Ástralir opna landamærin Ástralir hyggjast opna landamæri sín fullbólusettum ferðamönnum á ný þann 21. febrúar næstkomandi. 7.2.2022 19:08
Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. 7.2.2022 18:35
Sást til flugvélarinnar á myndbandsupptökum Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar myndbandsupptökur sem sýna flugvélina TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni á fimmtudag, fljúga yfir vatnið. 7.2.2022 17:48
Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. 3.2.2022 00:15
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2.2.2022 23:33
Bandaríkjaher rekur óbólusetta hermenn Bandaríkjaher hyggst reka alla óbólusetta hermenn tafarlaust. Bólusetningarskylda hermanna tók gildi í ágúst á síðasta ári og hyggst herinn nú grípa til uppsagna. 2.2.2022 22:34
Forseti CNN hættir vegna ástarsambands við samstarfskonu Forseti fjölmiðilsins CNN í Bandaríkjunum sagði af sér í morgun eftir að upp komst um ástarsamband hans við samstarfskonu. 2.2.2022 21:53
Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2.2.2022 21:03
Lilja Björg vill áfram leiða í Borgarbyggð Lilja Björg Ágústsdóttir gefur kost á sér til forystu lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Uppstillingarnefnd flokksins vinnur nú að tillögu sem kemur í ljós von bráðar. 2.2.2022 20:00
Jarðskjálfti í Kötlu: „Þetta virðist vera stærsti skjálfti síðan 2017“ Jarðskjálfti 4,0 að stærð mældist klukkan 19.10 í kvöld í norðausturrima öskju eldfjallsins Kötlu. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en Veðurstofa segir ekki merki um gosóróa. 2.2.2022 19:54