„Ef við gleymum að tala til barna og unglinga þá staðnar kirkjan“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 12:23 Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings. Vísir/Vilhelm/Þjóðkirkjan Kirkjuþing var sett við sérstaka athöfn í þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar klukkan 10 í morgun. Nýtt tímabil er að hefjast sem mun standa yfir í fjögur ár. Forseti kirkjuþings segir mestu máli skipta að virkja unga fólkið. Sautján nýir þingfulltrúar koma nú saman í fyrsta sinn á tímabilinu en þingið samanstendur af 29 þingfulltrúum. Þingið fer yfirleitt fram í tveimur lotum á ári, á vorin og á haustin, og stendur yfir í þrjá eða fjóra daga í senn. Það fer meðal annars með fjárstjórnarvald, mótar stefnu kirkjunnar og setur reglur. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings leggur mesta áherslu á æskulýðsmálin. „Þau eru náttúrulega svo mikilvæg af því að ef við gleymum að tala til barna og unglinga og ungra fjölskyldna þá staðnar kirkjan. Því að kirkjan verður að vera lifandi og við verðum að uppfræða unga sem aldna, en fræðsla fyrir ungt fólk og börn er það mikilvægasta í dag að mínu mati,“ segir Drífa. Virkja þurfi kirkjuna Hún segir mikilvægt að kirkjan verði áberandi í samfélaginu; að virkja þurfi kirkjuna. „Ég vil að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni. Ef að okkur misbýður eitthvað þá eigum við að skipta okkur af því. Kirkjan er lifandi samfélag og í kirkjunni erum við yfir 200 þúsund og kirkjan hefur margar raddir. Það er ekki ein rödd, hún hefur margar raddir, og þessar raddir verða að fá að heyrast. Ég legg mikla áherslu á það að fólk veigri sér ekki við því að viðurkenna að það sé kristið og vilji taka þátt í kristilegu samfélagi,“ segir Drífa. Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sautján nýir þingfulltrúar koma nú saman í fyrsta sinn á tímabilinu en þingið samanstendur af 29 þingfulltrúum. Þingið fer yfirleitt fram í tveimur lotum á ári, á vorin og á haustin, og stendur yfir í þrjá eða fjóra daga í senn. Það fer meðal annars með fjárstjórnarvald, mótar stefnu kirkjunnar og setur reglur. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings leggur mesta áherslu á æskulýðsmálin. „Þau eru náttúrulega svo mikilvæg af því að ef við gleymum að tala til barna og unglinga og ungra fjölskyldna þá staðnar kirkjan. Því að kirkjan verður að vera lifandi og við verðum að uppfræða unga sem aldna, en fræðsla fyrir ungt fólk og börn er það mikilvægasta í dag að mínu mati,“ segir Drífa. Virkja þurfi kirkjuna Hún segir mikilvægt að kirkjan verði áberandi í samfélaginu; að virkja þurfi kirkjuna. „Ég vil að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni. Ef að okkur misbýður eitthvað þá eigum við að skipta okkur af því. Kirkjan er lifandi samfélag og í kirkjunni erum við yfir 200 þúsund og kirkjan hefur margar raddir. Það er ekki ein rödd, hún hefur margar raddir, og þessar raddir verða að fá að heyrast. Ég legg mikla áherslu á það að fólk veigri sér ekki við því að viðurkenna að það sé kristið og vilji taka þátt í kristilegu samfélagi,“ segir Drífa.
Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira