Hætta á matareitrun: Innkalla ostasósu Aðföng hafa ákveðið að innkalla ostasósuna „Santa Maria Dip Nacho Cheese Style“ í 250 gramma dósum. Ástæða innköllunarinnar er að í tiltekinni framleiðslulotu greindist baktería sem valdið getur matareitrun. 24.9.2023 10:50
Lést eftir býflugnaárás Maður í Kentucky í Bandaríkjunum lést eftir árás skæðra býflugna í vikunni, 59 ára gamall. 24.9.2023 09:47
Sprengisandur: Húsnæðismál, sjókvíaeldi, kynfræðsla og gengjastríð Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24.9.2023 09:31
Þrjár vikur í hungurverkfalli vegna hvalveiðanna Dýraverndarsinninn Samuel Rostøl hefur verið í hungurverkfalli síðan tilkynnt var að hvalveiðar hæfust á ný, eða í þrjár vikur. Hann segist sáttur. Þjáningarnar séu miklu minni en þær sem hvalirnir þurfi að upplifa. 23.9.2023 18:01
Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23.9.2023 16:51
Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23.9.2023 14:18
Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23.9.2023 12:45
Símaverinu ekki alveg lokað en forstjóri boðar breytta tíma Domino's hefur ákveðið að færa pizzapantanir nánast alfarið yfir á netið. Forstjóri fyrirtækisins segir símaverið ekki alveg á bak og burt en líkir nýrri nálgun við pöntun á flugferðum. Enn verði símaþjónusta í boði fyrir þá sem hana þurfa sérstaklega. 23.9.2023 10:49
Eldur í fiskibát við Siglufjarðarhöfn Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi laust fyrir klukkan eitt í nótt eftir að það kviknaði í fiskibát um 500 metra norður af Siglufjarðarhöfn. Þrír voru um borð í bátnum en engan sakaði. 23.9.2023 09:27
Kveðjuathöfn Guðbergs verður í Hörpu Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16. 23.9.2023 06:00