Fréttir

Fréttamynd

Minni hagnaður hjá FedEx

Bandaríski póstþjónusturisinn FedEx skilaði hagnaði upp á 420 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 28,2 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er átta milljónum dala, 536,6 milljónum krónum, minna en á sama tíma í fyrra. Afkoman er engu að síður yfir væntingum greinenda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

X-Factor gegn kynþáttamisrétti í Smáralind

Í dag er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Að því tilefni standa nokkur samtök á Íslandi fyrir skemmtun í Smáralind klukkan 17. Þátttakendur í X-Factor koma fram og boðið verður upp á fjölmenningarspjall, sælgæti og barmmerki. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda sem létust í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir að hálshöggva skólastúlkur

Indónesískur dómstóll dæmdi í morgun þrjá íslamska öfgamenn fyrir að myrða þrjár kristnar skólastúlkur á eynni Sulawesi árið 2005. Mennirnir, eru sagðir tilheyra hinum herskáu samtökum Jemaah Islamiyah. Þeir hálshjuggu stúlkurnar úti á akri og fóru svo með höfuð þeirra í nærliggjandi þorp.

Erlent
Fréttamynd

Verkfalli hjá SAS aflýst

Verkfalli flugfreyja og flugþjóna hjá flugfélaginu SAS sem hófst í morgun var aflýst nú fyrir stundu. Alls þurfti að fresta 83 flugferðum til og frá Kastrup-flugvelli í Danmörku vegna kjaradeilu starfsfólks í farþegarými, alls um 1.600 manns, við vinnuveitendur sína. Enn á eftir að ná sáttum í deilunni en stjórnendur SAS sögðu í morgun að verkfallið væri með öllu ólöglegt.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður um kjarnorkuáætlun liggja niðri

Viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna liggja niðri annan daginn í röð. Þeir vilja ekki snúa aftur að samningaborðinu fyrr en þeir hafa fengið aðgang að bankareikningum í Makaó sem voru frystir á sínum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Skrautlegar skýringar sannfærðu ekki Hérðsdóm

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnamisferli í Vestmannaeyjum fyrir rúmu ári. Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands þrátt fyrir skrautlegar skýringar á sakleysi sínu. Við húsleit áramótin 2005/2006 fann lögregla 12 hundruð grömm af kannabisefnum.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar í grænum orkuvanda

Íslendingar eru sagðir standa frammi fyrir grænum orkuvanda á heimasíðu BBC í dag. Fréttin er í fimmta sæti yfir mest sendu fréttir dagsins. Þar fjallar Richard Hollingham fréttamaður BBC4 útvarpsstöðvarinnar um kosti og galla þess að virkja landið. Áhuga Íslendinga á að hagnast á endurnýjanlegri orku og mótmælum gagnrýnenda.

Innlent
Fréttamynd

Virgin American fær að fljúga í Bandaríkjunum

Flugfélagið Virgin America, sem breska samstæðan Virgin Group á hluta í, hefur fengið flugrekstrarleyfi samgönguyfirvalda í Bandaríkjunum. Félagið hefur fallist á koma til móts við yfirvöld sem meina erlendum aðilum að eiga meira en fjórðung í bandarískum flugfélögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

40 prósent óánægðir með hvalveiðar

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup segjast 40 prósent óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar í hagnaðarskyni. Átján prósent taka ekki afstöðu, en 42 prósent segjast ánægð með ákvörðunina. Munur á fylkingunum er innan skekkjumarka.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkjunum

Greinendur í Bandaríkjunum eru sammála um að miklar líkur séu á því að Seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum. Bankastjórnin fundar um málið í dag og greinir frá ákvörðun sinni síðdegis. Gert er ráð fyrir að markaðsaðilar rýni vel í rökstuðning Ben Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, þegar hann greinir frá vaxtaákvörðuninni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Móðir fól umrenningi kornabarn

Kona var handtekin í Bretlandi nýlega fyrir að skilja átta vikna stúlkubarn eftir í vörslu umrennings. Konan var á leið inn í Sainsbury verslun í Bromley í Kent með kærasta sínum þegar hún sá útigangsmanninn fyrir utan búðina. Í Daily Mirror kemur fram að konan hafi beðið manninn að gæta barnsins á meðan hún færi inn í verslunina.

Erlent
Fréttamynd

Barclays segist flytja höfuðstöðvar til Hollands

Breski bankinn Barclays ætlar að flytja höfuðstöðvar frá Bretlandi til Amsterdam í Hollandi gangi yfirtaka bankans á ABN Amro eftir. Þá hefur bankinn jafnframt sagt að ekki verði gerðar breytingar á æðstu stjórnendastöðum í ABN Amro, sem er stærsti banki Hollands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hverjir hagnast á íþróttaviðburðum?

Þjóðhagsleg hagkvæmni íþrótta og hverjir hagnast á íþróttaviðburðum er meðal efnis hádegisfundar Íþrótta- og Ólympíusambandsins næstkomandi föstudag. Þórdís Lilja Gísladóttir kynnir þar niðurstöður MA rannsóknar sinnar „Hagrænt gildi íþrótta í íslensku nútímasamfélagi.“ Ritgerðina vann hún í tengslum við lokaverkefni í menningu og menntastjórnun við Háskólann á Bifröst.

Innlent
Fréttamynd

Hf. Eimskipafélagið tapaði hálfum milljarði

Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði tapi upp á 5,6 milljónum evra, jafnvirði tæplega hálfs milljarðs íslenskra króna, á fyrstu rekstrarfjórðungi fyrirtækisins sem lauk í enda janúar. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins á sama tíma í fyrra rúmum 8,3 milljónum evra, 739,8 milljónum króna. Þetta er í takt við væntingar, að sögn Magnúsar Þorsteinssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppreisnarmenn beita börnum fyrir sig

Talsmaður bandaríska hersins sagði í dag að uppreisnarmenn í Írak hefðu notað börn í sprengjuárás. Hershöfðinginn Michael Barbero sagði að bíl hefði verið hleypt í gegnum öryggishlið þar sem tvö börn sátu í aftursætunum. Bíllinn var síðan sprengdur í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

Betur má ef duga skal í Afganistan

Fulltrúar frá Afganistan og öðrum þjóðum mæltu viðvörunarorð vegna ástandsins í Afganistan á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Hver á fætur öðrum steig í pontu og bentu allir á að ofbeldi í landinu væri enn að aukast, fíkniefnastarfsemi hvers konar blómstraði og hægt gengi að byggja upp stofnanir í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Gáfu út 10.000 vegabréf til svikahrappa

Þúsundum manna, og þar á meðal tveimur sem dæmdir hafa verið fyrir hryðjuverkaárásir, tókst að verða sér út um vegabréf hjá breska innanríkisráðuneytinu á fölskum forsendum á síðastliðnu ári. Allt í allt er talið að um tíu þúsund vegabréf sé um að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Sólborgin að bryggju um ellefuleytið

Vel gengur að koma dragnótarbátnum Sólborgu RE-270 til hafnar en líklega verður hún dregin í vesturhöfnina í Reykjavík um ellefuleytið í kvöld. Að sögn aðalvarðstjóra Landhelgisgæslunnar hefur ferðin sóst vel. Eftir að komið var í garðsjóinn og inn í Faxaflóann róaðist um og vindáttin hafði minni áhrif á ferðina. Sem stendur eru Týr og Sólborg stödd norður af Gróttu.

Innlent
Fréttamynd

Segir demókrötum að taka tilboðinu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í kvöld að demókratar ættu að taka tilboði hans um að leyfa tveimur háttsettum aðstoðarmönnum hans að ræða við þingnefnd á þeirra vegum. Bush hefur neitað því að leyfa demókrötum að yfirheyra aðstoðarmenn sína eiðsvarna. Aðstoðarmennirnir sem um ræðir eru Karl Rove og Harriet Miers.

Erlent
Fréttamynd

Hóta að draga úr valdi FBI

Þingmenn í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa hótað því að afnema þær lagaheimildir sem Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur til þess að rannsaka hugsanlega hryðjuverkamenn. Á þetta við um bæði demókrata og repúblikana.

Erlent
Fréttamynd

Þriðjungur írösku lögreglunnar spilltur

Háttsettur lögregluforingi í írösku lögreglunni sagði í dag að hann gæti ekki treyst þriðjungi lögreglumanna sinna þar sem hollusta þeirra væri hjá ólöglegum vígahópum. Lögregluforinginn, Abdul Hussein Al Saffe, sagði enn fremur að hann gæti ekki rekið þá þar sem þeir nytu verndar stjórnmálamanna.

Erlent
Fréttamynd

Átök blossa upp í Pakistan

Fleiri en 50 manns hafa látið lífið í átökum stuðningsmanna al-Kaída og talibana í norðvesturhluta Pakistan. Yfirvöld í Pakistan skýrðu frá þessu í dag. Átökin hafa geisað á svæðinu síðan á mánudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt félag stofnað um rekstur fjarskiptanets Símans

Skipti hf. sem á og rekur Símann hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Mílu, um rekstur, uppbyggingu og viðhald fjarskiptanets Símans. Í tilkynningu um nýja félagið segir, að aðskilnaður fjarskiptanetsins frá annarri starfsemi Símans sé liður í þeirri stefnu eigenda Skipta hf. að bæði fyrirtækin geti enn betur sinnt þjónustuhlutverki sínu.

Innlent
Fréttamynd

Neyddist til lendingar á Keflavíkurflugvelli

Bandarísk Herkúles herflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna bilunar í vökvakerfi vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum rétt fyrir hálfsjö í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið í Írak veldur vonbrigðum

Utanríkisráðherra segir að ástandið í Írak valdi vissulega vonbrigðum en það sé áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að styðja írösku þjóðina eftir megni. Fjögur ár eru í dag frá upphafi átaka í landinu og endurreisn landsins heldur áfram í skugga ofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna

Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins.

Innlent
Fréttamynd

Heilsan á að njóta vafans

Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu.

Innlent
Fréttamynd

Morfínfíklum fækkað um helming

Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum.

Innlent