Fréttir

Fréttamynd

Ástæðulaus ótti vísindamanna

Ástæðulaus ótti, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, um áhyggjur jarðvísindamanna af skjálftavirkni og leka við fyrirhugaðarar virkjanir í Þjórsá..Hann segir að nokkur þúsund ára þéttur sandbotn muni varna leka í farvegi árinnar.

Innlent
Fréttamynd

Smávægileg lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Litlu munaði að vísitalan endaði á sléttu en lækkunin nemur 0,02 prósentum og endaði hún í 8.173 stigum. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest en bréf í Föroya Banka lækkaði mest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir aukinni verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð muni hækka um 1,3 prósent í september. Við það hækkar verðbólgan úr 3,4 prósentum í 4,2 prósent. Deildin telur líkur á að umsvif á fasteignamarkaði muni kólna fljótt í ljósi hækkandi vaxtakjara og erfiðara aðgengi að lánsfé og reiknar með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist eftir tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

OMX sendir spurningalista til Dubai

Stjórn norrænu OMX-kauphallarsamstæðunnar sendi kauphöllinni í Dubai bréf í dag þar sem svara er óskað við nokkrum spurningum svo hægt sé að meta yfirtökutilboð kauphallarinnar í OMX. Nasdaq hafði áður gert yfirtökutilboð í OMX-samstæðuna, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá DaimlerChrysler

Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler hagnaðist um 1,85 milljarða evra, jafnvirði 162 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 14 prósenta samdráttur frá sama tíma á síðasta ári. Hagnaður Chrysler-hluta Daimler og lánaarms fyrirtækisins í Bandaríkjunum jókst um 18 prósent á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandarískar vísitölur á uppleið

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eftir lækkun síðustu tvo daga. Lækkunin í gær skýrist af taugatitringi vegna frétta um samdrátt á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og lækkunar á fasteignaverði. Nú virðist sem verðlækkunin hafi náð til fasteigna í dýrari kantinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukinn hagnaður hjá Stoðum

Hagnaður fasteignafélagsins Stoða, sem á og leigir út fasteignir hér á landi og í Danmörku, nam 4.336 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 4.186 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Í næstu viku liggja fyrir niðurstöður af yfirtökutilboði félagsins í danska fasteignafélagið Keops. Gangi tilboðið eftir verða Stoðir eitt af stærstu fasteignafélögum Norðurlanda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur-Burðaráss orðinn viðskiptabanki

Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka starfsleyfi sem viðskiptabanki í gær. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum og eru íslensku viðskiptabankarnir því orðnir fimm talsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á hægari útlánavexti

Hægt hefur lítillega á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja það sem af er ári þrátt fyrir nokkra aukningu í júní og júlí. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að dýrara fjármagn og líkur á verra aðgengi að lánsfé muni draga frekar úr útlánavexti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkun og lækkun á hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en margar þeirra stóðu á rauðu við opnun viðskipta. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega í helstu löndum að Danmörku og Frakklandi undanskildu. Ísland virðist fylgja þeim en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent það sem af er dags. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður eykst hjá Sparisjóði Vestfirðinga

Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga nam 822 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 217 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er tæp fjórföldun á milli ára. Tekið er fram í árshlutauppgjöri sjóðsins að við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé hans um 512 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EMI skiptir um eigendur í september

Eric Nicoli, forstjóri breska útgáfurisans EMI, ætlar að yfirgefa forstjórastólinn þegar nýir eigendur taka við félaginu í næsta mánuði. Félagið hefur átt við mikinn rekstrarvanda að stríða vegna minnkandi geisladiskasölu og fór í söluferli fyrr á árinu. Úr varð að fjárfestingafélagið Terra Firma keypti útgáfufélagið í maí fyrir 2,4 milljarða punda, jafnvirði rúmra 300 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló

Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr væntingum Þjóðverja

Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lækkun í Evrópu og Asíu

Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bakslag í Bandaríkjunum

Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandarískir neytendur svartsýnir

Væntingavísitala bandarískra neytenda tók dýfu í mánuðinum en hún hefur ekki fallið jafn mikið á milli mánaða í tvö ár. Fréttveita Bloomberg segir þetta sýna að neytendur vestanhafs séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum vegna viðvarandi lækkunar á fasteignaverði auk þess sem erfiðara er nú en áður að fjármagna fasteignakaup.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauður dagur að mestu í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest, eða um rúm fjögur prósent. Einungis gengi bréfa í Marel og Atorku hækkaði en gengi annarra félaga ýmist lækkaði eða stóð í stað. Gengi Úrvalsvísitölunnar lækkaði 1,61 prósent og stendur hún í 8.171 stigi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

