Brjálað veður á Kjalarnesi: Veginum lokað Brjálað veður er á Kjalarnesi þessa stundina og búið er að loka veginum vegna hvassviðris. Flutningabíll fauk á fólksbíl og ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. 16.10.2022 11:15
Leigubílstjóri skotinn til bana Leigubílstjóri var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í nótt. Tilkynningar um skotárás bárust lögreglu klukkan 3.30 og lík bílstjórans fannst á bílastæði í hverfinu Bergsjön. 16.10.2022 11:00
250 manna flugslysaæfing á Akureyri Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni. 16.10.2022 10:24
Sprengisandur: Stríð gegn fíkniefnum, Bretland og innflytjendamál Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur verður á sínum stað klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju en til hans mæta yfirlæknir á Vogi, stjórnmálafræðingur, dómsmálaráðherra og verkalýðsforingi. 16.10.2022 10:09
Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi. 16.10.2022 09:40
Sniðugt að greiða niður skuldir áður en fjárfest verði í listaverkum Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir sniðugt að greiða niður lán og skuldir áður en farið verði í óhefðbundnari fjárfestingar. Mikilvægast sé þó að fjárfesta í sjálfum sér enda lífið stutt og fólk eigi að reyna að láta drauma sína rætast. 10.10.2022 22:38
Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10.10.2022 21:33
Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar. 10.10.2022 20:23
Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn og hópur Rússa á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Blásið var til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu mótmælendur yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10.10.2022 20:17
Tekinn á 137 kílómetra hraða á Sæbraut Ökumaður var tekinn á 137 kílómetra á Sæbraut í dag og sviptur ökuréttindum á staðnum. Leyfilegur hámarkshraði á Sæbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund. 10.10.2022 19:23