 Yfir þúsund hafa fallið í vikunni Yfir þúsund manns liggja í valnum í Írak eftir átök og árásir undanfarinna sjö daga. Stjórnvöld í landinu segja fylgismenn Saddams Hussein hafa staðið á bak við hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Erlent 4.2.2007 18:58 Á fjórða tug dó í námuslysi 32 kólumbískir verkamenn biðu bana í sprengingu í kolanámu norðausturhluta landsins í gærkvöld. Talið er að neisti hafi komist í gas á um fjögur hundruð metra dýpi í námugöngunum og þau hrunið. Erlent 4.2.2007 11:55 Þúsund fallnir á sjö dögum Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. Erlent 4.2.2007 11:52 Léku rangan þjóðsöng Stjórnvöld á eynni Grenada í Karabíska hafinu eru í öngum sínum eftir að þjóðsöngur Taívans var leikinn í stað þess kínverska þegar nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun um helgina í höfuðborginni St. Johns. Erlent 4.2.2007 10:04 Aukin útgjöld til varnarmála George Bush Bandaríkjaforseti segir að í næstu fjárlögum ríkisins verði útgjöld til varnarmála aukin á kostnað útgjalda til innanríkismála. Erlent 4.2.2007 10:01 Vara við árásum á Íran Þrír fyrrverandi hershöfðingjar úr Bandaríkjaher vara eindregið við hernaðaraðgerðum gegn Írönum í bréfi sem þeir birta í breska blaðinu Sunday Times í dag. Erlent 4.2.2007 10:02 Óttast farsóttir Mikil flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa kostað níu mannslíf og hrakið tvö hundruð þúsund manns af heimilum sínum. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu enda stendur regntímabilið sem hæst. Erlent 4.2.2007 09:57 Þúsund fallnir á einni viku Íraska ríkissstjórnin kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í sjálfsmorðsárásum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna að því er Reuters-fréttastofan hermir. Erlent 4.2.2007 09:55 Hlýnun bætir nýtingu virkjana Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Innlent 3.2.2007 18:47 « ‹ 236 237 238 239 240 241 242 243 244 … 334 ›
Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Innlent 5.2.2007 18:43
Kuldaköst að vori heyri sögunni til Kuldaköst á vorin heyra sögunni til á Íslandi en um leið verður norðanáttin algengari, gangi spár um hlýnun loftslags eftir. Þetta er mat Haraldar Ólafssonar, veðurfræðings, sem segir sumarið lengjast í báða enda en áfram verði kalt yfir hávetur. Innlent 5.2.2007 18:01
56,5 milljónum úthlutað Baugur Group úthlutaði í dag 43 aðilum 56,5 milljónum úr Styrktarsjóði Baugs Group. Þetta var í þriðja sinn sem úthlutað var úr sjóðnum. Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað að styðja margvísleg líknar og velferðarmál auk menningar listalífs. Styrkirnir voru veittir í Iðusölum við Lækjargötu. Innlent 5.2.2007 18:29
Íslensku forvarnarverðlaunin í annað sinn Íslensku forvarnaverðlaunin verða veitt í annað sinn í apríl og standa tilnefningar nú yfir. Markmiðið er að verðlauna þá sem þykja skara fram úr í forvarnastarfi og hvetja þá og aðra til góðra verka. Viðurkenningarnar eru veittar í þrem flokkum: Í fyrsta lagi til fyrirtækis sem skarað hefur framúr í forvörnum, í öðru lagi til einstaklings sem sýnt hefur forystu og frumkvæði í forvörnum og loks til félagasamtaka eða stofnana sem eru í fararbroddi í forvörnum. Innlent 5.2.2007 18:19
100 milljón króna villa rústuð Hundrað milljón króna hús sem hæstaréttarlögmaður keypti fyrir rösku ári, var rifið í dag. Innlent 5.2.2007 17:45
Umferðarteppa í Ártúnsbrekku Miklar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu sem þar varð. Lögreglan segir að ekki sé vitað hvað olli árekstrinum. Engin slys urðu á fólki í árekstrinum og bílarnir skemmdust lítið. Innlent 5.2.2007 17:18
Refresco kaupir pólskan drykkjaframleiðanda Hollenski drykkjarframleiðandinn Refresco sem FL Group á 49% hlut í tilkynnti í dag að það hefði keypt pólska drykkjarframleiðandann Kentpol. Þetta er fyrsta yfirtaka Refresco í Austur-Evrópu. Viðskipti innlent 5.2.2007 16:28
Stjórn SUS undrast styrki til sauðfjárræktar Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir furðu sinni á fyrirhuguðum samniingi milli ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands um styrki til sauðfjárræktar. Í tilkynningu til fjölmiðla segir að stórfelldar niðurgreiðslur í formi skattheimtu, framleiðsluhöftum og verðstýringu gangi þvert á flest grundvallargildi sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Innlent 5.2.2007 16:09
FIM hækkar um 30% Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group hækkaði um þrjátíu prósent í Kauphöllinni í Helsinki í dag eftir að Glitnir greindi frá því að bankinn hefði eignast yfir 68 prósent hlutafjár og stefndi að yfirtöku á öllu félaginu. Viðskipti innlent 5.2.2007 14:24
Nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga Jón Helgi Björnsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón var skipaður af Siv Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til fimm ára, frá 1. mars 2007. Níu einstaklingar sóttu um starfið og fól ráðherra þriggja manna hæfnisnefnd að meta umsóknirnar. Sex umsækjendur þóttu uppfylla hæfnisskilyrði um menntun sem sett voru fram í auglýsingu um starfið. Innlent 5.2.2007 12:02
Náttúruvaktin skorar á umhverfisráðherra Náttúruvaktin hefur ritað Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra bréf þar sem athygli er vakin á skeytingarleysi stjórnvalda varðandi svæði á Náttúrminjaskrá. Í bréfinu segir að baráttuhópurinn, sem berst fyrir verndun Íslenskrar náttúru, taki nú þátt í að reyna að verja þrjú svæði á náttúruminjaskrá fyrir óhóflegri framkvæmdagleði. Innlent 5.2.2007 11:23
Olíuverð við 59 dali á tunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð um helgina og stendur nú í rúmum 59 dölum á tunnu vegna kulda í NA-Bandaríkjunum sem hefur valdið því að eftirspurn eftir olíu til húshitunar hefur aukist til muna. Viðskipti erlent 5.2.2007 10:58
Nemendur Suðvesturkjördæmis bestir í stærðfræði Niðurstöður úr samræmdum prófum nemenda í 4. og 7. bekk liggja nú fyrir í vefriti Menntamálaráðuneytisins. Þar kemur fram að nemendur í Suðvesturkjördæmi eru sterkastir yfir landið í stærðfræði, bæði í 4. og 7. bekk. Í Íslensku eru nemendur 4. bekkjar í Reykjavík og Norðausturkjördæmi bestir, en í 7. bekk eru bestu Íslenskunemendurnir í Norðausturkjördæmi. Innlent 5.2.2007 09:49
Vel heppnað Fjölskylduþing í Reykjanesbæ Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stóð fyrir fjölskylduþingi um síðustu helgi og var markmið þess að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins. Í fréttatilkynningu segir að þingið hafi verið afar vel heppnað en þar voru fjölskyldutengd verkefni úr framtíðaarsýn bæjarins til ársins 2010 kynnt. Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri kynnti forvarnarverkefni Reykjanesbæjar, en Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri kynnti fjölskyldustefnuna. Innlent 5.2.2007 10:20
Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Glitnis eftir kaup bankans á finnska félaginu FIM Group. Fitch gefur Glitni langtímaeinkunnina A, skammtímaeinkunnina F1, óháðu einkunnina B/C og stuðningseinkunnina 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru stöðugar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 5.2.2007 10:06
Gistinóttum fjölgaði um 27% Gistinóttum á hótelum í desember fjölgaði um 11.500 milli ára og voru 53.800 í desember síðastliðnum. Aukning varð í öllum landshlutum, en hlutfallslega var hún mest á Austurlandi þar sem gistinæstur nánast tvöfölduðust, fóru úr 900 í 1.700 á milli ára. Innlent 5.2.2007 09:21
Afkoma Ryanair umfram væntingar Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Afkoman er langt umfram meðalspá greinenda. Viðskipti erlent 5.2.2007 06:52
Kreistir chillivökva yfir augum sér Mexíkóskur maður, sem hyggst setja heimsmet í chilipiparáti, er svo ónæmur fyrir styrk belgjanna að hann úðar þeim í sig eins og hverju öðru sælgæti. Hann gengur jafnvel svo langt að kreista safann úr þeim yfir augunum á sér. Erlent 4.2.2007 19:01
Stjórnvöld kærulaus um stera Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. Innlent 4.2.2007 19:21
Losið ykkur við krónuna og bankastjórana Bandaríski auðkýfingurinn Steve Forbes hvetur Íslendinga til að skipta um gjaldmiðil hið fyrsta og leysa bankastjóra Seðlabankans frá störfum. Innlent 4.2.2007 19:03
Segja stóriðjustefnuna í forgangi Formaður vinstri grænna átelur ríkisstjórnina fyrir ábyrgðarleysi í umhverfismálum og segir stóriðjustefnuna forgangsatriði í málflutningi hennar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir enga raunverulega stefnu í loftslagsmálum til hérlendis Innlent 4.2.2007 18:53
Yfir þúsund hafa fallið í vikunni Yfir þúsund manns liggja í valnum í Írak eftir átök og árásir undanfarinna sjö daga. Stjórnvöld í landinu segja fylgismenn Saddams Hussein hafa staðið á bak við hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Erlent 4.2.2007 18:58
Á fjórða tug dó í námuslysi 32 kólumbískir verkamenn biðu bana í sprengingu í kolanámu norðausturhluta landsins í gærkvöld. Talið er að neisti hafi komist í gas á um fjögur hundruð metra dýpi í námugöngunum og þau hrunið. Erlent 4.2.2007 11:55
Þúsund fallnir á sjö dögum Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. Erlent 4.2.2007 11:52
Léku rangan þjóðsöng Stjórnvöld á eynni Grenada í Karabíska hafinu eru í öngum sínum eftir að þjóðsöngur Taívans var leikinn í stað þess kínverska þegar nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun um helgina í höfuðborginni St. Johns. Erlent 4.2.2007 10:04
Aukin útgjöld til varnarmála George Bush Bandaríkjaforseti segir að í næstu fjárlögum ríkisins verði útgjöld til varnarmála aukin á kostnað útgjalda til innanríkismála. Erlent 4.2.2007 10:01
Vara við árásum á Íran Þrír fyrrverandi hershöfðingjar úr Bandaríkjaher vara eindregið við hernaðaraðgerðum gegn Írönum í bréfi sem þeir birta í breska blaðinu Sunday Times í dag. Erlent 4.2.2007 10:02
Óttast farsóttir Mikil flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa kostað níu mannslíf og hrakið tvö hundruð þúsund manns af heimilum sínum. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu enda stendur regntímabilið sem hæst. Erlent 4.2.2007 09:57
Þúsund fallnir á einni viku Íraska ríkissstjórnin kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í sjálfsmorðsárásum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna að því er Reuters-fréttastofan hermir. Erlent 4.2.2007 09:55
Hlýnun bætir nýtingu virkjana Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Innlent 3.2.2007 18:47