Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ör­vænting og ringul­reið í Sjang­hæ vegna far­aldursins

Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum.

Hægt að kjósa utan ­­kjör­fundar í Holta­­görðum

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram á annarri hæð í Holtagörðum. Smáralind og Kringlan hafa verið nýttar til utankjörfundaratkvæðagreiðslu síðustu ár.

Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veislu­halda

Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra.

Hús­næðis­verð haldi á­fram að hækka

Gert er ráð fyrir því að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka samkvæmt nýútkominni fjárhagsáætlun fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Frá upphafi árs 2020 hefur íbúðaverð á landsvísu hækkað um 29%.

Vaktin: Sprengingar heyrðust í Kænu­garði

Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim.

„Spillingin gerist vart svæsnari“

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð.

Lögðu hald á stærstu snekkju heims

Lögreglan í Þýskalandi hefur lagt hald á stærstu snekkju heims eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós að hún væri í eigu systur ólígarkans Alisher Usmanov. Snekkjan, sem ber heitið Dilbar, er metin á 600 milljónir dollara.

Furðar sig á að kenni­tölur hafi verið birtar

Landskjörstjórn hyggst birta kennitölur allra frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga opinberlega. Umboðsmaður Garðabæjarlistans setur spurningamerki við birtinguna og hefur sent erindi á Persónuvernd.

Sjá meira