Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um­ræðan van­stillt og byggð á röngum upp­lýsingum

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum.

Þrjú látin úr Co­vid í Sjang­hæ

Þrjú hafa látist úr Covid í Sjanghæ í Kína en útgöngubann hefur verið í borginni í nærri fjórar vikur. Kínversk stjórnvöld hafa hingað til haldið því fram að enginn hafi látist úr veirunni í borginni.

Ever Forward siglir loks á ný

Gámaflutningaskipið Ever Forward siglir loks á ný en skipið strandaði í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir mánuði síðan.

Fylgjast grannt með jarð­­skjálfta­­virkni

Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 

Sól og blíða

Sól og blíða verður í höfuðborginni í dag en gert er ráð fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt og bjart víðast hvar á Suður- og Vesturlandi. Heiðskírt og hiti á bilinu þrjár til ellefu gráður. 

Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína.

Hljóp frá lög­reglunni og út í sjó

Kalrmaður var handtekinn rétt eftir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi maðurinn að flýja og hljóp rakleiðis út í sjó.

Tekinn fyrir „ó­lög­legt brott­kast“ í Sorpu

Maður var gripinn með svartan ruslapoka í Sorpu í gær. Þá þegar var hann látinn borga fimm hundruð króna „refsigjald“ og engu breytti þegar hann kvaðst ætla að taka pokann með sér heim aftur. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir málið einfalt.

Sjá meira