Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22.5.2023 08:01
Instagram virðist virka á ný Samfélagsmiðillinn Instagram lá niðri í rúma klukkustund í kvöld. 21.5.2023 22:29
Þorleifur hvergi af baki dottinn: Íslandsmet Mari í hættu Þorleifur Þorleifsson hefur hlaupið 40 hringi í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hann er hvergi af baki dottinn og heilsan er góð. Ofurhlaupakonan Mari Järsk á Íslandsmetið í bakgarðshlaupi, með 43 hringi, en hún lauk keppni í dag á 34. hring. 21.5.2023 22:02
Bresk kona fannst látin á afskekktu svæði í Grikklandi Bresk kona, 74 ára gömul, fannst látin á afskekktu svæði á grísku eyjunni Telendos. Hún hafði verið í fríi með eiginmanni sínum en hvarf 30. apríl síðastliðinn. Fjölskyldan er í sárum. 21.5.2023 21:02
Veðrið meira og minna eins út mánuðinn „Ég myndi nú halda að þetta væri svona á þessum nótum, kannski aðeins skárra þegar líður á vikuna. En svona samt í þessum takti eiginlega meira og minna út mánuðinn,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 21.5.2023 20:04
Ferðamönnum brugðið við svartan Trevi-gosbrunninn Ítalskir loftslagsaðgerðarsinnar helltu svörtu efni í fjölsótta Trevi gosbrunninn í Róm í dag. Lögregla handtók mótmælendur á vettvangi. 21.5.2023 19:16
Jay-Z og Beyoncé keyptu dýrasta hús í sögu ríkisins Hjónin Jay-Z og Beyoncé keyptu 2.700 fermetra hús í Malibú í Kaliforníu fyrir skömmu á tvö hundruð milljónir dollara. Eignin er sú dýrasta sem selst hefur í ríkinu. 21.5.2023 17:39
Skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur. 20.5.2023 23:21
Skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn sambýliskonu Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Hann hrinti henni, sló hana í andlitið og ítrekað með beltissylgju. 20.5.2023 22:28
„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20.5.2023 21:04