Hatur og bókhaldsbrot 22. febrúar 2007 18:45 Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Jón Ásgeir sagði að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði haft mikla óvild í garð fyrirtækisins en það hefði komið skýrt fram á fundi hans með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. Umræddur fundur Hreins og Davíðs var í London skömmu áður en lögreglan hóf að rannsaka Baug. Á fundinum hafi hann hótaði því að Baugur yrði fyrir barðinu á skattinum eða öðrum. Hann sagðist ekki geta skýrt þessa óvild Davíðs í garð fyrirtækisins en hann hafi notað félagið sem blóraböggul fyrir hárri verðbólgu á þessum tíma. Lögreglurannsóknin og afleiðingar hennar hefðu neytt þá til að afskrá fyrirtækið Í dag var einnig fjallað um brot Jón Gerald Sullenberger. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Hann játaði það fyrir dómi í dag en sagðist hafa gert reikninginn að beiðni Trygga. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi nokkrum árum áður. Jón Ásgeir sagði ósatt að hann hefði stigið í vænginn við konu Jóns Geralds eins og fullyrt hefði verið. Fréttastofan hefur jafnframt heimildir fyrir því að verjendur Jóns Ásgeirs ætli að kalla fyrir dóminn vitni sem voru um umræddu partýi sem staðfesta að hann hafi ekki reynt við konu Jóns Geralds en hún sjálf á einnig eftir að bera vitni og upplýsa um sinn þátt í málinu. Á morgun verður lokið við skýrslutöku yfir Jóni Geraldi. Fréttir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Jón Ásgeir sagði að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði haft mikla óvild í garð fyrirtækisins en það hefði komið skýrt fram á fundi hans með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. Umræddur fundur Hreins og Davíðs var í London skömmu áður en lögreglan hóf að rannsaka Baug. Á fundinum hafi hann hótaði því að Baugur yrði fyrir barðinu á skattinum eða öðrum. Hann sagðist ekki geta skýrt þessa óvild Davíðs í garð fyrirtækisins en hann hafi notað félagið sem blóraböggul fyrir hárri verðbólgu á þessum tíma. Lögreglurannsóknin og afleiðingar hennar hefðu neytt þá til að afskrá fyrirtækið Í dag var einnig fjallað um brot Jón Gerald Sullenberger. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Hann játaði það fyrir dómi í dag en sagðist hafa gert reikninginn að beiðni Trygga. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi nokkrum árum áður. Jón Ásgeir sagði ósatt að hann hefði stigið í vænginn við konu Jóns Geralds eins og fullyrt hefði verið. Fréttastofan hefur jafnframt heimildir fyrir því að verjendur Jóns Ásgeirs ætli að kalla fyrir dóminn vitni sem voru um umræddu partýi sem staðfesta að hann hafi ekki reynt við konu Jóns Geralds en hún sjálf á einnig eftir að bera vitni og upplýsa um sinn þátt í málinu. Á morgun verður lokið við skýrslutöku yfir Jóni Geraldi.
Fréttir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira