Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Neitað um gistingu vegna Co­vid og fékk endur­greitt

Hóteli hefur verið gert að endurgreiða ferðamanni rúmar 340 evrur vegna gistingar. Hótelið neitaði manninum um gistingu vegna þess að hann var smitaður af kórónuveirunni. Á þeim tímapunkti hafði öllum sóttavarnaraðgerðum verið aflétt. 

Lést vegna heilaétandi amöbu

Unglingur í Nevada í Bandaríkjunum lést nýlega af völdum heilaétandi amöbu. Dýrið er talið hafa farið inn í nef og upp í heila unglinsins þegar hann baðaði sig í stöðuvatni í fylkinu.

Frum­­­varpið taki ein­fald­­lega ekki á á­skorunum

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi.

Raf­magns­laust eftir á­rásir Rússa

Rafmagnsleysi er víða í vesturhluta Úkraínu vegna eldflaugaárásir Rússa í nótt en þeir eru sagðir hafa ráðist á orkuinnviðum. Takmarkanir eru á rafmagnsnotkun í Úkraínu.

Skjálfta­hrina hafin í Mýr­dals­jökli

Skjálftahrina er hafin í Mýrdalsjökli. Nokkrir skjálftar yfir 2 að stærð hafa orðið í austanverðri öskju Mýrdalsjökul síðan um hádegisbil. Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,8 að stærð.

Heiða Björg gefur ekki kost á sér á­fram

Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár.

Margrét Frið­riks krefst 29 milljóna vegna brott­vísunarinnar

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag.

Sjá meira