Fréttir Stóraðgerð lögreglu á Suðurnesjum Tugir lögreglumanna og tollvarða á Suðurnesjum tóku þátt í stórri aðgerð í gærkvöld til að stemma stigu við vaxandi umsvifum fíkniefnasala í umdæminu. Farið var í sex húsleitir, tólf voru handteknir og hald lagt á talsvert af fíkniefnum. Innlent 11.3.2007 18:32 Varaði við að byggð risi nærri álverinu Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. Innlent 11.3.2007 18:00 Spánverjar minnast hryðjuverka Spánverjar minnast nú þess að þrjú ár eru liðin frá því að sprengjuárásir voru gerðar á lestarkerfi landsins en 191 lést í árásunum. 11 metra hár minnisvarði úr gleri var afhjúpaður í því tilefni en innan í hann eru áritaðar samúðaróskir og saknaðarkveðjur sem skrifaðar voru í kjölfar árásanna. Erlent 11.3.2007 18:14 Bush fer til Kólumbíu Þúsundir lögreglumanna og hermanna fylltu götur Bogota í Kólumbíu áður en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom þangað í dag. Heimsókn hans er sú síðasta í röð heimsókna til landa í Suður-Ameríku áður en hann snýr heim á leið. Innlent 11.3.2007 17:49 Nýr gervigrasvöllur formlega afhentur ÍR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, afhenti í dag ÍR formlega til afnota nýjan gervigrasvöll, sem gerður hefur verið við félagsheimili ÍR að Skógarseli 12. Afhendingin var í tengslum við 100 ára afmæli ÍR. Gervigrasvöllurinn ásamt öryggissvæðum er nær 9 þúsund fermetrar og er hann afgirtur með fjögurra metra hárri stálgrindargirðingu. Gervigrasvöllurinn er flóðlýstur með 18 m háum ljósamöstrum, sex að tölu. Innlent 11.3.2007 17:03 Elding ástæða tugmilljóna tjóns Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi í háspennukerfi Landsnets. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Samkvæmt því sem Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sem rekur dreifikerfi Landsvirkjunar, segir á það ekki að gerast undir eðlilegum kringumstæðum. Hvers vegna eldingin hafði þessi áhrif verður rannsakað eftir helgi. Innlent 11.3.2007 16:24 Vestfirðingar krefjast lausna Um tvö hundruð Vestfirðingar mættu á hvatningar og baráttufund í dag. Blikur eru á lofti í atvinnulífi svæðisins og var fundurinn ákall til kjörinna fulltrúa Vestfjarða á þingi og sveitarstjórnum um að þeir taki höndum saman, leggi flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinist í að leysa brýn verkefni í atvinnu og byggðamálum Vestfjarða. Innlent 11.3.2007 16:17 Olmert fundar með Abbas Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kom til Jerúsalem í dag til þess að eiga viðræður við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Þetta er annar fundur þeirra á innan við mánuði. Búist er við því að viðræðurnar eigi eftir að snúast um nýlegt samkomulag Fatah og Hamas hreyfinganna um þjóðstjórn í Palestínu og hvernig samskiptum Ísraels við hana verður háttað. Erlent 11.3.2007 16:10 Hvetur stjórnmálaflokka til áherslu á umhverfismál Framtíðarlandið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem það hvetur alla stjórnmálaflokka á Íslandi ti þess að svara kalli almennings um auknar áherslur á náttúruvernd og umhverfismál, virða þau verðmæti sem felast í óspilltri náttúru landsins, og vaxtarhugmyndum sem byggja á hugviti, nýsköpun og útrás. Innlent 11.3.2007 15:55 Forsetahjónin heimsækja Ártúnsskóla Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu heimsækja Ártúnsskóla á morgun, mánudaginn 12. mars. Ártúnsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2006 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem að forsetaembættið sendi frá sér í dag. Innlent 11.3.2007 15:43 Búist við því að Chirac bjóði sig ekki fram á ný Búist er við því að Jacques Chirac, forseti Frakklands, muni tilkynna í kvöld að hann ætli sér ekki að bjóða sig fram á ný. Yfirlýsingin verður flutt klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Erlent 11.3.2007 15:38 Elding olli skammhlaupi Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Innlent 11.3.2007 15:17 Bandaríkin flýta klukkunni Bandaríkjamenn hafa flýtt klukkum sínum eina klukkustund þremur vikum fyrr en venjulega. Þetta gera þeir til þess að spara orku og menga minna. Þingmenn segja að þetta muni minnka til muna útblástur skaðlegra efna í andrúmsloftið og gæti sparað almenningi miklar fjárhæðir. Erlent 11.3.2007 14:58 Íranar bjartsýnir eftir friðarráðstefnu í Bagdad Utanríkisráðuneytið í Íran sagði í dag að alþjóðlega ráðstefnan í Bagdad, þar sem Íran og Bandaríkin áttu fyrstu viðræður síðan árið 2003, hefði verið gott fyrsta skref í áttina að auknu öryggi og stöðugleika í Írak. Ráðamenn í Tehran gáfu einnig til kynna að þeir vonuðust til þess að seinni fundurinn um málefni Íraks eigi eftir að verða jafngóður. Seinni fundurinn á að eiga sér stað í Apríl og hann munu sækja utanríkisráðherrar þeirra landa sem sem sóttu fundinn í gær. Erlent 11.3.2007 14:29 Leiðtogar stjórnarandstöðu í Zimbabwe handteknir Yfirvöld í Zimbabwe hafa handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi fyrir að hafa ætlað að halda fjöldabænafund þrátt fyrir bann stjórnvalda við að halda pólitískar samkomur. Erlent 11.3.2007 14:12 Dómari í máli Saddams flýr Írak Yfirdómarinn í máli Saddams Hússeins hefur flúið Írak og beðið um pólitískt hæli í Bretlandi. Dómarinn, Raouf Abdel-Rahman, er hluti af hinum kúrdíska minnihluta í Írak. Hann var yfirdómari í dómstólnum sem fann Saddam Hússein sekan og dæmdi hann síðan til dauða. Erlent 11.3.2007 14:06 Hamas og Fatah takast á Liðsforingi í Hamas samtökunum lét lífið í dag í skotabardögum við liðsmenn Fatah hreyfingarinnar á norðuhluta Gaza-svæðisins. Átökin hófust í Beit Hanoun en þar voru gerðar árásir með klasasprengjum og handsprengjum í morgun. Erlent 11.3.2007 13:35 Vonast til þess að hleypa vatni á fyrir kvöldið „Við vonumst til þess að þetta verði komið í lag fyrir kvöldið.“ sagði Guðmundur Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við Vísi. Loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi í morgun þar sem leki hafði komið að aðalæðinni inn í hverfið. Innlent 11.3.2007 13:24 Stefnir í uppgjör í Zimbabwe Stjórnarandstæðingar í Zimbabwe hafa heitið því að halda samkomu þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett bann á allar stjórnmálasamkomur næstu þrjá mánuði. Bannið var sett á vegna ofbeldis sem braust út á samkomu stjórnarandstæðinga í síðasta mánuði. Erlent 11.3.2007 12:34 Illa búið að breskum hermönnum Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Erlent 11.3.2007 12:23 Var ekki misnotaður Páll Pétursson formaður Lyfjaverðsnefndar þvertekur fyrir að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig til að koma í veg fyrir samkeppni eins og fyrirtækið Portfarma heldur fram.Málið hefur verið kært til Samkeppniseftirlitsins en talsmenn Portfarma segja Pál hafa viðurkennt mistökin í vitna viðurvist. Páll segist ekki kunna að meta þessi sannleiksvitni frá Portfarma, en þeir fari ekki með rangt mál heldur ýki. Innlent 11.3.2007 12:13 Gríðarlegt vatnstjón í kjallara fjölbýlishúss Gríðarlegt vatnstjón varð í flóði í nótt í kjallara fjölbýlishúss við Sólvallagötu. Þetta er mesta vatnsflóð í húsi sem slökkvliðið hefur þurft að kljást við en talið var að allt að tvö þúsund tonn af vatni hafi verið í bíla- og geymslukjallara hússins. Innlent 11.3.2007 11:58 Rússar kjósa í sveitastjórnarkosningum í dag Meira en 30 milljón Rússar munu kjósa í sveitastjórnarkosningum í landinu í dag. Almennt er talið að kosningarnar séu nær því að vera undirbúningur fyrir þingkosningarnar en þær fara fram á næstunni. Erlent 11.3.2007 11:36 29 látnir og 12 slasaðir í Írak í morgun Bílsprengja sprakk í morgun í miðborg Bagdad og létu að minnsta kosti 19 manns lífið. Frá þessu skýrði lögregla í borginni í morgun. Sprengingin varð í Karrada hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis sjía múslimar. Erlent 11.3.2007 11:22 Fjöldamótmæli í Madríd Tugþúsundir manna flykktust út á götu Madrídar, höfuðborgar Spánar í gær, til að mótmæla því að Jose Ignacio de Juana Chaos, liðsmaður Aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, hefði verið færður úr öryggisgæslu yfir í stofufangelsi. Erlent 11.3.2007 09:57 Fyrstu frjálsu kosningarnar í Máritaníu í 50 ár Kosningar eru hafnar í norðvestur-Afríkuríkinu Máritaníu en þetta verða fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í tæplega fimmtíu ár. Meira en ein milljón manna verða á kjörskrá og kjósa á milli 19 frambjóðenda. Erlent 11.3.2007 11:08 Chavez lætur gamminn geysa Hugo Chavez forseti Venesúela er enn við sama heygarðshornið á för sinni í Suður-Ameríku. Við komuna til Bólivíu í gær skaut hann föstum skotum að Bandaríkjunum þegar hann sagði kapítalismann ávísun á beina leið til glötunar en sósíalismann vera tæki þeirra sem hyggjast gera himnaríki á jörð. Erlent 11.3.2007 09:55 Vinstri grænir stærri en Samfylking Fylgi Samfylkingar mælist eingöngu 19,2 prósent í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birt er í dag. Flokkurinn fengi því tólf þingmenn, en er með tuttugu þingmenn nú. Vinstri grænir mælast með 25,7 prósent og fengju sautján þingmenn en þeir hafa einungis fimm þingmenn nú. Innlent 11.3.2007 10:21 Fyrri ferð Herjólfs felld niður Fyrri ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður vegna veðurs. Næst á að athuga hvort að fært sé klukkan þrjú í dag. Innlent 11.3.2007 10:26 Morgunsjósund í Ósá Maður stakk sér til morgunsunds í Ósá við Bolungarvík laust fyrir klukkan sjö í morgun og barst með ánni til sjávar við Ósvör. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði þurfti að veiða manninn úr sjónum, kaldann og hrakinn. Honum var komið á sjúkrahús þar sem hita þurfti hann upp. Ekki virtist nein skynsemi í þessu athæfi mannisins - líkast til fylleríisrugl að sögn lögreglu. Innlent 11.3.2007 10:20 « ‹ 201 202 203 204 205 206 207 208 209 … 334 ›
Stóraðgerð lögreglu á Suðurnesjum Tugir lögreglumanna og tollvarða á Suðurnesjum tóku þátt í stórri aðgerð í gærkvöld til að stemma stigu við vaxandi umsvifum fíkniefnasala í umdæminu. Farið var í sex húsleitir, tólf voru handteknir og hald lagt á talsvert af fíkniefnum. Innlent 11.3.2007 18:32
Varaði við að byggð risi nærri álverinu Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. Innlent 11.3.2007 18:00
Spánverjar minnast hryðjuverka Spánverjar minnast nú þess að þrjú ár eru liðin frá því að sprengjuárásir voru gerðar á lestarkerfi landsins en 191 lést í árásunum. 11 metra hár minnisvarði úr gleri var afhjúpaður í því tilefni en innan í hann eru áritaðar samúðaróskir og saknaðarkveðjur sem skrifaðar voru í kjölfar árásanna. Erlent 11.3.2007 18:14
Bush fer til Kólumbíu Þúsundir lögreglumanna og hermanna fylltu götur Bogota í Kólumbíu áður en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom þangað í dag. Heimsókn hans er sú síðasta í röð heimsókna til landa í Suður-Ameríku áður en hann snýr heim á leið. Innlent 11.3.2007 17:49
Nýr gervigrasvöllur formlega afhentur ÍR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, afhenti í dag ÍR formlega til afnota nýjan gervigrasvöll, sem gerður hefur verið við félagsheimili ÍR að Skógarseli 12. Afhendingin var í tengslum við 100 ára afmæli ÍR. Gervigrasvöllurinn ásamt öryggissvæðum er nær 9 þúsund fermetrar og er hann afgirtur með fjögurra metra hárri stálgrindargirðingu. Gervigrasvöllurinn er flóðlýstur með 18 m háum ljósamöstrum, sex að tölu. Innlent 11.3.2007 17:03
Elding ástæða tugmilljóna tjóns Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi í háspennukerfi Landsnets. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Samkvæmt því sem Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sem rekur dreifikerfi Landsvirkjunar, segir á það ekki að gerast undir eðlilegum kringumstæðum. Hvers vegna eldingin hafði þessi áhrif verður rannsakað eftir helgi. Innlent 11.3.2007 16:24
