Fjármálaráðherra segir peningastefnuna ekki virka 22. febrúar 2007 15:41 Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Yfirskrift fundarins var evran og landsbyggðin. Skiptar skoðanir voru um hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Edda Rós Karlsdóttir sérfræðingur hjá Landsbankanum sagði vextina hér á landi "hræðilega háa". Viðskiptahallinn væri heimsmet hjá vestrænum ríkjum og breytingar á húsnæðismarkaði og ófyrirséð útgáfa svokallaðra jöklabréfa þýddi að flotgengisstefna og verðbólgumarkmið Seðlabankans hefðu mátt sín lítils. Hún telur þó ekki rétt að taka upp evru. Fjármálaráðherra tók undir með Eddu Rós og sagði að sjálfstæð peningastefna Íslands hafði ekki virkað sem skyldi undanfarið. Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hann teldi að evran væri góð lausn hér á landi, einkum fyrir landsbyggðina. Formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna gerði lítið úr þessu viðhorfi, gagnrýndi sérfræðinginn fyrir gaspur um þessi mál án þess að geta vísað í rannsóknir og taldi hann hafa rýrt orðspor Háskólans. Sérfræðingurinn svaraði skeytum LÍÚ fullum hálsi og sagði alveg ljóst að ofurvextir og jafnvel neikvæður hagvöxtur úti á landi færi ekki saman. Íslenska krónan væri sennilega versti gjaldmiðill sem landsbyggðin gæti kosið sér. Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Yfirskrift fundarins var evran og landsbyggðin. Skiptar skoðanir voru um hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Edda Rós Karlsdóttir sérfræðingur hjá Landsbankanum sagði vextina hér á landi "hræðilega háa". Viðskiptahallinn væri heimsmet hjá vestrænum ríkjum og breytingar á húsnæðismarkaði og ófyrirséð útgáfa svokallaðra jöklabréfa þýddi að flotgengisstefna og verðbólgumarkmið Seðlabankans hefðu mátt sín lítils. Hún telur þó ekki rétt að taka upp evru. Fjármálaráðherra tók undir með Eddu Rós og sagði að sjálfstæð peningastefna Íslands hafði ekki virkað sem skyldi undanfarið. Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hann teldi að evran væri góð lausn hér á landi, einkum fyrir landsbyggðina. Formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna gerði lítið úr þessu viðhorfi, gagnrýndi sérfræðinginn fyrir gaspur um þessi mál án þess að geta vísað í rannsóknir og taldi hann hafa rýrt orðspor Háskólans. Sérfræðingurinn svaraði skeytum LÍÚ fullum hálsi og sagði alveg ljóst að ofurvextir og jafnvel neikvæður hagvöxtur úti á landi færi ekki saman. Íslenska krónan væri sennilega versti gjaldmiðill sem landsbyggðin gæti kosið sér.
Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira