Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29.5.2023 12:19
Skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur. 20.5.2023 23:21
„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20.5.2023 21:04
Fyrst og fremst vonbrigði fyrir Norðurland Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. 20.5.2023 12:02
Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19.5.2023 08:00
Fara með hvalveiðileyfi til EFTA Náttúruverndarsamtök Íslands hafa vísað veitingu hvalveiðileyfis til Hvals hf. til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingur samtakanna segist telja að leyfið stangist á við Evrópureglur og vonar að stofnunin bregðist hratt við. 18.5.2023 22:21
Mesta hættan virðist liðin hjá og óvissustigi aflýst Dregið hefur úr netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir eftir að leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir tölvuþrjóta hafa státað sig af góðum árangri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikill. 18.5.2023 12:14
„Það þarf ekki nema eina hnífstungu“ Afbrotafræðingur segir hugmyndafræði um að vopnaburður og beiting vopna séu eðlileg hafa náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Ungmenni virðist oft og tíðum ekki átta sig á þeim hættum og afleiðingum sem fylgi beitingu vopna. Þörf sé á samstilltu átaki til að bregðast við vandanum. 23.4.2023 21:00
„Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð“ Tveir hinna handteknu í manndrápsmálinu í Hafnarfirði eru í einangrunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem þeir eru undir átján ára. Þriðji sakborningurinn, sem einnig er undir lögaldri, er á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir kappkostað við að draga úr neikvæðum áhrifum einangrunar á börn þegar svo ber undir. 23.4.2023 11:58
Gera ráð fyrir að ferðin til Akureyrar taki sólarhring Búist er við því að síðar í dag verði hægt verði að taka flutningaskipið Wilson Skaw, sem strandaði í Húnaflóa á þriðjudag, í tog til Akureyrar. Unnið er að því að dæla olíu frá skipinu. 23.4.2023 11:45