MP Fjárfestingabanki skilar metafkomu

MP Fjárfestingabanki skilaði methagnaði á fyrstu sex mánuðum arsins. Hagnaður nam 1.118 milljónum króna samanborið við 576,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 94 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samruni Scania, Man og Volkswagen á salt

Sænski fjárfestirinn Peter Wallenberg hefur hætt við samruna sænska vöruflutningabílaframleiðandans Scania, MAN og hluta af þýska fyrirtækinu Volkswagen í bili. Gert hafði verið ráð fyrir að úr samrunanum yrði til nýr framleiðandi vöruflutningabíla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauður dagur í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir að gögn sýndu að endursala á fasteignum dróst saman í síðasta mánuði. Salan hefur minnkað jafnt og þétt síðan á vordögum þegar samdráttar á fasteignalánamarkaði vestra varð fyrst vart og hefur salan ekki verið með dræmara móti í fimm ár. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis lækkað síðastliðna 12 mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Teymi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni eða um 16 prósent síðustu sjö viðskiptadaga. Þar af hækkaði gengið um rúm sex prósent í dag. Á sama tíma bætti Úrvalsvísitalan við sig 0,26 prósentum en hún stendur nú í 8.305 stigum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LME skoðar yfirtöku á Stork-samstæðunni

Marel hefur hug á að kaupa allt hlutafé hollensku iðnsamsteypunnar Stork en ekki einungis matvælavélavinnsluhluta hennar. Þetta kom fram á hluthafafundi í Stork sem fram fór í dag en lögmaður LME eignarhaldsfélags, sem Marel á fimmtungshlut í á móti Eyri Invest og Landsbankanum, sagði félagið skoða alla möguleika. Yfirtökutilboð sem gert hefur verið í Stork hljóðar upp á rúma 133 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Eikar tífaldaðist á milli ára

Fasteignafélagið Eik, sem er í eigu FL Group, Baugs Group, Saxbyggs og Fjárfestingafélagsins Primusar ehf., skilaði hagnaði upp á tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæp tíföldun á milli og besta afkoman á fyrstu sex mánuðum ársins í sögu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rio Tinto fær grænt ljós í Bandaríkjunum

Ál- og námafyrirtækið Rio Tinto hefur fengið græna ljósið hjá bandarískum samkeppnisyfirvöldum til að kaupa kanadíska álrisann Alcan, sem meðal annars er móðurfélag álversins í Straumsvík. Tilboðið Rio Tinto hljóðar upp á 38,1 milljarð dala, um 2.500 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði tilboð bandaríska álrisans Alcoa í Alcan upp á 27 milljarða dala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nokkrir sitja um hlut Nasdaq í LSE

Nokkrar af helstu kauphöllum Evrópu og asískur fjárfestingasjóður hafa kannað möguleikann á því að kaupa hlut bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE). Nasdaq á 31 prósents hlut í LSE en hefur ekki ákveðið hvort helmingur hlutarins eða meira verði seldur. Á meðal hugsanlegra kaupenda er kauphöllin í Dubai.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Met í brjóstagjöf

Víetnamar settu í dag heimsmet í brjóstagjöf þegar rúmlega tólfhundruð mæður komu saman í þremur borgum og gáfu börnum sínum brjóst samtímis. Með þessu vildu mæðurnar leggja áherslu á mikilvægi brjóstagjafar fyrir hvítvoðunga.

Erlent
Fréttamynd

Fargað vegna fuglaflensu

Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni hefur greinst í fuglum á fuglabúi í suðurhluta Þýskalands. 400 fuglar drápust úr flensunni þar á skömmum tíma. Öðrum fuglum þar verður nú fargað - öllum 160 þúsund. Ekki er vitað með vissu hvernig sjúkdómurinn barst í fuglana á búinu.

Erlent
Fréttamynd

Hákon styður systur sína

Hákon krónprins Noregs styður englaskóla Mörtu Lovísu systur sinnar þar sem hún ætlar að kenna fólki að tala við engla og dýr. Þetta sagði prinsinn við blaðamenn þar sem hann og Mette Marit kona hans afhentu góðgerðarsamtökum jafnvirði nærri 6 milljóna króna úr sjóði sínum sem notaðar verða til að hjálpa munaðarlausum börnum í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Berst fyrir því að dóttir sín fái meðferð

Faðir 6 ára palestínskrar stúlku, sem lamaðist í loftárás Ísraela fyrir rúmu ári, berst fyrir því að hún fái áfram meðferð á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Ísraelar vilja ekki leyfa það þeir vilja senda hana í meðferð á Vesturbakkanum þar sem vantar tæki sem halda henni á lífi.

Erlent