Páll Óskar tók lagið: „Ég er búinn að lifa alveg dásamlegu lífi“ Poppkóngurinn Páll Óskar fagnar fimmtugsafmæli sínu í kvöld með stórtónleikum í Háskólabíói í kvöld og á morgun. Hann kveðst ótrúlega þakklátur og segist vera búinn að lifa dásamlegu lífi. 25.3.2022 20:34
Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. 25.3.2022 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gjöreyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. 25.3.2022 18:10
Fiskideginum mikla frestað í þriðja sinn vegna kórónuveirunnar Fiskidagurinn mikli verður ekki haldinn hátíðlega á Dalvík þetta árið frekar en fyrri ár. Fiskideginum var fyrst frestað vegna kórónuveirunnar árið 2020 og stjórn segir að allt sé þegar þrennt er. 25.3.2022 17:06
Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25.3.2022 15:00
Óttast eldgos á Asóreyjum Mikil skjálftavirkni hefur mælst á Asóreyjum síðustu daga og yfirvöld óttast að virknin kunni að leiða til eldgoss. Grannt er fylgst með stöðunni og ferðamenn eru hvattir til að hætta sér ekki á eyjarnar. 23.3.2022 23:32
Stálheppinn Norðmaður vann 800 milljónir Ljónheppinn Norðmaður vann fyrsta vinning í Víkingalottó þessa vikuna og fær rúmlega 808 milljónir króna í sinn hlut. Samlandi hans var með annan vinning og fær rúmar 57 milljónir fyrir. 23.3.2022 23:21
Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23.3.2022 23:15
Neita að endurskoða lífstíðardóm framhaldsskólastarfsmanns Pamela Smart, sem situr inni fyrir að hafa látið framhaldsskólanema myrða eiginmann sinn, fær ekki endurskoðun á lífstíðardómnum er hún hlaut fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. 23.3.2022 22:50
Keyptu Herkastalann á hálfan milljarð Íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki hefur keypt Herkastalann svokallaða við Kirkjustræti tvö á hálfan milljarð íslenskra króna. Til stendur að reka hótel og veitingastað í húsinu. 23.3.2022 21:50