Ófær um að mæta í dómsal vegna pyntinga CIA Jemenskur maður sem hefur verið í haldi síðustu ár vegna grunaðra tengsla við hryðjuverkin á Tvíburaturnana í New York er ófær um að mæta fyrir dóm vegna geðtruflana. Bandaríska leyniþjónustan pyntaði manninn mikið í kjölfar handtöku og er talið að hann hafi orðið veikur á geði við pyntingarnar. 22.9.2023 23:31
Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22.9.2023 22:17
Vissi að eltihrellirinn kæmi Lögregla hafði afskipti af eltihrelli á viðburði sem leikarinn Matthew McConaughey stóð fyrir í vikunni. Leikaranum datt í hug að hrellirinn yrði til ama og sótti því um nálgunarbann áður en viðburðurinn fór fram. 22.9.2023 21:57
Þaulsætnasti forseti Ítalíu látinn Giorgio Napolitano, fyrrverandi forseti Ítalíu, er látinn 98 ára gamall. Giorgio var þaulsætnasti forseti Ítalíu. 22.9.2023 21:16
Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22.9.2023 20:43
Ráðuneytið skoðar niðurgreiðslu á Húsavíkurflugi Innviðaráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjasveit kanna möguleika á því að styðja flug til Húsavíkur afmarkað yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið Ernir hefur haldið úti reglubundnu áætlunarflugi milli Reykjavík og Húsavíkur síðan 2012. 22.9.2023 19:39
„Búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir „framvarðasveit verkalýðshreyfingarinnar“ komna á stjá á ný, eftir lægð í skeytasendingum. Hún segir stjórn Eflingar ekki lengur þurfa að furða sig á áhugaleysi. Nú sé búið að ræsa vélarnar. 22.9.2023 19:15
Fundu sjötíu milljónir í reiðufé og gullstangir heima hjá öldungadeildarþingmanni Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bob Menendez hefur verið ákærður fyrir spillingu. Fimm hundruð þúsund dollarar, eða tæpar sjötíu milljónir íslenskra króna, fundust við húsleit hjá þingmanninum. 22.9.2023 18:43
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um rafbyssur sem lögreglan mun brátt taka í notkun. Undirbúningur stendur nú yfir undir handleiðslu erlendra sérfræðinga og við heyrum í lögreglukonu sem lýsir því hvernig er að fá rafstraum úr slíku vopni. Hún segir alveg nóg að prófa það bara einu sinni. 22.9.2023 18:01
Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22.9.2023 18:00