Fréttir

Fréttamynd

Straumur-Burðarás tekur 35,3 milljarða sambankalán

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur skrifað undir 400 milljóna evra sambankaláni. Þetta svarar til 35,3 milljarða íslenskra króna. Lánið er í tveimur hlutum með breytilegum vöxtum og til þriggja ára. Tuttugu og níu bankar í 13 löndum tóku þátt í láninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa í EADS á niðurleið

Gengi hlutabréfa í EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur farið niður um 3,9 prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að það hyggðist fresta þróun og framleiðslu á fraktflugvél af gerðinni A380. Fyrirtækið mun eftirleiðis einbeita sér að framleiðslu á farþegaþotu af sömu gerð sem stefnt er að komi á markað í haust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FME varar við erlendum hlutabréfaviðskiptum

Fjármálaeftirlitið (FME) varar við tilboðum erlendra aðila, sem hafi milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Eftirlitið segir að erlendir aðilar hafi haft samband við einstaklinga hér á landi og boðist til að hafa milligöngu um viðskiptin. Beri að vara fólk við tilboðum óþekktra aðila, að sögn Fjármálaeftirlitisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísfirðingar illa sviknir af Marel

Marel hefur greitt atvinnulífi Ísafjarðar þungt högg, segir bæjarstjórnin, með ákvörðun um að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði í haust. Þá missa um tuttugu og fimm manns vinnuna. Bæjarfulltrúi Í-listans segir bæjarbúa illa svikna.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsir tregðast við að lækka matarverð

Söluturnar, veitingastaðir, kvikmyndahús og mötuneyti eru þau fyrirtæki sem síst virðast ætla að lækka verð ef marka má þær kvartanir sem borist hafa Neytendasamtökunum í gær og dag. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá samtökunum sem hyggjast innan tíðar birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekkert lækka hjá sér verð.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn selur Landsafl

Landsbanki Íslands hefur samið við Fasteignafélagið Stoðir hf. um sölu á öllum hlutum bankans í fasteignafélaginu Landsafli hf. Bankinn á 80 prósent hlutafjár í Landsafli á móti Burðarási hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Plastprenti

Stjórn Plastprents hf hefur ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins frá og með gærdeginum, 1. mars. Á sama tíma lét Sigurður Bragi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri, af störfum hjá fyrirtækiinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lenovo innkallar rafhlöður

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minna tap hjá Icelandic Group

Icelandic Group tapaði 1.078 milljónum króna, 11,4 milljónum evra, á síðasta ári. Árið á undan tapaði félagið hins vegar rétt rúmlega 1,3 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group, segir mikið hafa verið gert til að bæta reksturinn en margt hafi verið dýrara og tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum

Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vill nýta geimverutækni gegn gróðurhúsaáhrifum

Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada, Paul Hellyer, sagði í gær að þjóðir heims þyrftu að deila með sér upplýsingum sínum um farartæki geimvera sem brotlent hefðu á jörðinni til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga.

Erlent
Fréttamynd

Enn ófremdarástand í Nörrebro

Átökin í Kaupmannahöfn hafa nú breiðst út um Nörrebro. Ungmenni hafa kveikt elda víða um hverfið, reist vegatálma og tekið sér bólsetu í gömlum skóla. Lögregla notar nú táragas. Fólk á staðnum segir að stríðsástand ríki þar sem það er ástandið er hvað verst.

Erlent
Fréttamynd

Magnús áfram í Meistaranum

Magnús Lúðvík Þorláksson tryggði sér fyrr í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í Meistaranum, spurningakeppninni sem sýnd er á Stöð 2. Magnús Lúðvík lagði þá Baldvin Má Baldvinsson í spennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaspurningunni.

Lífið
Fréttamynd

Íran og Súdan styðja hvort annað

Forseti Írans hét því í dag að standa við bakið á stjórnvöldum í Súdan gegn „aðgerðum óvinarins“ og Súdan sagði að kjarnorkuáætlanir Írana eigi fullan rétt á sér.

Erlent
Fréttamynd

Útgáfu Fjármálatíðinda Seðlabankans hætt

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni.

Innlent
Fréttamynd

Óveður um nær öll Bandaríkin

Búist er við átakaveðri um nær öll Bandaríkin í kvöld og í nótt. Hvirfilbylir hafa þegar myndast á sumum stöðum. Í suðurhluta Missouri ríkis fór einn þeirra á grunnskóla og olli dauða 7 ára stúlku. Annar hefur þegar lent á framhaldsskóla í Alabama. Eitthvað var um slys á fólki í skólanum og í bænum sem hann er í.

Erlent
Fréttamynd

Giuliani leiðir í skoðanakönnunum

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun TIME leiðir Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, frambjóðendur repúblikana. Hann leiðir John McCain, sem lýsti yfir framboði sínu í spjallþætti David Lettermans í gærkvöldi, með 14 prósentum.

Erlent
Fréttamynd

Pakistanar handtaka háttsettan Talibana

Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið háttsettan leiðtoga Talibana í borginni Quetta í Pakistan. Háttsettur yfirmaður í lögreglunni þar sagði frá þessu í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Hermenn handtaka stjórnarandstöðuliða

Vopnaðir menn í herklæðum umkringdu í dag hæstarétt í Úganda og numu á brott sex sakborninga í réttarhöldum sem þar fóru fram. Mennirnir höfðu nokkrum mínútum áður verið látnir lausir gegn tryggingargjaldi. Þeir voru allir stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Kizza Besiyge. Sams konar árás var gerð árið 2005 á stuðningsmenn Besiyge.

Erlent
Fréttamynd

MS-félagið fékk 20 milljóna styrk

MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Laun stjórnarmanna hækkuð

Stóru bankarnir og fjármálafyrirtækin samþykktu eitt af öðru á nýafstöðnum aðalfundum sínum, að tvö- til þrefalda þóknun stjórnarformanna og stjórnarmanna sinna. Algeng mánaðarlaun fyrir að sitja einn fund í mánuði geta numið 350 þúsund krónum.

Innlent
Fréttamynd

Slapp undan mörg hundruð býflugum

Fimm barna móðir í Arisóna í Bandaríkjunum varð fyrir hræðilegri lífsreynslu á dögunum þegar mörg hundruð býflugur réðust á hana. Konan lifði árásina af.

Erlent
Fréttamynd

Dómur fallinn í Bubbamáli

Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn".

Innlent
Fréttamynd

Grunaður barnaníðingur handtekinn í Leipzig

Þýska lögreglan hefur handtekið mann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað og síðan myrt níu ára strák fyrir tæpri viku. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi en liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Átök á Norðurbrú

Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga.

Erlent
Fréttamynd

Danir styrkja dönskukennslu á Íslandi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag, 1. mars 2007, samning milli landanna um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Samningurinn nær til fimm ára, frá 1. ágúst 2007 - 31. júlí 2011. Fjárveitingar Dana til þessa fimm ára verkefnis nema um 30 milljónum íslenskra króna árlega en fjárframlag Íslendinga 6 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækka enn

Hlutabréf um allan heim héldu áfram að lækka í verði í morgun þegar að kauphallir opnuðu í Evrópu og Asíu. Það leiddi síðan til áframhaldandi lækkana á mörkuðum í Bandaríkjunum. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 2% og markaðsvirði fyrirtækja þar lækkaði um alls 98 milljarða sterlingspunda, eða um tæpar 13 billjónir íslenskra króna. Þetta hefur leitt til þess að markaðssérfræðingar eru farnir að halda að lækkunin eigi eftir að halda áfram um einhvern tíma.

Erlent
Fréttamynd

Innri endurskoðandi og fjármálastjóri spurðir um bókhald Baugs

Vitnaleiðslum í Baugsmálinu í dag lauk um fjögurleytið en þrjú vitni komu fyrir dóminn í dag. Það voru þau Auðbjörg Friðriksdóttir, fyrrverandi innri endurskoðandi fyrirtækisins, Jóhanna Waagfjörð, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, og einn af eigendum Gildingar sem var hluthafi í Baugi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu friðargæsluliðar Afríkusambandsins komnir til Sómalíu

Fámennt lið friðargæsluliða frá Úganda er komið til Baidoa í Sómalíu, aðseturs stjórnvalda í landinu. Þeir eru hluti af liðsafla friðargæsluliða Afríkusambandsins en samtals verða 1.500 hermenn frá Úganda í því liði. Í því eiga að verða 8.000 hermenn en hingað til hefur aðeins tekist að fá vilyrði fyrir 4.000 mönnum.

Erlent