Fréttir Bretar krefjast endurgreiðslu Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Innlent 22.2.2007 19:10 Hatur og bókhaldsbrot Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Innlent 22.2.2007 18:45 Aðstoð við Byrgisfólk takmörkuð Móðir stúlku sem kært hefur Guðmund í Byrginu segir það hneyksli hversu hægt gangi að veita fyrrverandi vistmönnum þá aðstoð sem forsætisráðherra lofaði í síðustu viku. Innlent 22.2.2007 17:13 FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Viðskipti innlent 22.2.2007 17:15 Skurðlæknar slógust í miðjum uppskurði Slagsmál hófust í miðri aðgerð á skurðstofu á sjúkrahúsi í Belgrad í Serbíu milli tveggja skurðlækna. Slagsmálin færðust svo út af skurðstofunni og héldu áfram á ganginum. Þetta er haft eftir serbneska dagblaðinu Politika. Spasoje Radulovic læknir var í miðjum uppskurði þegar kollegi hans Dragan Vukanic kom inn og gerði athugasemd sem varð upphaf slagsmálanna. Erlent 22.2.2007 16:31 Apple og Cisco ná sáttum Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000. Viðskipti erlent 22.2.2007 16:20 Bensínþjófar á ferð Lögreglan hafði afskipti af tveimur bensínþjófum í gær. Liðlega þrítugur karlmaður tók eldsneyti fyrir tvö þúsund krónur á bensínstöð í Vogahverfi og keyrði á brott án þess að greiða fyrir það. Maðurinn bar við minnisleysi þegar lögreglan sótti hann heim og fór fram á greiðslu skuldarinnar. Hann lét síðan til leiðast, fór á bensínstöðina og gerði upp. Innlent 22.2.2007 16:04 Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var. Viðskipti erlent 22.2.2007 16:01 Baugsmál sambland af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds Skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, sem sakbornings lauk nú á fjórða tímanum en hann var kallaður fyrir réttinn aftur í dag þar sem dómari hafði stöðvað settan saksóknara í spurningum sínum til Jóns Ásgeirs fyrir viku. Innlent 22.2.2007 15:55 Fjármálaráðherra segir peningastefnuna ekki virka Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Skiptar skoðanir voru um það á fundinum hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Innlent 22.2.2007 15:41 Verðlag hér lægra eða sambærilegt Í verðkönnun á fjölmörgum innfluttum vörutegundum á Íslandi og sömu vörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi kemur í ljós að verð hér er mjög oft lægra, eða sambærilegt. Þegar verðmunur er Íslandi í óhag skýrist hann yfirleitt af háum verndartollum. Félag íslenskra stórkaupmanna lét framkvæma könnunina dagana 9.-14. febrúar. Innlent 22.2.2007 15:28 Eldorgel opnar Vetrarhátíð í Reykjavík Tilkomumikill gjörningur með eldorgeli verður opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík á Austurvelli kl. 20 í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en henni lýkur á laugardagskvöld. Það er franski tónlistar- og sjónlistarmaðurinn Michel Moglia sem fremur gjörninginn, en með honum verða Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson, Gísli Galdur og Herdís Þorvaldsdóttir. Innlent 22.2.2007 15:00 Þriðjungur ungmenna stefnir ekki í menntastörf Rúmlega þriðjungur fimmtán ára unglinga á íslandi býst ekki við að stunda störf sem krefjast menntunar um þrítugt. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þessi niðurstaða er ekki í samræmi við könnun Námsmatsstofnunar sem sýnir að 76 prósent nemenda í 10. bekk stefna á háskólanám. Innlent 22.2.2007 14:19 Hótel Saga vísar klámráðstefnugestum frá Stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eiga hótel Sögu, hefur ákveðið að vísa frá gestum sem bókað höfðu gistingu á Radissan SAS hóteli Sögu vegna klámráðstefnu. Gestirnir höfðu bókað gistingu dagana 7.-11. mars. Rekstraraðili Radisson SAS hótelkeðjunnar, Rezidor Hotel styður ákvörðunina. Bændasamtökin segjast með þessu vilja lýsa vanþóknun sinni á starfsemi þeirri sem hópurinn tengist. Innlent 22.2.2007 13:37 Óvíst um framtíð Prodis Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gærkvöldi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Ríkisstjórn hans tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í gær. Óvíst er hvort Ítalíuforseti samþykkir afsögn Prodis. Erlent 22.2.2007 12:18 Stórhríð í Skandinavíu Stórhríð og frost hafa raskað samgöngum verulega í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. Erlent 22.2.2007 12:15 Samgöngur í Danmörku raskast vegna óveðurs Stórhríð og frost hafa valdið verulegum samgönguörðugleikum í Danmörku og sunnanverðum Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. Erlent 22.2.2007 07:02 Harry fer til Íraks Harry Bretaprins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Varnarmálaráðuneytið breska tilkynnti þetta í morgun. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild breska hersins. Líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans. Erlent 22.2.2007 12:11 Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 22.2.2007 12:01 75% vilja áherslu á náttúru- og umhverfismál Mikill meirihluti vill að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og leiðir í ljós að 75 prósent eru fylgjandi málefninu. Einungis tæp fimm prósent töldu að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Innlent 22.2.2007 11:36 Fagna yfirlýsingu borgarstjóra Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún fagnar yfirlýsingu borgarstjórans í Reykjavík og ályktun borgarstjórnar. Þar segir að ráðstefna framleiðenda klámefnis í borginni sé í mikilli óþökk borgaryfirvalda. Skýlaus stefna Reykjavíkurborgar sé að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Innlent 22.2.2007 11:24 Metár hjá Nestlé Hagnaður svissneska matvælarisans Nestlé nam 9,2 svissneskum frönkum, jafnvirði 492,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 13,8 prósenta aukning frá síðasta ári og methagnaður í sögu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 22.2.2007 10:26 Hafmynd hlaut nýsköpunarverðlaunin Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hlaut nú rétt í þessu Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs fyrir dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Það var Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti verðlaunin á nýsköpunarþingi Rannís og Útflutningsráðs á Grand Hótel í Reykjavík. Innlent 22.2.2007 10:05 Ekki einhugur innan Englandsbanka Einhugur virðist ekki hafa verið í peningamálanefnd Englandsbanka á síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar en bankinn ákvað fyrir hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Í gær var greint frá því að tveir af níu nefndarmönnum hafi verið fylgjandi 25 punkta hækkun. Viðskipti erlent 22.2.2007 09:39 Íslensku þekkingarverðlaunin veitt í dag Ráðstefna og verðlaunaafhending verður haldin í tilefni íslenska þekkingardagsins á Nordica Hotel í dag. Geir Haarde forsætisráðherra afhendir Íslensku þekkingarverðlaunin til þess fyrirtækis sem þykir skara fram úr á sviði “samruna & yfirtaka”. Viðskiptafræðingur eða hagfræðingur ársins verður einnig verðlaunaður. Innlent 22.2.2007 09:35 EMI opnar dyrnar fyrir Warner Breski tónlistarrisinn EMI ákvað í gærkvöldi að gera bandaríska útgáfufyrirtækinu Warner Music kleift að leggja fram yfirtökutilboð í samsteypuna. EMI, sem er með stórstjörnur á borð við Íslandsvinina í Coldplay og Robbie Williams á sínum snærum, mun hafa sagt forsvarrsmönnum Warner að tilboðið verði að vera ásættanlegt auk þess sem yfirvöld verði að samþykkja það áður en gengið verði frá kaupum. Viðskipti erlent 22.2.2007 09:11 Eldur í potti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Barónstíg um klukkan tvö í nótt, þar sem reyk lagði frá húsinu. Hann reyndist koma úr íbúð, þar sem húsráðandi hafði gleymt potti á eldavél án þess að slökkva á henni. Hann sakaði ekki en einhverjar skemmdir urðu innanstokks af völdum reyks og sóts. Innlent 22.2.2007 07:15 Kæru frestað Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varð í gærkvöldi við þeirri bón Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra að fresta því að kæra Kópavogsbæ og verktakafyrirtækið Klæðningu fyrir náttúruspjöll í Heiðmörk. Kæran verður lögð fram eftir tæpa viku, ef viðunandi niðurstaða hefur ekki náðst fyrir þann tíma, en vilji borgarstjóra er að fara samningaleiðina. Innlent 22.2.2007 07:22 Forseti Íraks ánægður með brotthvarf Breta Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur lýst yfir ánægju sinni með brotthvarf breskra hermanna frá Írak. Talsmaður forsetans sagði að þessi ákvörðun Blairs myndi hvetja íraskar hersveitir til þess að taka ábyrgð á öryggisgæslu í landinu. Erlent 22.2.2007 07:17 Neyðarviðræður stjórnvalda á Ítalíu Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, mun brátt hefja viðræður við Romano Prodi, forsætisráðherra landsins, en hann lagði fram afsögn sína í gær. Forsetinn hefur þó ekki enn samþykkt afsögn Prodis. Erlent 22.2.2007 07:55 « ‹ 216 217 218 219 220 221 222 223 224 … 334 ›
Bretar krefjast endurgreiðslu Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Innlent 22.2.2007 19:10
Hatur og bókhaldsbrot Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Innlent 22.2.2007 18:45
Aðstoð við Byrgisfólk takmörkuð Móðir stúlku sem kært hefur Guðmund í Byrginu segir það hneyksli hversu hægt gangi að veita fyrrverandi vistmönnum þá aðstoð sem forsætisráðherra lofaði í síðustu viku. Innlent 22.2.2007 17:13
FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Viðskipti innlent 22.2.2007 17:15
Skurðlæknar slógust í miðjum uppskurði Slagsmál hófust í miðri aðgerð á skurðstofu á sjúkrahúsi í Belgrad í Serbíu milli tveggja skurðlækna. Slagsmálin færðust svo út af skurðstofunni og héldu áfram á ganginum. Þetta er haft eftir serbneska dagblaðinu Politika. Spasoje Radulovic læknir var í miðjum uppskurði þegar kollegi hans Dragan Vukanic kom inn og gerði athugasemd sem varð upphaf slagsmálanna. Erlent 22.2.2007 16:31
Apple og Cisco ná sáttum Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000. Viðskipti erlent 22.2.2007 16:20
Bensínþjófar á ferð Lögreglan hafði afskipti af tveimur bensínþjófum í gær. Liðlega þrítugur karlmaður tók eldsneyti fyrir tvö þúsund krónur á bensínstöð í Vogahverfi og keyrði á brott án þess að greiða fyrir það. Maðurinn bar við minnisleysi þegar lögreglan sótti hann heim og fór fram á greiðslu skuldarinnar. Hann lét síðan til leiðast, fór á bensínstöðina og gerði upp. Innlent 22.2.2007 16:04
Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var. Viðskipti erlent 22.2.2007 16:01
Baugsmál sambland af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds Skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, sem sakbornings lauk nú á fjórða tímanum en hann var kallaður fyrir réttinn aftur í dag þar sem dómari hafði stöðvað settan saksóknara í spurningum sínum til Jóns Ásgeirs fyrir viku. Innlent 22.2.2007 15:55
Fjármálaráðherra segir peningastefnuna ekki virka Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Skiptar skoðanir voru um það á fundinum hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Innlent 22.2.2007 15:41
Verðlag hér lægra eða sambærilegt Í verðkönnun á fjölmörgum innfluttum vörutegundum á Íslandi og sömu vörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi kemur í ljós að verð hér er mjög oft lægra, eða sambærilegt. Þegar verðmunur er Íslandi í óhag skýrist hann yfirleitt af háum verndartollum. Félag íslenskra stórkaupmanna lét framkvæma könnunina dagana 9.-14. febrúar. Innlent 22.2.2007 15:28
Eldorgel opnar Vetrarhátíð í Reykjavík Tilkomumikill gjörningur með eldorgeli verður opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík á Austurvelli kl. 20 í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en henni lýkur á laugardagskvöld. Það er franski tónlistar- og sjónlistarmaðurinn Michel Moglia sem fremur gjörninginn, en með honum verða Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson, Gísli Galdur og Herdís Þorvaldsdóttir. Innlent 22.2.2007 15:00
Þriðjungur ungmenna stefnir ekki í menntastörf Rúmlega þriðjungur fimmtán ára unglinga á íslandi býst ekki við að stunda störf sem krefjast menntunar um þrítugt. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þessi niðurstaða er ekki í samræmi við könnun Námsmatsstofnunar sem sýnir að 76 prósent nemenda í 10. bekk stefna á háskólanám. Innlent 22.2.2007 14:19
Hótel Saga vísar klámráðstefnugestum frá Stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eiga hótel Sögu, hefur ákveðið að vísa frá gestum sem bókað höfðu gistingu á Radissan SAS hóteli Sögu vegna klámráðstefnu. Gestirnir höfðu bókað gistingu dagana 7.-11. mars. Rekstraraðili Radisson SAS hótelkeðjunnar, Rezidor Hotel styður ákvörðunina. Bændasamtökin segjast með þessu vilja lýsa vanþóknun sinni á starfsemi þeirri sem hópurinn tengist. Innlent 22.2.2007 13:37
Óvíst um framtíð Prodis Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gærkvöldi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Ríkisstjórn hans tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í gær. Óvíst er hvort Ítalíuforseti samþykkir afsögn Prodis. Erlent 22.2.2007 12:18
Stórhríð í Skandinavíu Stórhríð og frost hafa raskað samgöngum verulega í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. Erlent 22.2.2007 12:15
Samgöngur í Danmörku raskast vegna óveðurs Stórhríð og frost hafa valdið verulegum samgönguörðugleikum í Danmörku og sunnanverðum Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. Erlent 22.2.2007 07:02
Harry fer til Íraks Harry Bretaprins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Varnarmálaráðuneytið breska tilkynnti þetta í morgun. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild breska hersins. Líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans. Erlent 22.2.2007 12:11
Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 22.2.2007 12:01
75% vilja áherslu á náttúru- og umhverfismál Mikill meirihluti vill að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og leiðir í ljós að 75 prósent eru fylgjandi málefninu. Einungis tæp fimm prósent töldu að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Innlent 22.2.2007 11:36
Fagna yfirlýsingu borgarstjóra Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún fagnar yfirlýsingu borgarstjórans í Reykjavík og ályktun borgarstjórnar. Þar segir að ráðstefna framleiðenda klámefnis í borginni sé í mikilli óþökk borgaryfirvalda. Skýlaus stefna Reykjavíkurborgar sé að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Innlent 22.2.2007 11:24
Metár hjá Nestlé Hagnaður svissneska matvælarisans Nestlé nam 9,2 svissneskum frönkum, jafnvirði 492,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 13,8 prósenta aukning frá síðasta ári og methagnaður í sögu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 22.2.2007 10:26
Hafmynd hlaut nýsköpunarverðlaunin Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hlaut nú rétt í þessu Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs fyrir dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Það var Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti verðlaunin á nýsköpunarþingi Rannís og Útflutningsráðs á Grand Hótel í Reykjavík. Innlent 22.2.2007 10:05
Ekki einhugur innan Englandsbanka Einhugur virðist ekki hafa verið í peningamálanefnd Englandsbanka á síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar en bankinn ákvað fyrir hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Í gær var greint frá því að tveir af níu nefndarmönnum hafi verið fylgjandi 25 punkta hækkun. Viðskipti erlent 22.2.2007 09:39
Íslensku þekkingarverðlaunin veitt í dag Ráðstefna og verðlaunaafhending verður haldin í tilefni íslenska þekkingardagsins á Nordica Hotel í dag. Geir Haarde forsætisráðherra afhendir Íslensku þekkingarverðlaunin til þess fyrirtækis sem þykir skara fram úr á sviði “samruna & yfirtaka”. Viðskiptafræðingur eða hagfræðingur ársins verður einnig verðlaunaður. Innlent 22.2.2007 09:35
EMI opnar dyrnar fyrir Warner Breski tónlistarrisinn EMI ákvað í gærkvöldi að gera bandaríska útgáfufyrirtækinu Warner Music kleift að leggja fram yfirtökutilboð í samsteypuna. EMI, sem er með stórstjörnur á borð við Íslandsvinina í Coldplay og Robbie Williams á sínum snærum, mun hafa sagt forsvarrsmönnum Warner að tilboðið verði að vera ásættanlegt auk þess sem yfirvöld verði að samþykkja það áður en gengið verði frá kaupum. Viðskipti erlent 22.2.2007 09:11
Eldur í potti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Barónstíg um klukkan tvö í nótt, þar sem reyk lagði frá húsinu. Hann reyndist koma úr íbúð, þar sem húsráðandi hafði gleymt potti á eldavél án þess að slökkva á henni. Hann sakaði ekki en einhverjar skemmdir urðu innanstokks af völdum reyks og sóts. Innlent 22.2.2007 07:15
Kæru frestað Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varð í gærkvöldi við þeirri bón Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra að fresta því að kæra Kópavogsbæ og verktakafyrirtækið Klæðningu fyrir náttúruspjöll í Heiðmörk. Kæran verður lögð fram eftir tæpa viku, ef viðunandi niðurstaða hefur ekki náðst fyrir þann tíma, en vilji borgarstjóra er að fara samningaleiðina. Innlent 22.2.2007 07:22
Forseti Íraks ánægður með brotthvarf Breta Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur lýst yfir ánægju sinni með brotthvarf breskra hermanna frá Írak. Talsmaður forsetans sagði að þessi ákvörðun Blairs myndi hvetja íraskar hersveitir til þess að taka ábyrgð á öryggisgæslu í landinu. Erlent 22.2.2007 07:17
Neyðarviðræður stjórnvalda á Ítalíu Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, mun brátt hefja viðræður við Romano Prodi, forsætisráðherra landsins, en hann lagði fram afsögn sína í gær. Forsetinn hefur þó ekki enn samþykkt afsögn Prodis. Erlent 22.2.2007 07:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent