Fréttir

Fréttamynd

Segja liðssöfnun Breta ekki hjálplega

Íranska sendiráðið í Bretlandi segir að tilraunir Breta til að fá þriðju aðila í lið með sér í sjóliðadeilunni, hjálpi ekki til við lausn hennar. Bretar séu í nánum samskiptum við írönsk stjórnvöld og vinni að því að leysa deiluna á "gagnkvæman og ásættanlegan" hátt. Málið ætti að leysa með tvíhliða samningum.

Erlent
Fréttamynd

Qantas stækkar flugflotann

Ástralska lággjaldaflugfélagið Jetstar, dótturfélag ástralska flugfélagsins Qantas, hefur keypt níu farþegaflugvélar frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Kaupverð er ekki gefið upp. Qantas horfir til þess að halda markaðsráðandi stöðu sinni með kaupunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Blair lýsir viðbjóði á meðferð sjóliða

Tony Blair forsætisráðherra Breta lýsir viðbjóði sínum á meðferð sjóliðanna sem eru í haldi Írana. Íranska stjórnin segir sjóliðana hafa komið ólöglega inn í íranska landhelgi. Blair segir að eina lausnin í málinu sé að sjóliðarnir verði látnir lausir. Þá segir forsætisráðherrann myndskeið af sjóliðunum í írönsku sjónvarpi, ekki blekkja neinn. Tekið verði á málinu af festu en þolinmæði.

Erlent
Fréttamynd

Þyrla skotin niður í Mogadishu

Uppreisnarmenn í Sómalíu skutu eþíópska þyrlu niður í Mogadishu í morgun. Þetta er annar dagur átaka í höfuðborginni eftir að herir Sómalíu og Eþíópíu réðust harkalega gegn íslamistum og ættbálkaherliðum. Yfir 30 manns hafa látist frá því í átakið hófst. Sprengjum rigndi yfir íbúahverfi og vitni sáu tvær eþíópískar þyrlur skjóta á virki uppreisnarmanna rétt áður en flugskeyti hitti aðra þyrluna.

Erlent
Fréttamynd

Skoða kaup Vodafone á Indlandi

Fjármálayfirvöld á Indlandi hefur ákveðið að skoða nánar kaup breska farsímarisanum Vodafone á 67 prósenta hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands, áður en þau gefa græna ljósið á viðskiptin. Kaupsamningur Vodafone hljóða upp á 11,1 milljarð dala, jafnvirði 736,6 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Endurkjör Mugabe forseta íhugað

Leiðtogar í Zanu stjórnmálaflokknum sem er ráðandi í Zimbabwe íhuga í dag hvort þeir eigi að styðja Robert Mugabe forseta til endurkjörs á næsta ári. Mugabe hefur lýst yfir eindregnum áhuga á að halda áfram í embættinu. Hann er hins vegar undir miklum þrýstingi frá hópum innan flokksins að hætta og enda þannig stjórnmála- og efnahagskreppuna í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Tchenguiz bætir enn við sig í Sainsbury

R20, fjárfestingafélag Roberts Tchenguiz, breska fasteignamógúlsins, náins viðskiptafélaga Kaupþings og stjórnarmanns í Exista, hefur aukið enn frekar við hlut sinn í bresku matvörukeðjunni Sainsbury. Félag hans hefur aukið jafnt og þétt við hlut sinn og fer það nú með 4,6 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvöruverslanakeðju Bretlands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dregur úr vöruskiptahalla

Vörur voru fluttar út fyrir 43,2 milljarða krónur á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en inn fyrir 54,4 milljarða. Þetta merkir, að vöruskipti við útlönd voru neikvæð um 11,2 milljarða krónur. Til samanburðar voru viðskiptin neikvæð um 18,7 milljarða á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þar af dróst vöruskiptahallinn saman um 3,8 milljarða krónur í febrúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upplýsingum af 45 milljónum kredikorta stolið

Tölvuþrjótar hafa stolið upplýsingum af rúmlega 45 milljónum kreditkorta sem notuð voru í TJ Maxx verslununum í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu fyrirtækisins til yfirvalda segir að ekki sé enn fullljóst hversu viðamikill þjófnaðurinn er. TJ Maxx rekur 2.500 verslanir í Bandaríkjunum. Möguleiki er einnig á því að viðskiptavinir verslunarkeðjunnar í Bretlandi og á Írlandi hafi orðið fyrir barðinu á þjófunum.

Erlent
Fréttamynd

Íslamskir öfgamenn hengdir í Bangladesh

Sex íslamskir öfgamenn voru hengdir fyrir sprengjuárásir í Bangladesh í morgun. Þeir voru dæmdir fyrir árásir víða um landið árið 2005. Að sögn lögreglu voru tveir mannanna forsprakkar andspyrnuhópa. Mennirnir sex voru ekki líflátnir á sama stað, heldur í fangelsum víða um landið.

Erlent
Fréttamynd

Bretar vilja Evrópulönd í lið með sér

Bretar freista þess nú að fá Evrópulönd í lið með sér til að einangra Íran vegna sjóliðadeilunnar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær yfirlýsingu til Íranskra stjórnvalda þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum vegna handtöku sjóliðanna 15. Í yfirlýsingunni er þrýst á stjórnvöld í Teheran að leyfa Breska sendiherranum aðgang að fólkinu.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla stöðvaði 400 bíla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók tólf ökumenn úr umferð í gærkvöldi eftir að hafa stöðvað tæplega fjögur hundruð bíla og kannað ástand ökumanna. Sex voru látnir hætta akstri þar sem ögn af vínanda mældist í þeim, fjórir voru kærðir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð heldur áfram að hækka

Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í gær vegna vaxandi spennu í Austurlöndum nær, sem rakin er til bresku gíslanna í Íran. Tunnan fór upp i 66 dollara á helstu mörkuðum í gær og hefur ekki verið jafn dýr um nokkurt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Kaþólskur prestur dæmdur í fangelsi

Kaþólskur prestur í víetnam hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðgerðir gegn stjórnvöldum í landinu. Presturinn hefur eytt rúmum áratug í fangelsi frá því snemma á níunda áratugnum, fyrir sömu sakir.

Erlent
Fréttamynd

Ráðgert að koma upp 240 manna varaliði

Ríkislögreglustjóri leggur til að komið verði upp um 240 manna launuðu varaliði lögreglu og almannavarna. Með því yrði mannafli lögreglunnar í landinu um það bil þúsund manns. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í gær.

Innlent
Fréttamynd

Bretar hafni stjórnarskrá ESB

Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að stefna ríki vegna reykingabanns

Eigandi Ölstofunnar í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að leita úrræða fyrir þá viðskiptavini ríkissjóðs sem krárnar þjónusta. Það er að segja - reykingamenn. Reykingabann gengur í gildi eftir tvo mánuði og eigendur Ölstofunnar íhuga að stefna ríkinu fyrir skerðingu á atvinnuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Krónikan hættir og seld til DV

Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt og var útgáfufélag hennar selt DV í dag. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Krónikunnar hafa ráðið sig til DV. Tólf manns störfuðu hjá Krónikunni og hefur öllum starfsmönnum verið boðið starf hjá DV, en óvíst hve margir þiggja það.

Innlent
Fréttamynd

10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf

Tíu gagnavistunarbú verða komin upp innan tveggja ára ef áætlanir Data Íslandía ganga eftir og tvö hundruð störf verða til. Áhugi stórfyrirtækja á borð við British Telecom á gagnavistun á hinu friðsæla Íslandi hefur tvíeflst eftir að upp komst um áætlanir Al Kaída um að lama internetið í Bretlandi.

Innlent
Fréttamynd

Félag Atorku Group með meirihluta í Romag

Renewable Energy Resources, félag í eigu Atorku Group, hefur eignast 22,1% í fyrirtækinu Romag, sem er leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sakfelling þýði að Jón Ásgeir þurfi að hætta störfum fyrir Baug í þrjú ár

Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar flutti lokaorð sín í Baugsmálinu nú rétt í þessu. Hann sagði að alþjóðleg greiningarfyrirtæki teldu meginverðmæti Baugs liggja í heilabúi Jóns Ásgeirs. Ásakanirnar í málinu væru mjög alvarlegar fyrir hann. Minnsta sakfelling yrði til þess að hann yrði að láta af stjórnarstörfum og sem forstjóri Baugs í þrjú ár. Gestur var þeirrar skoðunar að ekki gæti komið til sakfellingar. Það yrði hins vegar engin smá ákvörðun að sakfella Jón Ásgeir.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstruflanir á Austurlandi

Rafmagnsnotendur á Austurlandi mega búast við tímabundnum spennubreytingum vegna spennusetningar og prófana á rafbúnaði í Fljótsdalsstöð og hjá Fjarðaráli. Afleiðingarnar geta verið blikk í ljósum notenda en þær eiga hvorki að valda tjóni á búnaði né straumleysi. Einungis er um tímabundið ástand að ræða þar til rekstur Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaráls hefst.

Innlent
Fréttamynd

Missti ökuskírteinið á fyrsta degi

Sautján ára piltur var tekinn fyrir hraðakstur í Ártúnsbrekku í gærkvöldi á 136 km hraða. Skírteinið var gefið út í gær en pilturinn er nýorðinn 17 ára. Hann má búast við að fá 75 þúsund króna sekt og missa ökuleyfið í einn mánuð. Hinn nýbakaði bílstjóri fær því að hugsa ráð sitt í um mánaðartíma áður en hann snýr aftur út í umferðina.

Innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð enn á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir 64 dala á tunnu dag. Verðið skaust til skamms tíma í 68 dali á tunnu og hefur verðmiðinn á svartagullinu ekki verið hærri síðan síðastliðið haust. Olíuverðið hefur hækkað jafnt og þétt eftir að Íranar handtóku 15 breska sjóliða innan írönsku landhelginnar á Persaflóa á föstudag fyrir viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir gögn sem sanni sakleysi ekki rannsökuð

Jón Ásgeir Jóhannesson afhenti lögreglu í maí 2003 þrjár möppur með upplýsingum um bankareikninga Nordica. Þær áttu að renna stoðum undir framburð hans og Tryggva Jónssonar varðandi peningafjárhæðir sem runnu frá Baugi til Nordica. Gestur Jónsson gagnrýndi harðlega í Héraðsdómi í dag að þær hafi ekki verið rannsakaðar af lögreglu. Og að engin heildstæð rannsókn hafi farið fram á bókhaldi Nordica.

Innlent
Fréttamynd

Nóg komið af uppbyggingu í Laugardal

Íbúasamtök í Laugardal kalla eftir sterkum rökum frá yfirvöldum fyrir frekari uppbyggingu í dalnum. Þau telja nóg komið af byggingarframkvæmdum. Nú er fyrirhugað að byggja tvö fjölbýlishús á einum af fáum grænum blettum sem eftir eru í dalnum. Þetta segir í tilkynningu frá umhverfis-og útivistarhóp íbúasamtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkir bjóða í BTC

Tyrkneska farsímafélagið Turkcell hefur lagt fram tilboð í kaup á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nokkrir af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi eru sagðir hafa áhuga á kaupum á hlutnum. Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í BTC nemi um 99 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afsakanlegt gáleysi önnum kafins manns

Jakob Möller sagði við málflutning í Héraðsdómi í dag að meint bókhaldsbrot Tryggva Jónssonar væru mistök sem ættu sér skýringar. Ekki væri um ásetning að ræða eða stórfellt gáleysi, heldur afsakanlegt gáleysi önnum kafins manns. Jakob vísaði þannig til 16. ákæruliðs sem snýr að bókfærðri kredityfirlýsingu frá færeyska fyrirtækinu SMS.

Innlent
Fréttamynd

Tveir á vinnumarkaði fyrir hvern ellilífeyrisþega

Allt stefnir í að árið 2050 verði einungis tveir Íslendingar á vinnumarkaði fyrir hvern ellilífeyrisþega. Í dag er hlutfallið fimm á móti einum. Íslenska þjóðin eldist og því fylgja þjóðfélagsbreytingar. Þær eru ávísun á breytingar á fjölmörgum sviðum. Við þessari þróun þarf að bregðast, segir í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja og erlendra greinenda. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast um fjórðung úr prósenti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn.

Viðskipti innlent