Vestfirðingar krefjast lausna Um tvö hundruð Vestfirðingar mættu á hvatningar og baráttufund í dag. Blikur eru á lofti í atvinnulífi svæðisins og var fundurinn ákall til kjörinna fulltrúa Vestfjarða á þingi og sveitarstjórnum um að þeir taki höndum saman, leggi flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinist í að leysa brýn verkefni í atvinnu og byggðamálum Vestfjarða. Innlent 11.3.2007 16:17
Olmert fundar með Abbas Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kom til Jerúsalem í dag til þess að eiga viðræður við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Þetta er annar fundur þeirra á innan við mánuði. Búist er við því að viðræðurnar eigi eftir að snúast um nýlegt samkomulag Fatah og Hamas hreyfinganna um þjóðstjórn í Palestínu og hvernig samskiptum Ísraels við hana verður háttað. Erlent 11.3.2007 16:10
Hvetur stjórnmálaflokka til áherslu á umhverfismál Framtíðarlandið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem það hvetur alla stjórnmálaflokka á Íslandi ti þess að svara kalli almennings um auknar áherslur á náttúruvernd og umhverfismál, virða þau verðmæti sem felast í óspilltri náttúru landsins, og vaxtarhugmyndum sem byggja á hugviti, nýsköpun og útrás. Innlent 11.3.2007 15:55
Forsetahjónin heimsækja Ártúnsskóla Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu heimsækja Ártúnsskóla á morgun, mánudaginn 12. mars. Ártúnsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2006 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem að forsetaembættið sendi frá sér í dag. Innlent 11.3.2007 15:43
Búist við því að Chirac bjóði sig ekki fram á ný Búist er við því að Jacques Chirac, forseti Frakklands, muni tilkynna í kvöld að hann ætli sér ekki að bjóða sig fram á ný. Yfirlýsingin verður flutt klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Erlent 11.3.2007 15:38
Elding olli skammhlaupi Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Innlent 11.3.2007 15:17
Bandaríkin flýta klukkunni Bandaríkjamenn hafa flýtt klukkum sínum eina klukkustund þremur vikum fyrr en venjulega. Þetta gera þeir til þess að spara orku og menga minna. Þingmenn segja að þetta muni minnka til muna útblástur skaðlegra efna í andrúmsloftið og gæti sparað almenningi miklar fjárhæðir. Erlent 11.3.2007 14:58
Íranar bjartsýnir eftir friðarráðstefnu í Bagdad Utanríkisráðuneytið í Íran sagði í dag að alþjóðlega ráðstefnan í Bagdad, þar sem Íran og Bandaríkin áttu fyrstu viðræður síðan árið 2003, hefði verið gott fyrsta skref í áttina að auknu öryggi og stöðugleika í Írak. Ráðamenn í Tehran gáfu einnig til kynna að þeir vonuðust til þess að seinni fundurinn um málefni Íraks eigi eftir að verða jafngóður. Seinni fundurinn á að eiga sér stað í Apríl og hann munu sækja utanríkisráðherrar þeirra landa sem sem sóttu fundinn í gær. Erlent 11.3.2007 14:29
Leiðtogar stjórnarandstöðu í Zimbabwe handteknir Yfirvöld í Zimbabwe hafa handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi fyrir að hafa ætlað að halda fjöldabænafund þrátt fyrir bann stjórnvalda við að halda pólitískar samkomur. Erlent 11.3.2007 14:12
Dómari í máli Saddams flýr Írak Yfirdómarinn í máli Saddams Hússeins hefur flúið Írak og beðið um pólitískt hæli í Bretlandi. Dómarinn, Raouf Abdel-Rahman, er hluti af hinum kúrdíska minnihluta í Írak. Hann var yfirdómari í dómstólnum sem fann Saddam Hússein sekan og dæmdi hann síðan til dauða. Erlent 11.3.2007 14:06
Hamas og Fatah takast á Liðsforingi í Hamas samtökunum lét lífið í dag í skotabardögum við liðsmenn Fatah hreyfingarinnar á norðuhluta Gaza-svæðisins. Átökin hófust í Beit Hanoun en þar voru gerðar árásir með klasasprengjum og handsprengjum í morgun. Erlent 11.3.2007 13:35
Vonast til þess að hleypa vatni á fyrir kvöldið „Við vonumst til þess að þetta verði komið í lag fyrir kvöldið.“ sagði Guðmundur Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við Vísi. Loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi í morgun þar sem leki hafði komið að aðalæðinni inn í hverfið. Innlent 11.3.2007 13:24
Stefnir í uppgjör í Zimbabwe Stjórnarandstæðingar í Zimbabwe hafa heitið því að halda samkomu þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett bann á allar stjórnmálasamkomur næstu þrjá mánuði. Bannið var sett á vegna ofbeldis sem braust út á samkomu stjórnarandstæðinga í síðasta mánuði. Erlent 11.3.2007 12:34
Illa búið að breskum hermönnum Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Erlent 11.3.2007 12:23
Var ekki misnotaður Páll Pétursson formaður Lyfjaverðsnefndar þvertekur fyrir að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig til að koma í veg fyrir samkeppni eins og fyrirtækið Portfarma heldur fram.Málið hefur verið kært til Samkeppniseftirlitsins en talsmenn Portfarma segja Pál hafa viðurkennt mistökin í vitna viðurvist. Páll segist ekki kunna að meta þessi sannleiksvitni frá Portfarma, en þeir fari ekki með rangt mál heldur ýki. Innlent 11.3.2007 12:13
Gríðarlegt vatnstjón í kjallara fjölbýlishúss Gríðarlegt vatnstjón varð í flóði í nótt í kjallara fjölbýlishúss við Sólvallagötu. Þetta er mesta vatnsflóð í húsi sem slökkvliðið hefur þurft að kljást við en talið var að allt að tvö þúsund tonn af vatni hafi verið í bíla- og geymslukjallara hússins. Innlent 11.3.2007 11:58
Rússar kjósa í sveitastjórnarkosningum í dag Meira en 30 milljón Rússar munu kjósa í sveitastjórnarkosningum í landinu í dag. Almennt er talið að kosningarnar séu nær því að vera undirbúningur fyrir þingkosningarnar en þær fara fram á næstunni. Erlent 11.3.2007 11:36
29 látnir og 12 slasaðir í Írak í morgun Bílsprengja sprakk í morgun í miðborg Bagdad og létu að minnsta kosti 19 manns lífið. Frá þessu skýrði lögregla í borginni í morgun. Sprengingin varð í Karrada hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis sjía múslimar. Erlent 11.3.2007 11:22
Fjöldamótmæli í Madríd Tugþúsundir manna flykktust út á götu Madrídar, höfuðborgar Spánar í gær, til að mótmæla því að Jose Ignacio de Juana Chaos, liðsmaður Aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, hefði verið færður úr öryggisgæslu yfir í stofufangelsi. Erlent 11.3.2007 09:57
Fyrstu frjálsu kosningarnar í Máritaníu í 50 ár Kosningar eru hafnar í norðvestur-Afríkuríkinu Máritaníu en þetta verða fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í tæplega fimmtíu ár. Meira en ein milljón manna verða á kjörskrá og kjósa á milli 19 frambjóðenda. Erlent 11.3.2007 11:08
Chavez lætur gamminn geysa Hugo Chavez forseti Venesúela er enn við sama heygarðshornið á för sinni í Suður-Ameríku. Við komuna til Bólivíu í gær skaut hann föstum skotum að Bandaríkjunum þegar hann sagði kapítalismann ávísun á beina leið til glötunar en sósíalismann vera tæki þeirra sem hyggjast gera himnaríki á jörð. Erlent 11.3.2007 09:55
Vinstri grænir stærri en Samfylking Fylgi Samfylkingar mælist eingöngu 19,2 prósent í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birt er í dag. Flokkurinn fengi því tólf þingmenn, en er með tuttugu þingmenn nú. Vinstri grænir mælast með 25,7 prósent og fengju sautján þingmenn en þeir hafa einungis fimm þingmenn nú. Innlent 11.3.2007 10:21
Fyrri ferð Herjólfs felld niður Fyrri ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður vegna veðurs. Næst á að athuga hvort að fært sé klukkan þrjú í dag. Innlent 11.3.2007 10:26
Morgunsjósund í Ósá Maður stakk sér til morgunsunds í Ósá við Bolungarvík laust fyrir klukkan sjö í morgun og barst með ánni til sjávar við Ósvör. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði þurfti að veiða manninn úr sjónum, kaldann og hrakinn. Honum var komið á sjúkrahús þar sem hita þurfti hann upp. Ekki virtist nein skynsemi í þessu athæfi mannisins - líkast til fylleríisrugl að sögn lögreglu. Innlent 11.3.2007 10:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent